Jón Gnarr heiðursgestur á Breiðholtsslag í fótbolta Sindri Sverrisson skrifar 13. júní 2025 16:00 Jón Gnarr verður á meðal stuðningsmanna ÍR í kvöld. VÍSIR/VILHELM Nýjasti stuðningsmaður ÍR í fótbolta, ekki knattspyrnu, er alþingismaðurinn og skemmtikrafturinn Jón Gnarr. Af því tilefni verður hann heiðursgestur á Breiðholtsslagnum í Lengjudeild karla í kvöld. ÍR-ingar hafa blásið á spár sérfræðinga, sem settu þá í 7. sæti, og eru á toppi Lengjudeildarinnar eftir sjö umferðir. Þeir hafa ekki tapað einum einasta leik, aðeins fengið á sig fjögur mörk, og safnað fimmtán stigum. Þeir eru tveimur stigum fyrir ofan Njarðvík og fjórum fyrir ofan HK, Þór og Þrótt. Liðinu bættist svo stuðningur á dögunum þegar Jón, fyrrverandi borgarstjóri, tilkynnti á Facebook að hann væri orðinn ÍR-ingur. Áríðandi tilkynning um fótbolta !Posted by Jón Gnarr on Miðvikudagur, 4. júní 2025 „Ég hef í nokkurn tíma verið að leita mér að íslensku fótboltafélagi til að halda með. Hingað til hef ég haldið með öllum og engum en nú ætla ég að breyta því. Ég er búinn að velja mér lið,“ sagði Jón í tilkynningu sinni þar sem hann ítrekaði jafnframt óánægju sína með orðið „knattspyrna“. „Það sem hefur helst truflað mig varðandi fótbolta er þessi tilhneiging Íslendinga til að kalla fótbolta knattspyrnu. Þetta orð er komið frá Bjarna Jónssyni frá Vogi sem fann upp þetta nýyrði 1910 og mér leiðist þetta. Þetta knattþeytispyrnutal… Þetta er bara fótbolti fyrir mér. Mér finnst það bara eðlilegt mál og hitt eitthvað skrýtið,“ segir Jón sem af þessum sökum gat ekki haldið með sumum öðrum liðum í Reykjavík: „Ég er fæddur og uppalinn í Fossvoginum og eina fótboltaliðið sem ég hef nokkurn tímann æft með er Víkingur. Þess vegna væri eðlilegt kannski fyrir mig að halda með Víkingum en ég get það ekki vegna þess að þó Víkingur sé töff nafn þá heitir það „Knattspyrnufélagið Víkingur“. Það gengur ekki fyrir mig,“ sagði Jón. Hann hefði einnig getað orðið Valsari eftir að hafa leikið gríðarmikinn Valsara í Íslenska Draumnum á sínum tíma og þá hefði hann búið í Vesturbænum í um þrjátíu ár og því lægi kannski beinast við að hann yrði KR-ingur. En Valur og KR eru „knattspyrnufélög“. „Ég er búinn að finna eitt lið sem ég get sannarlega haldið með og það er ÍR! Ég get haldið með ÍR vegna þess að ÍR heitir bara „Íþróttafélag Reykjavíkur“. Ekkert knattspyrnu neitt. Hér með tilkynnist það að ég er ÍR-ingur. Áfram ÍR!“ sagði Jón. Þetta hefur vakið ánægju annarra ÍR-inga sem nú hafa fengið Jón sem heiðursgest í kvöld og minna fólk jafnframt á að leikið sé í fótbolta en ekki knattspyrnu. ÍR-ingar mæta Leiknismönnum sem hafa verið að komast á flug eftir að Ágúst Gylfason tók við liðinu og unnið tvo leiki í röð. Þeir sitja í 9. sæti með sjö stig. Lengjudeild karla ÍR Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
ÍR-ingar hafa blásið á spár sérfræðinga, sem settu þá í 7. sæti, og eru á toppi Lengjudeildarinnar eftir sjö umferðir. Þeir hafa ekki tapað einum einasta leik, aðeins fengið á sig fjögur mörk, og safnað fimmtán stigum. Þeir eru tveimur stigum fyrir ofan Njarðvík og fjórum fyrir ofan HK, Þór og Þrótt. Liðinu bættist svo stuðningur á dögunum þegar Jón, fyrrverandi borgarstjóri, tilkynnti á Facebook að hann væri orðinn ÍR-ingur. Áríðandi tilkynning um fótbolta !Posted by Jón Gnarr on Miðvikudagur, 4. júní 2025 „Ég hef í nokkurn tíma verið að leita mér að íslensku fótboltafélagi til að halda með. Hingað til hef ég haldið með öllum og engum en nú ætla ég að breyta því. Ég er búinn að velja mér lið,“ sagði Jón í tilkynningu sinni þar sem hann ítrekaði jafnframt óánægju sína með orðið „knattspyrna“. „Það sem hefur helst truflað mig varðandi fótbolta er þessi tilhneiging Íslendinga til að kalla fótbolta knattspyrnu. Þetta orð er komið frá Bjarna Jónssyni frá Vogi sem fann upp þetta nýyrði 1910 og mér leiðist þetta. Þetta knattþeytispyrnutal… Þetta er bara fótbolti fyrir mér. Mér finnst það bara eðlilegt mál og hitt eitthvað skrýtið,“ segir Jón sem af þessum sökum gat ekki haldið með sumum öðrum liðum í Reykjavík: „Ég er fæddur og uppalinn í Fossvoginum og eina fótboltaliðið sem ég hef nokkurn tímann æft með er Víkingur. Þess vegna væri eðlilegt kannski fyrir mig að halda með Víkingum en ég get það ekki vegna þess að þó Víkingur sé töff nafn þá heitir það „Knattspyrnufélagið Víkingur“. Það gengur ekki fyrir mig,“ sagði Jón. Hann hefði einnig getað orðið Valsari eftir að hafa leikið gríðarmikinn Valsara í Íslenska Draumnum á sínum tíma og þá hefði hann búið í Vesturbænum í um þrjátíu ár og því lægi kannski beinast við að hann yrði KR-ingur. En Valur og KR eru „knattspyrnufélög“. „Ég er búinn að finna eitt lið sem ég get sannarlega haldið með og það er ÍR! Ég get haldið með ÍR vegna þess að ÍR heitir bara „Íþróttafélag Reykjavíkur“. Ekkert knattspyrnu neitt. Hér með tilkynnist það að ég er ÍR-ingur. Áfram ÍR!“ sagði Jón. Þetta hefur vakið ánægju annarra ÍR-inga sem nú hafa fengið Jón sem heiðursgest í kvöld og minna fólk jafnframt á að leikið sé í fótbolta en ekki knattspyrnu. ÍR-ingar mæta Leiknismönnum sem hafa verið að komast á flug eftir að Ágúst Gylfason tók við liðinu og unnið tvo leiki í röð. Þeir sitja í 9. sæti með sjö stig.
Lengjudeild karla ÍR Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira