Fær þyngri dóm fyrir að nauðga fjórtán ára tálbeitu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. júní 2025 18:16 Úr Kompás árið 2007. Þar gómaði Jóhannes Kr. Kristjánsson barnaníðinga með tálbeitum. Vísir Landsréttur hefur þyngt dóm yfir Gunnari Magnússyni fyrir að nauðga pilti undir lögaldri úr átján mánaða í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi. Pilturinn hafði ætlað að koma upp um barnaníðing eftir að hafa horft á fréttaskýringaþáttinn Kompás, þar sem barnaníðingar voru veiddir með notkun tálbeita. Landsréttur kvað upp dóm í dag þar sem dómur Héraðsdóms Reykjaness frá því í fyrra er þyngdur um hálft ár. Þá var Gunnar dæmdur til að greiða brotaþolanum 1,8 milljón í miskabætur, en ekki eina milljón, líkt og héraðsdómur dæmdi. Fraus þegar hann mætti Gunnar var í héraði sakfelldur fyrir brot í tveimur ákæruliðum. Annars vegar fyrir kynferðisbrot gegn barni fyrir að hafa að kvöldi mánudagsins 2. ágúst 2021, í samskiptum við piltinn í skilaboðum í síma, mælt sér mót við hann á heimili sínu, í því skyni að hafa við hann önnur kynferðismök. Hins vegar fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn barni, með því að hafa að kvöldi fimmtudagsins 19. ágúst 2021, í bifreið sem hann ók, haft önnur kynferðismök við piltinn, en hann hafi fróað piltinum og látið piltinn fróa honum og hafa við hann munnmök með því að nýta sér yfirburðastöðu sína gagnvart piltinum vegna aldurs- og þroskamunar og þess að hann var einn á ferð með honum. Sjá einnig: Ætlaði að koma upp um barnaníðing en lenti í klóm hans Pilturinn, sem var fjórtán ára þegar brotin voru framin, sagðist við málsmeðferð í héraðsdómi hafa horft á Kompásþætti og erlend myndbönd um að koma upp um barnaníðinga. Hann hefði ætlað að koma upp um manninn sem barnaníðing og farið að hitta hann til að taka hann upp og birta upptökuna. Þegar á fund mannsins var komið hafi hann frosið og ekkert getað gert þrátt fyrir að vera vopnaður hnífi. Brotin hafi átt sér stað meðan bíll Gunnars var á ferð, fyrir utan þegar hann beið á rauðu ljósi. Pilturinn hafi loks komist undan þegar þeir komu inn í íbúð mannsins. Samskipti á Fuckbook.com „ekki kynferðislegs eðlis“ Við málsmeðferð í héraði bar maðurinn það fyrir sig að hafa ekki vitað hve gamall pilturinn hafi verið. Samtal þeirra, sem fór fram á samskiptamiðli sem heitir Fuckbook.com hafi ekki verið kynferðislegs eðlis. En meðal þess sem fór þeirra á milli á samskiptamiðlinum var aldur piltsins og hvað maðurinn hygðist gera við hann þegar þeir hittust. Maðurinn neitaði alfarið að hafa haft kynferðismök við piltinn þrátt fyrir að við rannsókn málsins hafi erfðaefni piltsins fundist innan á nærbuxum mannsins. Hann skýrði það með því að segja að pilturinn hafi borið andlitsgrímu, hent henni frá sér og maðurinn í framhaldinu snert grímuna. Framburður mannsins enn ótrúverðugur Í Landsrétti voru spilaðar upptökur af framburði Gunnars og piltsins auk sönnunargagna úr málsmeðferð í héraðsdómi. Líkt og Héraðsdómi Reykjaness taldi Landsréttur framburð piltsins í samræmi við niðurstöðu DNA-rannsóknar, hljóðupptöku af Neyðarlínusamtali og símasamskipti þeirra tveggja umrætt kvöld. Framburður Gunnars taldist aftur á móti ekki trúverðugur. Gunnar krafðist ómerkingar dóms héraðsdóms í Landsrétti en til vara sýknu af kröfum ákæruvaldsins, sem krafðist þess að refsing yfir honum yrði þyngd. Að því frágengnu krafðist hann refsimildunar. Pilturinn krafðist fjögurra milljóna króna í miskabætur en honum var dæmd ein milljón króna í miskabætur í héraði. Sem fyrr segir dæmdi Landsréttur Gunnar Magnússon í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi en frá refsingu dregst tveggja vikna gæsluvarðhald sem hann sat í ágúst og september 2021. Þá var hann dæmdur til að greiða piltinum 1,8 milljón í miskabætur auk greiðslu áfrýjunarkostnaðar, málsvarnarlaun verjanda síns og þóknun réttargæslumanns piltsins. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Fleiri fréttir „Ég myndi ekki óska mínum versta óvini að ganga í gegnum OCD“ Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Sjá meira
Landsréttur kvað upp dóm í dag þar sem dómur Héraðsdóms Reykjaness frá því í fyrra er þyngdur um hálft ár. Þá var Gunnar dæmdur til að greiða brotaþolanum 1,8 milljón í miskabætur, en ekki eina milljón, líkt og héraðsdómur dæmdi. Fraus þegar hann mætti Gunnar var í héraði sakfelldur fyrir brot í tveimur ákæruliðum. Annars vegar fyrir kynferðisbrot gegn barni fyrir að hafa að kvöldi mánudagsins 2. ágúst 2021, í samskiptum við piltinn í skilaboðum í síma, mælt sér mót við hann á heimili sínu, í því skyni að hafa við hann önnur kynferðismök. Hins vegar fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn barni, með því að hafa að kvöldi fimmtudagsins 19. ágúst 2021, í bifreið sem hann ók, haft önnur kynferðismök við piltinn, en hann hafi fróað piltinum og látið piltinn fróa honum og hafa við hann munnmök með því að nýta sér yfirburðastöðu sína gagnvart piltinum vegna aldurs- og þroskamunar og þess að hann var einn á ferð með honum. Sjá einnig: Ætlaði að koma upp um barnaníðing en lenti í klóm hans Pilturinn, sem var fjórtán ára þegar brotin voru framin, sagðist við málsmeðferð í héraðsdómi hafa horft á Kompásþætti og erlend myndbönd um að koma upp um barnaníðinga. Hann hefði ætlað að koma upp um manninn sem barnaníðing og farið að hitta hann til að taka hann upp og birta upptökuna. Þegar á fund mannsins var komið hafi hann frosið og ekkert getað gert þrátt fyrir að vera vopnaður hnífi. Brotin hafi átt sér stað meðan bíll Gunnars var á ferð, fyrir utan þegar hann beið á rauðu ljósi. Pilturinn hafi loks komist undan þegar þeir komu inn í íbúð mannsins. Samskipti á Fuckbook.com „ekki kynferðislegs eðlis“ Við málsmeðferð í héraði bar maðurinn það fyrir sig að hafa ekki vitað hve gamall pilturinn hafi verið. Samtal þeirra, sem fór fram á samskiptamiðli sem heitir Fuckbook.com hafi ekki verið kynferðislegs eðlis. En meðal þess sem fór þeirra á milli á samskiptamiðlinum var aldur piltsins og hvað maðurinn hygðist gera við hann þegar þeir hittust. Maðurinn neitaði alfarið að hafa haft kynferðismök við piltinn þrátt fyrir að við rannsókn málsins hafi erfðaefni piltsins fundist innan á nærbuxum mannsins. Hann skýrði það með því að segja að pilturinn hafi borið andlitsgrímu, hent henni frá sér og maðurinn í framhaldinu snert grímuna. Framburður mannsins enn ótrúverðugur Í Landsrétti voru spilaðar upptökur af framburði Gunnars og piltsins auk sönnunargagna úr málsmeðferð í héraðsdómi. Líkt og Héraðsdómi Reykjaness taldi Landsréttur framburð piltsins í samræmi við niðurstöðu DNA-rannsóknar, hljóðupptöku af Neyðarlínusamtali og símasamskipti þeirra tveggja umrætt kvöld. Framburður Gunnars taldist aftur á móti ekki trúverðugur. Gunnar krafðist ómerkingar dóms héraðsdóms í Landsrétti en til vara sýknu af kröfum ákæruvaldsins, sem krafðist þess að refsing yfir honum yrði þyngd. Að því frágengnu krafðist hann refsimildunar. Pilturinn krafðist fjögurra milljóna króna í miskabætur en honum var dæmd ein milljón króna í miskabætur í héraði. Sem fyrr segir dæmdi Landsréttur Gunnar Magnússon í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi en frá refsingu dregst tveggja vikna gæsluvarðhald sem hann sat í ágúst og september 2021. Þá var hann dæmdur til að greiða piltinum 1,8 milljón í miskabætur auk greiðslu áfrýjunarkostnaðar, málsvarnarlaun verjanda síns og þóknun réttargæslumanns piltsins.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Fleiri fréttir „Ég myndi ekki óska mínum versta óvini að ganga í gegnum OCD“ Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Sjá meira