„Mætum einu besta liði landsins“ Sindri Sverrisson skrifar 18. júní 2025 13:32 Vestramenn hafa verið á miklu flugi í sumar. vísir/Anton Sigurður Heiðar Höskuldsson og lærisveinar hans í Þór þurfa að finna leiðir til að stöðva „eitt besta lið landsins“ í dag þegar Þórsarar sækja Vestra heim í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta. Vestramenn hafa átt stókostlegt tímabil hingað til og eru aðeins fjórum stigum frá toppsæti Bestu deildarinnar, með 19 stig eftir 11 umferðir. Þeir ætla sér svo að slá út Lengjudeildarlið Þórs í dag og komast þannig í undanúrslit Mjólkurbikarsins en ekki ef Sigurður og hans menn fá einhverju ráðið. „Við erum að fara að mæta einu besta liði landsins, og einu best skipulagða liðinu. Þetta er mjög verðugt verkefni fyrir okkur,“ sagði Sigurður í dag við íþróttadeild Sýnar og hélt áfram: „Þeir eru búnir að fá á sig sjö mörk í deildinni, svo að varnarleikurinn þeirra er mjög sterkur. Hins vegar ættu þeir kannski að vera búnir að fá aðeins fleiri mörk á sig heldur en þeir hafa fengið. Tölfræðin sýnir það. Við þurfum því að vera aðeins meira „clinical“ fyrir framan markið heldur en liðin í efstu deild hafa verið á móti þeim. Við munum reyna að særa þá.“ Sigurður Höskuldsson er þjálfari Þórsara.Skjáskot Sigurður var í Hrútafirði og á leið vestur þegar rætt var við hann í morgun. Hann þekkir ágætlega til fyrir vestan eftir að hafa spilað með Bolungarvík árið 2005. „Ég átti frábært sumar á Bolungarvík 2005 þannig að því fylgja klárlega hlýjar tilfinningar að fara vestur,“ sagði Sigurður. Leikmenn hans eru ekki síður spenntir enda aðeins tveimur leikjum frá bikarúrslitaleik. Þurfa að trompa stemninguna í liði Vestra „Ég held að það sé mjög mikilvægt að það verði stemning í Þórsliðinu og mér líður eins og það sé þannig. Vestraliðið er búið að fara þetta svolítið áfram á stemningu og góðri liðsheild, sem sést á vellinum, og við þurfum einhvern veginn að reyna að trompa það með stemningu í okkar liði. Miðað við hvernig menn voru á æfingu í gær og slíkt þá held ég að það sé góður möguleiki á því, og að við getum gert eitthvað fyrir vestan,“ sagði Sigurður. Ibrahima Balde missir af því að mæta sínum gömlu liðsfélögum fyrir vestan því hann er í leikbanni, líkt og Aron Ingi Magnússon. Þá verða Vestramenn án Jeppe Pedersen sem tekur út leikbann. „Það hefur sín áhrif og við leggjum leikinn aðeins öðruvísi upp þegar þeir [Aron og Balde] eru ekki með. En það kemur maður í manns stað. Einhverjir meiddir og smá skörð höggvin í liðið en það stíga þá aðrir upp og fá tækifærið. Þetta breytir aðeins leikstílnum en ekki þannig að okkar einkenni muni ekki sjást í dag,“ segir Sigurður. Leikur Vestra og Þórs hefst klukkan 17:30. Mjólkurbikar karla Vestri Þór Akureyri Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Fleiri fréttir Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Sjá meira
Vestramenn hafa átt stókostlegt tímabil hingað til og eru aðeins fjórum stigum frá toppsæti Bestu deildarinnar, með 19 stig eftir 11 umferðir. Þeir ætla sér svo að slá út Lengjudeildarlið Þórs í dag og komast þannig í undanúrslit Mjólkurbikarsins en ekki ef Sigurður og hans menn fá einhverju ráðið. „Við erum að fara að mæta einu besta liði landsins, og einu best skipulagða liðinu. Þetta er mjög verðugt verkefni fyrir okkur,“ sagði Sigurður í dag við íþróttadeild Sýnar og hélt áfram: „Þeir eru búnir að fá á sig sjö mörk í deildinni, svo að varnarleikurinn þeirra er mjög sterkur. Hins vegar ættu þeir kannski að vera búnir að fá aðeins fleiri mörk á sig heldur en þeir hafa fengið. Tölfræðin sýnir það. Við þurfum því að vera aðeins meira „clinical“ fyrir framan markið heldur en liðin í efstu deild hafa verið á móti þeim. Við munum reyna að særa þá.“ Sigurður Höskuldsson er þjálfari Þórsara.Skjáskot Sigurður var í Hrútafirði og á leið vestur þegar rætt var við hann í morgun. Hann þekkir ágætlega til fyrir vestan eftir að hafa spilað með Bolungarvík árið 2005. „Ég átti frábært sumar á Bolungarvík 2005 þannig að því fylgja klárlega hlýjar tilfinningar að fara vestur,“ sagði Sigurður. Leikmenn hans eru ekki síður spenntir enda aðeins tveimur leikjum frá bikarúrslitaleik. Þurfa að trompa stemninguna í liði Vestra „Ég held að það sé mjög mikilvægt að það verði stemning í Þórsliðinu og mér líður eins og það sé þannig. Vestraliðið er búið að fara þetta svolítið áfram á stemningu og góðri liðsheild, sem sést á vellinum, og við þurfum einhvern veginn að reyna að trompa það með stemningu í okkar liði. Miðað við hvernig menn voru á æfingu í gær og slíkt þá held ég að það sé góður möguleiki á því, og að við getum gert eitthvað fyrir vestan,“ sagði Sigurður. Ibrahima Balde missir af því að mæta sínum gömlu liðsfélögum fyrir vestan því hann er í leikbanni, líkt og Aron Ingi Magnússon. Þá verða Vestramenn án Jeppe Pedersen sem tekur út leikbann. „Það hefur sín áhrif og við leggjum leikinn aðeins öðruvísi upp þegar þeir [Aron og Balde] eru ekki með. En það kemur maður í manns stað. Einhverjir meiddir og smá skörð höggvin í liðið en það stíga þá aðrir upp og fá tækifærið. Þetta breytir aðeins leikstílnum en ekki þannig að okkar einkenni muni ekki sjást í dag,“ segir Sigurður. Leikur Vestra og Þórs hefst klukkan 17:30.
Mjólkurbikar karla Vestri Þór Akureyri Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Fleiri fréttir Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Sjá meira