Nýja lið Sveindísar Jane gaf öllum innflytjendatreyjur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júní 2025 09:30 Sveindís Jane Jónsdóttir er á leiðinni til bandaríska félagsins Angel City en leikmenn liðsins vöktu um helgina athygli á slæmri stöðu innflytjenda í Los Angeles. Getty/@justwomenssports Sveindís Jane Jónsdóttir er á leiðinni til bandaríska félagsins Angel City FC en tímabilið í Bandaríkjunum er nú í fullum gangi. Nýja liðið kom sér í fréttirnar með því að blanda sér í pólitíkina í Bandaríkjunum um helgina. Sveindís er enn í sumarfríi enda tímabilinu hennar nýlokið í Þýskalandi. Hún mun síðan spila með nýja liði sínu seinna í sumar. Um helgina mætti Angel City liði North Carolina Courage í NWSL deildinni og fyrir leikinn blönduðu leikmenn og starfsmenn þess sér í heitasta pólitíska málið í Bandaríkjunum. Leikmenn hituðu nefnilega upp í sérstökum upphitunartreyjum til stuðnings innflytjendum í Los Angeles. View this post on Instagram A post shared by Just Women’s Sports (@justwomenssports) Donald Trump Bandarikjaforseti skar upp herör gegn ólöglegum innflytjendum í landinu en hörð mótmæli hófust í Los Angeles eftir að sérsveit fór að safna saman fólki í borginni. Trump brást illa við mótmælunum og sendi hermenn á staðinn þvert gegn vilja fylkisstjóra Kaliforníu. Angel City hafði áður lýst yfir áhyggjum sínum og sorg yfir kringumstæðunum sem margir borgarbúar þurfa að ganga í gegnum vegna aðgerða útlendingasérsveitar Trumps. Yfirlýsing á samfélagsmiðlum var þó bara fyrsta skrefið. Angel City vakti enn frekari athygli á málefninu og mikilvægi þess á síðasta leik liðsins. Á bolunum stóð „Immigrant City Football Club“ eða „Fótboltafélag innflytjenda“. Aftan á honum stóð síðan „Los Angeles is for Everyone“ á bæði ensku og spænsku sem á íslensku er: „Los Angeles borg er fyrr alla“. Félagið dreifði einnig alls tíu þúsund treyja til stuðningsmanna sinna. Bolirnir biðu í sætunum þegar fólkið mætti á völlinn. View this post on Instagram A post shared by Angel City FC (@weareangelcity) Bandaríski fótboltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Sveindís er enn í sumarfríi enda tímabilinu hennar nýlokið í Þýskalandi. Hún mun síðan spila með nýja liði sínu seinna í sumar. Um helgina mætti Angel City liði North Carolina Courage í NWSL deildinni og fyrir leikinn blönduðu leikmenn og starfsmenn þess sér í heitasta pólitíska málið í Bandaríkjunum. Leikmenn hituðu nefnilega upp í sérstökum upphitunartreyjum til stuðnings innflytjendum í Los Angeles. View this post on Instagram A post shared by Just Women’s Sports (@justwomenssports) Donald Trump Bandarikjaforseti skar upp herör gegn ólöglegum innflytjendum í landinu en hörð mótmæli hófust í Los Angeles eftir að sérsveit fór að safna saman fólki í borginni. Trump brást illa við mótmælunum og sendi hermenn á staðinn þvert gegn vilja fylkisstjóra Kaliforníu. Angel City hafði áður lýst yfir áhyggjum sínum og sorg yfir kringumstæðunum sem margir borgarbúar þurfa að ganga í gegnum vegna aðgerða útlendingasérsveitar Trumps. Yfirlýsing á samfélagsmiðlum var þó bara fyrsta skrefið. Angel City vakti enn frekari athygli á málefninu og mikilvægi þess á síðasta leik liðsins. Á bolunum stóð „Immigrant City Football Club“ eða „Fótboltafélag innflytjenda“. Aftan á honum stóð síðan „Los Angeles is for Everyone“ á bæði ensku og spænsku sem á íslensku er: „Los Angeles borg er fyrr alla“. Félagið dreifði einnig alls tíu þúsund treyja til stuðningsmanna sinna. Bolirnir biðu í sætunum þegar fólkið mætti á völlinn. View this post on Instagram A post shared by Angel City FC (@weareangelcity)
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira