Þorði ekki í mikilvægan landsleik af ótta við stefnu Trumps Sindri Sverrisson skrifar 13. júní 2025 07:02 Raiko Arozarena vildi ekki taka áhættuna á að fara til Kúbu og missti af afar mikilvægum landsleik. Getty/Megan Briggs Kúbverjar eru úr leik í undankeppni HM karla í fótbolta en kannski ættu þeir enn von ef að markvörður þeirra og fyrirliði hefði þorað að yfirgefa Bandaríkin til að spila lykilleik gegn Bermúda. Áhyggjur hafa verið af því hvaða áhrif hörð innflytjendastefna ríkisstjórnar Donald Trump muni hafa á heimsmeistaramótið á næsta ári, ekki síst eftir að tólf þjóðir voru settar á bannlista á mánudaginn. Ferðabannið er að minnsta kosti þegar farið að hafa áhrif á undankeppni HM því markvörður Kúbu, Raiko Arozarena sem spilar með Las Vegas Lights í Bandaríkjunum, vildi ekki taka sénsinn á að spila gegn Bermúda á Kúbu á þriðjudaginn. Kúba er ekki í hópi landanna tólf sem sett voru á bannlista en er eitt af sjö öðrum löndum sem nú þurfa að lúta strangari reglum um komu til Bandaríkjanna. Arozarena er búsettur í Bandaríkjunum og hefði samkvæmt reglunum ekki átt að þurfa að óttast að mega ekki snúa aftur heim eftir leik á Kúbu en gerði það þó samt, samkvæmt yfirlýsingu kúbverska knattspyrnusambandsins. Hann tilkynnti ákvörðun sína aðeins nokkrum klukkutímum fyrir flug frá Antígva og Barbúda, þar sem hann hafði staðið í markinu og borið fyrirliðabandið í 1-0 útisigri Kúbverja. Gáfu leik gegn Kúbu „Leikmaðurinn útskýrði að hann hefði áhyggjur af nýjustu innflytjendareglunum sem bandarísk stjórnvöld eru að innleiða. Hann býr í Bandaríkjunum og reglurnar takmarka ferðalög til landsins frá Kúbu og fleiri löndum, svo hann taldi félagsliðaferli sínum ógnað,“ sagði í yfirlýsingu sambandsins. Án Arozarena tapaði Kúba gegn Bermúda, 2-1, missti þar með Bermúda upp fyrir sig í riðlinum og þar með er HM-draumurinn úti. Bermúda komst hins vegar á næsta stig ásamt Hondúras sem vann riðilinn. Fyrr í þessum landsleikjaglugga ákváðu Cayman-eyjar að gefa leik sinn gegn Kúbverjum vegna ótta um að hópur leikmanna liðsins myndi ekki geta snúið aftur til Bandaríkjanna eftir leikinn. HM 2026 í fótbolta Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Sjá meira
Áhyggjur hafa verið af því hvaða áhrif hörð innflytjendastefna ríkisstjórnar Donald Trump muni hafa á heimsmeistaramótið á næsta ári, ekki síst eftir að tólf þjóðir voru settar á bannlista á mánudaginn. Ferðabannið er að minnsta kosti þegar farið að hafa áhrif á undankeppni HM því markvörður Kúbu, Raiko Arozarena sem spilar með Las Vegas Lights í Bandaríkjunum, vildi ekki taka sénsinn á að spila gegn Bermúda á Kúbu á þriðjudaginn. Kúba er ekki í hópi landanna tólf sem sett voru á bannlista en er eitt af sjö öðrum löndum sem nú þurfa að lúta strangari reglum um komu til Bandaríkjanna. Arozarena er búsettur í Bandaríkjunum og hefði samkvæmt reglunum ekki átt að þurfa að óttast að mega ekki snúa aftur heim eftir leik á Kúbu en gerði það þó samt, samkvæmt yfirlýsingu kúbverska knattspyrnusambandsins. Hann tilkynnti ákvörðun sína aðeins nokkrum klukkutímum fyrir flug frá Antígva og Barbúda, þar sem hann hafði staðið í markinu og borið fyrirliðabandið í 1-0 útisigri Kúbverja. Gáfu leik gegn Kúbu „Leikmaðurinn útskýrði að hann hefði áhyggjur af nýjustu innflytjendareglunum sem bandarísk stjórnvöld eru að innleiða. Hann býr í Bandaríkjunum og reglurnar takmarka ferðalög til landsins frá Kúbu og fleiri löndum, svo hann taldi félagsliðaferli sínum ógnað,“ sagði í yfirlýsingu sambandsins. Án Arozarena tapaði Kúba gegn Bermúda, 2-1, missti þar með Bermúda upp fyrir sig í riðlinum og þar með er HM-draumurinn úti. Bermúda komst hins vegar á næsta stig ásamt Hondúras sem vann riðilinn. Fyrr í þessum landsleikjaglugga ákváðu Cayman-eyjar að gefa leik sinn gegn Kúbverjum vegna ótta um að hópur leikmanna liðsins myndi ekki geta snúið aftur til Bandaríkjanna eftir leikinn.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Sjá meira