Bóndi spurði eftirlitsmann MAST hvort hann ætti að skjóta hann Kjartan Kjartansson skrifar 18. júní 2025 14:54 Hótanirnar og ofbeldið áttu sér stað í eftirlitsferð MAST á sauðfjárbú á Suðausturlandi. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Matvælastofnun hefur kært bónda sauðfjárbúi á Suðausturlandi fyrir ofbeldi og hótanir í garð eftirlitsmanna. Bóndinn lagði hendur á starfsmann og spurði annan hvort hann ætti að skjóta hann þegar gerðar voru athugasemdir við velferð fjárins. Atvikin áttu sér stað í tveimur ferðum eftirlitsdýralæknis og dýraeftirlitsmanns MAST á sauðfjárbú í suðausturumdæmi. Þegar dýraeftirlitsmaður hóf að setja út á velferð fjárins lagði hann hendur á starfsmanninn og hætti ekki fyrr en dýralæknirinn hrópaði á hann að hætta, að því er segir í tilkynningu frá MAST. Ekki tókst að ljúka eftirlitinu í þeirri ferð. Það tókst tveimur vikum síðar en þá voru lögreglumenn með starfsmönnum MAST í för. Þegar eftirlitsmaður sagði bóndanum frá frávikum sem komu í ljós við eftirlitið spurði bóndinn hann í tvígang að lögreglumönnum viðstöddum hvort hann ætti að skjóta hann. Hegðun bóndans ekki einsdæmi Matvælastofnun segist hafa kært bæði ofbeldi bóndans og hótanir hans til lögreglu. Bent er á í tilkynningu stofnunarinnar að allt að sex ára fangelsi liggi við því að beita opinberan starfsmann ofbeldi eða hóta honum ofbeldi þegar hann gegnir skyldustörfum sínum. „Matvælastofnun lítur þessa hegðun mjög alvarlegum augum en hún er því miður ekki einsdæmi. Yfirleitt gengur þó eftirlitið mjög vel,“ segir í tilkynningunni. Landbúnaður Stjórnsýsla Matvælaframleiðsla Dýraheilbrigði Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira
Atvikin áttu sér stað í tveimur ferðum eftirlitsdýralæknis og dýraeftirlitsmanns MAST á sauðfjárbú í suðausturumdæmi. Þegar dýraeftirlitsmaður hóf að setja út á velferð fjárins lagði hann hendur á starfsmanninn og hætti ekki fyrr en dýralæknirinn hrópaði á hann að hætta, að því er segir í tilkynningu frá MAST. Ekki tókst að ljúka eftirlitinu í þeirri ferð. Það tókst tveimur vikum síðar en þá voru lögreglumenn með starfsmönnum MAST í för. Þegar eftirlitsmaður sagði bóndanum frá frávikum sem komu í ljós við eftirlitið spurði bóndinn hann í tvígang að lögreglumönnum viðstöddum hvort hann ætti að skjóta hann. Hegðun bóndans ekki einsdæmi Matvælastofnun segist hafa kært bæði ofbeldi bóndans og hótanir hans til lögreglu. Bent er á í tilkynningu stofnunarinnar að allt að sex ára fangelsi liggi við því að beita opinberan starfsmann ofbeldi eða hóta honum ofbeldi þegar hann gegnir skyldustörfum sínum. „Matvælastofnun lítur þessa hegðun mjög alvarlegum augum en hún er því miður ekki einsdæmi. Yfirleitt gengur þó eftirlitið mjög vel,“ segir í tilkynningunni.
Landbúnaður Stjórnsýsla Matvælaframleiðsla Dýraheilbrigði Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira