Hvorki Kalli Snæ né landlæknir vilja birta bréfið Jakob Bjarnar skrifar 18. júní 2025 17:12 Hvorki María Heimisdóttir landlæknir né Guðmundur Karl vilja birta bréfið þar sem sá síðarnefndi er sviptur starfsleyfi. Ákaflega misvísandi er það sem fram kemur í upplýsingum frá Landlækni annars vegar og svo staðhæfingum Guðmundar Karls hins vegar. Meðan óvissa ríkir fljúga köpuryrði og stórkarlalegar yfirlýsingar um netið. vísir Landlæknir hefur tekið saman ástæður fyrir því að heilbrigðisstarfsfólk hefur verið svipt starfsleyfi. Þar kemur ekkert fram um að skoðanir heilbrigðisstarfsmanns hafi talist óæskilegar. Kjartan Hreinn Njálsson skrifar undir samantekt sem Landlæknisembættið hefur unnið þar sem sjónum er beint sérstaklega að sviptingu starfsleyfa. Svipting vegna áfengisnotkunar, vanrækslu í starfi og lyfjastuldar Það sem af er 2025 hafa tveir verið sviptir starfsleyfi. Sé eingöngu litið til ársins 2024 og þess sem af er 2025 er um að ræða einstaklinga í sex heilbrigðisstéttum. „Algengasta ástæða sviptingar starfsleyfis á þessu tímabili er lyfjastuldur úr birgðum vinnustaðar. Aðrar ástæður eru óheimilar uppflettingar í sjúkraskrá, útgáfa rangra reikninga til Sjúkratrygginga, rekstur heilbrigðisþjónustu án tilskilinna heimilda, skjalafals og að heilbrigðisstarfsmaður sé ekki talinn hæfur til að gegna starfi sínu, t.d. vegna vanrækslu í starfi, áfengisnotkunar eða veikinda,“ segir í tilkynningu á síðu Landlæknis. Á árunum 2016-2024 var fjöldi sviptinga starfsleyfa sem hér segir: 2016 – 3 2017 – 1 2018 – 0 2019 – 0 2020 – 4 2021 – 5 2022 – 3 2024 – 8 Ástæða samantektarinnar er án nokkurs vafa sú að Guðmundur Karl Snæbjörnsson læknir, betur þekktur á netinu sem Kalli Snæ, var sviptur starfsleyfi sínu nýverið og vill hann halda því rækilega til haga, til að mynda á Facebook-síðu sinni og bloggi, að það hafi verið vegna skoðana hans og gagnrýni á til að mynda bólusetningar. Í harðorðum pistli sem hann birtir á bloggi sínu heldur Guðmundur Karl því fram án allra fyrirvara að þarna sé Landlæknir að beita svívirðilegri skoðanakúgun. En pistillinn er undir þeirri dramatísku fyrirsögn „Rannsóknarréttur vísindakirkju stjórnvalda“. Líkir sér við Sókrates og Belibaste Í pistlinum heldur Guðmundur Karl því til að mynda fram að í bréfi dagsettu 5. júní hafi Embætti Landlæknis sett fram fjórar ávirðingar. „Allar ætlaðar til að þagga niður gagnrýni á bólusetningarherferðina, rétt eins og rannsóknarréttur miðalda dæmdi Socrates, Bruno og Bélibaste: Yfirlýsingar mínar og erindi til Umboðsmanns Alþingis (18. apríl–3. júní 2025) „grafa undan trausti“ á heilbrigðisþjónustu. Yfirlýsingar mínar skorti „vísindalegan grunn“ og tæknileg aðstoð við óháðan aðila sé „óhæfileg afskipti“ og „misnotkun starfsheitis“. World Council for Health (worldcouncilforhealth.org) og North Group (northgroup.info), sem ég starfa með, séu „vísindalega óstuddir“ hópar. Yfirlýsingar mínar um mRNA bóluefnin séu „óljósar“, valdi ótta, dragi úr bólusetningum og ógni lýðheilsu. Hvar er vísindalegur grundvöllurinn fyrir þessum alvarlegu ávirðingum, EL? Hvar eru gögnin?“ spyr Guðmundur Karl sem telur sviptinguna ígildi meiðyrða og hefur hann meðal annars boðað stjórnsýslukæru. Sé samantekt Landlæknis nú borin saman við staðhæfingar Guðmundar Karls og notkun hans á gæsalöppum, sem gefa til kynna að þar sé vitnað beint í sviptingarbréf Landlæknis, má ljóst vera að þar fer eitthvað mikið á milli mála. Vill nú ekki dreifa skít sem EL gefur frá sér Vísir hefur ítrekað beðið Guðmund Karl að sýna sér sviptingarbréf Landlæknis svo bera megi saman staðhæfingar hans við það sem segir í bréfinu. Guðmundur Karl hefur hins vegar verið með undanbrögð. Hann var til að mynda ítrekað spurður út í þetta þegar hann mætti í viðtal um málið í Reykjavík síðdegis sem birt var undir fyrirsögninni „Ég hef ekkert að fela“. Hann vill að Landlæknir birti bréfið og hefur gefið út sérstakt bréf þar sem hann segist vilja aflétta trúnaði af sviptingarbréfinu. Guðmundur Karl segist í fyrstu hafa ætlað sér að birta bréfið en hafi nú „tekið ákvörðun um að dreifa ekki áburði og skít sem EL gefur frá sér“. Landlæknir segir á móti að það sé ekki í verkahring Guðmundar Karls að aflétta trúnaði sem áskilinn er. Auk þess sem kærufrestur til heilbrigðisráðuneytis sé þrír mánuðir og ekki sé hægt, af hálfu embættisins, að birta bréf sem er í stjórnsýslulegu ferli. Og þar við situr. Meðan fljúga köpuryrðin og stórorðar yfirlýsingar um á samfélagsmiðlum. Stjórnsýsla Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Embætti landlæknis Tengdar fréttir Landlæknir vísar málflutningi Kalla Snæ á bug Embætti landlæknis segir aðrar ástæður liggja að baki þess að læknirinn Kalli Snæ hafi verið sviptur lækningaleyfi en fram hafi komið. Hann segist hafa verið sviptur leyfinu vegna gagnrýni hans á heilbrigðisyfirvöld og sóttvarnaraðgerðir. 13. júní 2025 09:56 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Sjá meira
Kjartan Hreinn Njálsson skrifar undir samantekt sem Landlæknisembættið hefur unnið þar sem sjónum er beint sérstaklega að sviptingu starfsleyfa. Svipting vegna áfengisnotkunar, vanrækslu í starfi og lyfjastuldar Það sem af er 2025 hafa tveir verið sviptir starfsleyfi. Sé eingöngu litið til ársins 2024 og þess sem af er 2025 er um að ræða einstaklinga í sex heilbrigðisstéttum. „Algengasta ástæða sviptingar starfsleyfis á þessu tímabili er lyfjastuldur úr birgðum vinnustaðar. Aðrar ástæður eru óheimilar uppflettingar í sjúkraskrá, útgáfa rangra reikninga til Sjúkratrygginga, rekstur heilbrigðisþjónustu án tilskilinna heimilda, skjalafals og að heilbrigðisstarfsmaður sé ekki talinn hæfur til að gegna starfi sínu, t.d. vegna vanrækslu í starfi, áfengisnotkunar eða veikinda,“ segir í tilkynningu á síðu Landlæknis. Á árunum 2016-2024 var fjöldi sviptinga starfsleyfa sem hér segir: 2016 – 3 2017 – 1 2018 – 0 2019 – 0 2020 – 4 2021 – 5 2022 – 3 2024 – 8 Ástæða samantektarinnar er án nokkurs vafa sú að Guðmundur Karl Snæbjörnsson læknir, betur þekktur á netinu sem Kalli Snæ, var sviptur starfsleyfi sínu nýverið og vill hann halda því rækilega til haga, til að mynda á Facebook-síðu sinni og bloggi, að það hafi verið vegna skoðana hans og gagnrýni á til að mynda bólusetningar. Í harðorðum pistli sem hann birtir á bloggi sínu heldur Guðmundur Karl því fram án allra fyrirvara að þarna sé Landlæknir að beita svívirðilegri skoðanakúgun. En pistillinn er undir þeirri dramatísku fyrirsögn „Rannsóknarréttur vísindakirkju stjórnvalda“. Líkir sér við Sókrates og Belibaste Í pistlinum heldur Guðmundur Karl því til að mynda fram að í bréfi dagsettu 5. júní hafi Embætti Landlæknis sett fram fjórar ávirðingar. „Allar ætlaðar til að þagga niður gagnrýni á bólusetningarherferðina, rétt eins og rannsóknarréttur miðalda dæmdi Socrates, Bruno og Bélibaste: Yfirlýsingar mínar og erindi til Umboðsmanns Alþingis (18. apríl–3. júní 2025) „grafa undan trausti“ á heilbrigðisþjónustu. Yfirlýsingar mínar skorti „vísindalegan grunn“ og tæknileg aðstoð við óháðan aðila sé „óhæfileg afskipti“ og „misnotkun starfsheitis“. World Council for Health (worldcouncilforhealth.org) og North Group (northgroup.info), sem ég starfa með, séu „vísindalega óstuddir“ hópar. Yfirlýsingar mínar um mRNA bóluefnin séu „óljósar“, valdi ótta, dragi úr bólusetningum og ógni lýðheilsu. Hvar er vísindalegur grundvöllurinn fyrir þessum alvarlegu ávirðingum, EL? Hvar eru gögnin?“ spyr Guðmundur Karl sem telur sviptinguna ígildi meiðyrða og hefur hann meðal annars boðað stjórnsýslukæru. Sé samantekt Landlæknis nú borin saman við staðhæfingar Guðmundar Karls og notkun hans á gæsalöppum, sem gefa til kynna að þar sé vitnað beint í sviptingarbréf Landlæknis, má ljóst vera að þar fer eitthvað mikið á milli mála. Vill nú ekki dreifa skít sem EL gefur frá sér Vísir hefur ítrekað beðið Guðmund Karl að sýna sér sviptingarbréf Landlæknis svo bera megi saman staðhæfingar hans við það sem segir í bréfinu. Guðmundur Karl hefur hins vegar verið með undanbrögð. Hann var til að mynda ítrekað spurður út í þetta þegar hann mætti í viðtal um málið í Reykjavík síðdegis sem birt var undir fyrirsögninni „Ég hef ekkert að fela“. Hann vill að Landlæknir birti bréfið og hefur gefið út sérstakt bréf þar sem hann segist vilja aflétta trúnaði af sviptingarbréfinu. Guðmundur Karl segist í fyrstu hafa ætlað sér að birta bréfið en hafi nú „tekið ákvörðun um að dreifa ekki áburði og skít sem EL gefur frá sér“. Landlæknir segir á móti að það sé ekki í verkahring Guðmundar Karls að aflétta trúnaði sem áskilinn er. Auk þess sem kærufrestur til heilbrigðisráðuneytis sé þrír mánuðir og ekki sé hægt, af hálfu embættisins, að birta bréf sem er í stjórnsýslulegu ferli. Og þar við situr. Meðan fljúga köpuryrðin og stórorðar yfirlýsingar um á samfélagsmiðlum.
Stjórnsýsla Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Embætti landlæknis Tengdar fréttir Landlæknir vísar málflutningi Kalla Snæ á bug Embætti landlæknis segir aðrar ástæður liggja að baki þess að læknirinn Kalli Snæ hafi verið sviptur lækningaleyfi en fram hafi komið. Hann segist hafa verið sviptur leyfinu vegna gagnrýni hans á heilbrigðisyfirvöld og sóttvarnaraðgerðir. 13. júní 2025 09:56 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Sjá meira
Landlæknir vísar málflutningi Kalla Snæ á bug Embætti landlæknis segir aðrar ástæður liggja að baki þess að læknirinn Kalli Snæ hafi verið sviptur lækningaleyfi en fram hafi komið. Hann segist hafa verið sviptur leyfinu vegna gagnrýni hans á heilbrigðisyfirvöld og sóttvarnaraðgerðir. 13. júní 2025 09:56