Jón Gnarr heiðursgestur á Breiðholtsslag í fótbolta Sindri Sverrisson skrifar 13. júní 2025 16:00 Jón Gnarr verður á meðal stuðningsmanna ÍR í kvöld. VÍSIR/VILHELM Nýjasti stuðningsmaður ÍR í fótbolta, ekki knattspyrnu, er alþingismaðurinn og skemmtikrafturinn Jón Gnarr. Af því tilefni verður hann heiðursgestur á Breiðholtsslagnum í Lengjudeild karla í kvöld. ÍR-ingar hafa blásið á spár sérfræðinga, sem settu þá í 7. sæti, og eru á toppi Lengjudeildarinnar eftir sjö umferðir. Þeir hafa ekki tapað einum einasta leik, aðeins fengið á sig fjögur mörk, og safnað fimmtán stigum. Þeir eru tveimur stigum fyrir ofan Njarðvík og fjórum fyrir ofan HK, Þór og Þrótt. Liðinu bættist svo stuðningur á dögunum þegar Jón, fyrrverandi borgarstjóri, tilkynnti á Facebook að hann væri orðinn ÍR-ingur. Áríðandi tilkynning um fótbolta !Posted by Jón Gnarr on Miðvikudagur, 4. júní 2025 „Ég hef í nokkurn tíma verið að leita mér að íslensku fótboltafélagi til að halda með. Hingað til hef ég haldið með öllum og engum en nú ætla ég að breyta því. Ég er búinn að velja mér lið,“ sagði Jón í tilkynningu sinni þar sem hann ítrekaði jafnframt óánægju sína með orðið „knattspyrna“. „Það sem hefur helst truflað mig varðandi fótbolta er þessi tilhneiging Íslendinga til að kalla fótbolta knattspyrnu. Þetta orð er komið frá Bjarna Jónssyni frá Vogi sem fann upp þetta nýyrði 1910 og mér leiðist þetta. Þetta knattþeytispyrnutal… Þetta er bara fótbolti fyrir mér. Mér finnst það bara eðlilegt mál og hitt eitthvað skrýtið,“ segir Jón sem af þessum sökum gat ekki haldið með sumum öðrum liðum í Reykjavík: „Ég er fæddur og uppalinn í Fossvoginum og eina fótboltaliðið sem ég hef nokkurn tímann æft með er Víkingur. Þess vegna væri eðlilegt kannski fyrir mig að halda með Víkingum en ég get það ekki vegna þess að þó Víkingur sé töff nafn þá heitir það „Knattspyrnufélagið Víkingur“. Það gengur ekki fyrir mig,“ sagði Jón. Hann hefði einnig getað orðið Valsari eftir að hafa leikið gríðarmikinn Valsara í Íslenska Draumnum á sínum tíma og þá hefði hann búið í Vesturbænum í um þrjátíu ár og því lægi kannski beinast við að hann yrði KR-ingur. En Valur og KR eru „knattspyrnufélög“. „Ég er búinn að finna eitt lið sem ég get sannarlega haldið með og það er ÍR! Ég get haldið með ÍR vegna þess að ÍR heitir bara „Íþróttafélag Reykjavíkur“. Ekkert knattspyrnu neitt. Hér með tilkynnist það að ég er ÍR-ingur. Áfram ÍR!“ sagði Jón. Þetta hefur vakið ánægju annarra ÍR-inga sem nú hafa fengið Jón sem heiðursgest í kvöld og minna fólk jafnframt á að leikið sé í fótbolta en ekki knattspyrnu. ÍR-ingar mæta Leiknismönnum sem hafa verið að komast á flug eftir að Ágúst Gylfason tók við liðinu og unnið tvo leiki í röð. Þeir sitja í 9. sæti með sjö stig. Lengjudeild karla ÍR Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram Sjá meira
ÍR-ingar hafa blásið á spár sérfræðinga, sem settu þá í 7. sæti, og eru á toppi Lengjudeildarinnar eftir sjö umferðir. Þeir hafa ekki tapað einum einasta leik, aðeins fengið á sig fjögur mörk, og safnað fimmtán stigum. Þeir eru tveimur stigum fyrir ofan Njarðvík og fjórum fyrir ofan HK, Þór og Þrótt. Liðinu bættist svo stuðningur á dögunum þegar Jón, fyrrverandi borgarstjóri, tilkynnti á Facebook að hann væri orðinn ÍR-ingur. Áríðandi tilkynning um fótbolta !Posted by Jón Gnarr on Miðvikudagur, 4. júní 2025 „Ég hef í nokkurn tíma verið að leita mér að íslensku fótboltafélagi til að halda með. Hingað til hef ég haldið með öllum og engum en nú ætla ég að breyta því. Ég er búinn að velja mér lið,“ sagði Jón í tilkynningu sinni þar sem hann ítrekaði jafnframt óánægju sína með orðið „knattspyrna“. „Það sem hefur helst truflað mig varðandi fótbolta er þessi tilhneiging Íslendinga til að kalla fótbolta knattspyrnu. Þetta orð er komið frá Bjarna Jónssyni frá Vogi sem fann upp þetta nýyrði 1910 og mér leiðist þetta. Þetta knattþeytispyrnutal… Þetta er bara fótbolti fyrir mér. Mér finnst það bara eðlilegt mál og hitt eitthvað skrýtið,“ segir Jón sem af þessum sökum gat ekki haldið með sumum öðrum liðum í Reykjavík: „Ég er fæddur og uppalinn í Fossvoginum og eina fótboltaliðið sem ég hef nokkurn tímann æft með er Víkingur. Þess vegna væri eðlilegt kannski fyrir mig að halda með Víkingum en ég get það ekki vegna þess að þó Víkingur sé töff nafn þá heitir það „Knattspyrnufélagið Víkingur“. Það gengur ekki fyrir mig,“ sagði Jón. Hann hefði einnig getað orðið Valsari eftir að hafa leikið gríðarmikinn Valsara í Íslenska Draumnum á sínum tíma og þá hefði hann búið í Vesturbænum í um þrjátíu ár og því lægi kannski beinast við að hann yrði KR-ingur. En Valur og KR eru „knattspyrnufélög“. „Ég er búinn að finna eitt lið sem ég get sannarlega haldið með og það er ÍR! Ég get haldið með ÍR vegna þess að ÍR heitir bara „Íþróttafélag Reykjavíkur“. Ekkert knattspyrnu neitt. Hér með tilkynnist það að ég er ÍR-ingur. Áfram ÍR!“ sagði Jón. Þetta hefur vakið ánægju annarra ÍR-inga sem nú hafa fengið Jón sem heiðursgest í kvöld og minna fólk jafnframt á að leikið sé í fótbolta en ekki knattspyrnu. ÍR-ingar mæta Leiknismönnum sem hafa verið að komast á flug eftir að Ágúst Gylfason tók við liðinu og unnið tvo leiki í röð. Þeir sitja í 9. sæti með sjö stig.
Lengjudeild karla ÍR Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram Sjá meira