Leggur til meiriháttar átak til að lengja svefn Íslendinga Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 14. júní 2025 20:02 Það getur verið ljúft en líka mikilvægt að sofa nógu lengi. Getty Images Offita er vaxandi vandamál hér landi og við eltum þá þróun sem er að gerast í Bandaríkjunum þar sem fitulifur er orðin algengari vegna sykurs en áfengis. Í dag eru um 70 prósent landsmanna í yfirþyngd, 30 prósent fullorðinna skilgreinast með offitu og undanfarin ár hefur algengi offitu barna á Íslandi aukist verulega en um 7,5 prósent barna eru nú talin vera með offitu. Offita eykur hættuna á rúmlega 200 öðrum sjúkdómum Tryggvi Helgason barnalæknir ræddi þessi mál með Lukku og Jóhönnu Vilhjálms í Heilsuhlaðvarpi þeirra en hann hefur í 15 ár unnið með börnum með offitu og fjölskyldum þeirra í Heilsuskóla Barnaspítalans. Tryggvi segir að offita auki líkur á hvorki meira né minna en 200 öðrum sjúkdómum. Offita hafi t.d. í för með sér hættu á sykursýki, hjarta- og æðasjúkdómum, fitulifur, háþrýsting, nýrnasjúkdómum og jafnvel á ákveðnum tegundum krabbameina. Hann segir að í dag sé hann að sjá meira frávik í blóðprufum sem þýði að börnin sem leiti aðstoðar séu orðin veikari en áður, sum með fitulifur, háan blóðþrýsting og byrjunareinkenni hjarta- og æðasjúkdóma. Fyrir utan líkamlega heilsu hefur offita áhrif á andlega heilsu barna. „Það er sorglegt að sjá börn með lágt sjálfstraust vegna líkamsþyngdar sinnar. Þau lenda oftar í einelti og eru í aukinni hættu á að þróa með sér kvíða og þunglyndi,“ segir Tryggvi. Börn borða oftar næringasnauðan mat Tryggvi leggur áherslu á að þetta sé samfélagslegt vandamál. Ein helsta ástæðan fyrir offitu barna er breyttar neyslu-, svefn- og hreyfivenjur í samfélaginu. Tryggvi bendir á að fæðuframboðið hafi breyst mikið og miklu meira sé til að unnum matvælum. „Börn borða oftar næringasnauðan, unninn mat sem inniheldur mikinn sykur og hátt hlutfall einfaldra kolvetna,“ útskýrir Tryggvi. „Við sjáum líka aukna neyslu á gosdrykkjum og koffíndrykkjum, sem geta haft áhrif á bæði svefn og blóðsykurstjórn.“ Tími foreldra með börnum skiptir máli Jafnframt hafi hreyfing barna minnkað og kyrrseta aukist. „Það er ekki bara maturinn, heldur líka minnkandi hreyfing. Börn eyða meiri tíma fyrir framan skjáinn og hreyfa sig minna en áður,“ segir Tryggvi og segir alveg ljóst að þessi þáttur spili stórt hlutverk í vaxandi vanda. Tryggvi vill einnig benda á tímann og hvetur fjölskyldur til að skoða hvernig þær skipuleggja tímann sinn. „Hvaða tíma hefur fólk til að elda, hvað er það lengi í vinnunni, hvað er fólk að gera eftir vinnu, hvað er það mikið með börnunum sínum, borðar fjölskyldan saman og hvernig gengur að halda svefninum í lagi?“ Ósofin börn með lélegri seddustjórnun Stór áhrifaþáttur í þessari þróun, sem Tryggvi segir að gleymist oft sé að börn sofi of lítið og undantekningarlaust byrji hann á laga svefninn hjá börnum sem hann hjálpar. „Svefn skiptir sköpum. Börn sem sofa illa borða meira og velja frekar óhollari fæðu. Foreldrar þurfa að tryggja fastar svefnrútínur.“ Tryggvi bendir á að insúlínnæmi minnki með of litlum svefni og seddustjórnun verði lélegri og hann leggur til að farið verði í meiriháttar átak til að lengja svefn Íslendinga sem hann fer yfir í þættinum. Aukin fræðsla um hollt mataræði Góður morgunmatur skiptir líka miklu máli samkvæmt Tryggva. „Ég mæli t.d. með hafragraut, grófu brauði með skinku og osti, eggjum og ávöxtum. Það hjálpar börnum að viðhalda jafnvægi í blóðsykri yfir daginn.“ Tryggvi telur nauðsynlegt að auka fræðslu um hollt mataræði og það þurfi að endurskoða skólamatinn. „Við verðum að tryggja að börn fái næringarríkan mat, frekar en sykraðan og unninn mat.“ Enn stærri faraldur sjúkdóma grípi yfirvöld ekki í taumana Um 1960 voru um eitt prósent barna með offitu. Það fór síðan að aukast hratt upp úr 1980 en frá aldamótum hafði hlutfallið haldist í 5% þangað til að rétt fyrir Covid, þá hafi þessi aukning hafist sem sér ekki fyrir endann á. Tryggvi varar við því að ef ekki verði tekið í taumana á þessari þróun eigum við eftir að sjá enn stærri faraldur fjölda sjúkdóma sem séu fylgikvillar offitu - því ef börn þrói með sér offitu séu miklar líkur á að þau verði með offitu sem fullorðnir einstaklingar. „Við getum séð verulegar breytingar ef stjórnvöld kæmu inn í þetta með afgerandi aðgerðum,“ segir hann. „Við getum ekki leyft þessu að þróast áfram án viðbragða.“ Tryggvi er mjög gagnrýninn á viðbragðsleysi stjórnvalda í þættinum og fer yfir fjölda leiða sem hann leggur til, til að bæta ástandið því horfurnar séu ekki góðar. Hér má hlusta á þáttinn í Heilsuhlaðvarpi Lukku og Jóhönnu Vilhjálms. Heilbrigðismál Svefn Mest lesið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Fleiri fréttir Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Sjá meira
Offita eykur hættuna á rúmlega 200 öðrum sjúkdómum Tryggvi Helgason barnalæknir ræddi þessi mál með Lukku og Jóhönnu Vilhjálms í Heilsuhlaðvarpi þeirra en hann hefur í 15 ár unnið með börnum með offitu og fjölskyldum þeirra í Heilsuskóla Barnaspítalans. Tryggvi segir að offita auki líkur á hvorki meira né minna en 200 öðrum sjúkdómum. Offita hafi t.d. í för með sér hættu á sykursýki, hjarta- og æðasjúkdómum, fitulifur, háþrýsting, nýrnasjúkdómum og jafnvel á ákveðnum tegundum krabbameina. Hann segir að í dag sé hann að sjá meira frávik í blóðprufum sem þýði að börnin sem leiti aðstoðar séu orðin veikari en áður, sum með fitulifur, háan blóðþrýsting og byrjunareinkenni hjarta- og æðasjúkdóma. Fyrir utan líkamlega heilsu hefur offita áhrif á andlega heilsu barna. „Það er sorglegt að sjá börn með lágt sjálfstraust vegna líkamsþyngdar sinnar. Þau lenda oftar í einelti og eru í aukinni hættu á að þróa með sér kvíða og þunglyndi,“ segir Tryggvi. Börn borða oftar næringasnauðan mat Tryggvi leggur áherslu á að þetta sé samfélagslegt vandamál. Ein helsta ástæðan fyrir offitu barna er breyttar neyslu-, svefn- og hreyfivenjur í samfélaginu. Tryggvi bendir á að fæðuframboðið hafi breyst mikið og miklu meira sé til að unnum matvælum. „Börn borða oftar næringasnauðan, unninn mat sem inniheldur mikinn sykur og hátt hlutfall einfaldra kolvetna,“ útskýrir Tryggvi. „Við sjáum líka aukna neyslu á gosdrykkjum og koffíndrykkjum, sem geta haft áhrif á bæði svefn og blóðsykurstjórn.“ Tími foreldra með börnum skiptir máli Jafnframt hafi hreyfing barna minnkað og kyrrseta aukist. „Það er ekki bara maturinn, heldur líka minnkandi hreyfing. Börn eyða meiri tíma fyrir framan skjáinn og hreyfa sig minna en áður,“ segir Tryggvi og segir alveg ljóst að þessi þáttur spili stórt hlutverk í vaxandi vanda. Tryggvi vill einnig benda á tímann og hvetur fjölskyldur til að skoða hvernig þær skipuleggja tímann sinn. „Hvaða tíma hefur fólk til að elda, hvað er það lengi í vinnunni, hvað er fólk að gera eftir vinnu, hvað er það mikið með börnunum sínum, borðar fjölskyldan saman og hvernig gengur að halda svefninum í lagi?“ Ósofin börn með lélegri seddustjórnun Stór áhrifaþáttur í þessari þróun, sem Tryggvi segir að gleymist oft sé að börn sofi of lítið og undantekningarlaust byrji hann á laga svefninn hjá börnum sem hann hjálpar. „Svefn skiptir sköpum. Börn sem sofa illa borða meira og velja frekar óhollari fæðu. Foreldrar þurfa að tryggja fastar svefnrútínur.“ Tryggvi bendir á að insúlínnæmi minnki með of litlum svefni og seddustjórnun verði lélegri og hann leggur til að farið verði í meiriháttar átak til að lengja svefn Íslendinga sem hann fer yfir í þættinum. Aukin fræðsla um hollt mataræði Góður morgunmatur skiptir líka miklu máli samkvæmt Tryggva. „Ég mæli t.d. með hafragraut, grófu brauði með skinku og osti, eggjum og ávöxtum. Það hjálpar börnum að viðhalda jafnvægi í blóðsykri yfir daginn.“ Tryggvi telur nauðsynlegt að auka fræðslu um hollt mataræði og það þurfi að endurskoða skólamatinn. „Við verðum að tryggja að börn fái næringarríkan mat, frekar en sykraðan og unninn mat.“ Enn stærri faraldur sjúkdóma grípi yfirvöld ekki í taumana Um 1960 voru um eitt prósent barna með offitu. Það fór síðan að aukast hratt upp úr 1980 en frá aldamótum hafði hlutfallið haldist í 5% þangað til að rétt fyrir Covid, þá hafi þessi aukning hafist sem sér ekki fyrir endann á. Tryggvi varar við því að ef ekki verði tekið í taumana á þessari þróun eigum við eftir að sjá enn stærri faraldur fjölda sjúkdóma sem séu fylgikvillar offitu - því ef börn þrói með sér offitu séu miklar líkur á að þau verði með offitu sem fullorðnir einstaklingar. „Við getum séð verulegar breytingar ef stjórnvöld kæmu inn í þetta með afgerandi aðgerðum,“ segir hann. „Við getum ekki leyft þessu að þróast áfram án viðbragða.“ Tryggvi er mjög gagnrýninn á viðbragðsleysi stjórnvalda í þættinum og fer yfir fjölda leiða sem hann leggur til, til að bæta ástandið því horfurnar séu ekki góðar. Hér má hlusta á þáttinn í Heilsuhlaðvarpi Lukku og Jóhönnu Vilhjálms.
Heilbrigðismál Svefn Mest lesið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Fleiri fréttir Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Sjá meira