Um helmingur sérbýla kostar meira en 150 milljónir Lovísa Arnardóttir skrifar 19. júní 2025 07:34 Fasteignamarkaðurinn er við stofuhita samkvæmt ýmsum mælikvörðum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Vísir/Vilhelm Tæpur helmingur sérbýla sem eru til sölu á höfuðborgarsvæðinu kostar meira en 150 milljónir. Verð á sérbýlum hefur hækkað um átta prósent á milli ára á sama tíma og fjölbýli hefur hækkað um fimm prósent. Aldrei hefur verið jafn lítið byggt af sérbýlum. Fasteignamarkaðurinn hefur verið við stofuhita í ár, samkvæmt mismunandi mælikvörðum HMS. Fjöldi kaupsamninga og verðþrýstingur hefur verið í samræmi við meðaltal síðastliðinna tíu ára, en nýjar íbúðir seljast þó verr en aðrar íbúðir. Þetta, og meira, kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu HMS. Þar kemur einnig fram að fasteignasalar telji umsvif á fasteignamarkaði lítil í júní og á valdi kaupenda þessa stundina. Á sama tíma er aukinn eftirspurnaþrýstingur á leigumarkaði, á bæði langtíma og skammtíma. Það séu vísbendingar um að umsvif á skammtímaleigumarkaði geti orðið meiri í sumar samanborið við síðustu tvö sumur. Í samantekt skýrslunnar segir einnig að á lánamarkaði hafi hrein ný lántaka verið mjög lítil hjá bönkunum í apríl, þriðja mánuðinn í röð, þar sem álíka mikið var greitt upp af óverðtryggðum lánum og tekið var að láni í nýjum hreinum verðtryggðum lánum. Aftur á móti hafi hrein ný lántaka verið töluverð hjá lífeyrissjóðunum. Veðsetningarhlutföll hjá lífeyrissjóðum séu almennt lægri en hjá bönkum en á móti komi að heimilin búi að talsverðum sparnaði þar sem innlán heimila hafa aukist umfram ráðstöfunartekjur á síðustu misserum. Þá kemur einnig fram að á byggingarmarkaði hafi fjárfesting aukist í íbúðarhúsnæði um tæpan fimmtung að raunvirði í fyrra eftir að hafa dregist saman árið 2023. Að jafnaði störfuðu 5,4 prósent fleiri í byggingariðnaði í fyrra var en árið 2023 en dregið hefur úr fjölgun starfsfólks í greininni í ár sem þó er bundin talsverðum árstíðasveiflum. Fimm prósent íbúða sérbýli Í skýrslunni er sérstaklega fjallað um sérbýli á höfuðborgarsvæðinu en aldrei hefur verið jafn lítið byggt af sérbýlum. Sérbýli nær utan yfir einbýli, raðhús og parhús, en ekki hæðir í fjölbýli með sérinngangi. Einungis fimm prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu sem komu inn á markað síðasta ári voru í sérbýlum. Af mælaborði íbúða í byggingu má sjá að innan við tíu prósent allra íbúða í byggingu á höfuðborgarsvæðinu eru íbúðir í sérbýlum eða 301 af 3721. Hlutdeild íbúða í sérbýlum á höfuðborgarsvæðinu hefur minnkað af heildarframboði íbúða ár frá ári frá 2022. HMS Í byrjun nóvember 2019 voru álíka mörg og eru í dag, eða í kringum 370 sérbýli til sölu á höfuðborgarsvæðinu. Aftur á móti voru í kringum 1.700 íbúðir í fjölbýlum til sölu á höfuðborgarsvæðinu í nóvember 2019, samanborið við rúmlega 2.400 íbúðir í dag. Á sama tíma fyrir ári voru álíka eða í kringum 370 sérbýli til sölu en þá voru um 56 prósent þeirra verðlögð á undir 150 milljónir króna. Í dag er hlutfall þeirra í kringum 53 prósent, en 47 prósent sérbýlishúsa eru verðlögð yfir 150 milljónir króna. Í mars, apríl og maí hefur undirvísitala sérbýlis á höfuðborgarsvæðinu að meðaltali verið í 111 stigum, en undirvísitalan var að meðaltali í 102,8 stigum á sama tímabili í fyrra. Verð á sérbýlum á höfuðborgarsvæðinu hefur því hækkað um átta prósent á milli vormánaða 2024 og 2025, en til samanburðar hækkaði undirvísitala fjölbýlis á höfuðborgarsvæðinu um fimm prósent á sama tíma. Umsvif á skammtímaleigumarkaði álíka mikil og í fyrra Alls voru um 7.400 eignir skráðar á skammtímaleiguvefnum Airbnb á öllu landinu í apríl þar sem helmingur eignanna staðsettur á höfuðborgarsvæðinu og hinn helmingur utan þess. Airbnb skráningar í síðastliðnum aprílmánuði voru 3,5% fleiri en í aprílmánuði árið 2024. Alls eru um 5,5 prósent færri Airbnb-eignir í apríl miðað við sama mánuð árið 2019. Fjöldi eigna sem leigðar eru út á Airbnb hefur hins vegar ekki enn náð sömu hæðum og fyrir heimsfaraldur. HMS Greina má augljósar árstíðarsveiflur á síðustu árum sem ná hámarki yfir sumartímann þegar ferðamenn koma til landsins í miklum mæli. Airbnb-eignum fjölgaði töluvert á milli mánaða í apríl síðastliðnum, en haldi þeim áfram að fjölga á sama hraða og á síðustu árum má búast við að umsvif á skammtímaleigumarkaði verði meiri í sumar en síðustu tvö sumur. Í nágrenni höfuðborgarsvæðis helst fjöldi Airbnb-eigna óbreyttur á milli ára á sama tíma og þeim fjölgar um þrjú prósent annars staðar á landsbyggðinni. Airbnb-eignum fjölgar mest á höfuðborgarsvæðinu, en þar nemur fjölgunin um fimm prósent á milli aprílmánaða 2024 og 2025. Fasteignamarkaður Leigumarkaður Byggingariðnaður Airbnb Húsnæðismál Mest lesið Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Súpan með pappírnum innkölluð Neytendur Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Fleiri fréttir Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Sjá meira
Fasteignamarkaðurinn hefur verið við stofuhita í ár, samkvæmt mismunandi mælikvörðum HMS. Fjöldi kaupsamninga og verðþrýstingur hefur verið í samræmi við meðaltal síðastliðinna tíu ára, en nýjar íbúðir seljast þó verr en aðrar íbúðir. Þetta, og meira, kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu HMS. Þar kemur einnig fram að fasteignasalar telji umsvif á fasteignamarkaði lítil í júní og á valdi kaupenda þessa stundina. Á sama tíma er aukinn eftirspurnaþrýstingur á leigumarkaði, á bæði langtíma og skammtíma. Það séu vísbendingar um að umsvif á skammtímaleigumarkaði geti orðið meiri í sumar samanborið við síðustu tvö sumur. Í samantekt skýrslunnar segir einnig að á lánamarkaði hafi hrein ný lántaka verið mjög lítil hjá bönkunum í apríl, þriðja mánuðinn í röð, þar sem álíka mikið var greitt upp af óverðtryggðum lánum og tekið var að láni í nýjum hreinum verðtryggðum lánum. Aftur á móti hafi hrein ný lántaka verið töluverð hjá lífeyrissjóðunum. Veðsetningarhlutföll hjá lífeyrissjóðum séu almennt lægri en hjá bönkum en á móti komi að heimilin búi að talsverðum sparnaði þar sem innlán heimila hafa aukist umfram ráðstöfunartekjur á síðustu misserum. Þá kemur einnig fram að á byggingarmarkaði hafi fjárfesting aukist í íbúðarhúsnæði um tæpan fimmtung að raunvirði í fyrra eftir að hafa dregist saman árið 2023. Að jafnaði störfuðu 5,4 prósent fleiri í byggingariðnaði í fyrra var en árið 2023 en dregið hefur úr fjölgun starfsfólks í greininni í ár sem þó er bundin talsverðum árstíðasveiflum. Fimm prósent íbúða sérbýli Í skýrslunni er sérstaklega fjallað um sérbýli á höfuðborgarsvæðinu en aldrei hefur verið jafn lítið byggt af sérbýlum. Sérbýli nær utan yfir einbýli, raðhús og parhús, en ekki hæðir í fjölbýli með sérinngangi. Einungis fimm prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu sem komu inn á markað síðasta ári voru í sérbýlum. Af mælaborði íbúða í byggingu má sjá að innan við tíu prósent allra íbúða í byggingu á höfuðborgarsvæðinu eru íbúðir í sérbýlum eða 301 af 3721. Hlutdeild íbúða í sérbýlum á höfuðborgarsvæðinu hefur minnkað af heildarframboði íbúða ár frá ári frá 2022. HMS Í byrjun nóvember 2019 voru álíka mörg og eru í dag, eða í kringum 370 sérbýli til sölu á höfuðborgarsvæðinu. Aftur á móti voru í kringum 1.700 íbúðir í fjölbýlum til sölu á höfuðborgarsvæðinu í nóvember 2019, samanborið við rúmlega 2.400 íbúðir í dag. Á sama tíma fyrir ári voru álíka eða í kringum 370 sérbýli til sölu en þá voru um 56 prósent þeirra verðlögð á undir 150 milljónir króna. Í dag er hlutfall þeirra í kringum 53 prósent, en 47 prósent sérbýlishúsa eru verðlögð yfir 150 milljónir króna. Í mars, apríl og maí hefur undirvísitala sérbýlis á höfuðborgarsvæðinu að meðaltali verið í 111 stigum, en undirvísitalan var að meðaltali í 102,8 stigum á sama tímabili í fyrra. Verð á sérbýlum á höfuðborgarsvæðinu hefur því hækkað um átta prósent á milli vormánaða 2024 og 2025, en til samanburðar hækkaði undirvísitala fjölbýlis á höfuðborgarsvæðinu um fimm prósent á sama tíma. Umsvif á skammtímaleigumarkaði álíka mikil og í fyrra Alls voru um 7.400 eignir skráðar á skammtímaleiguvefnum Airbnb á öllu landinu í apríl þar sem helmingur eignanna staðsettur á höfuðborgarsvæðinu og hinn helmingur utan þess. Airbnb skráningar í síðastliðnum aprílmánuði voru 3,5% fleiri en í aprílmánuði árið 2024. Alls eru um 5,5 prósent færri Airbnb-eignir í apríl miðað við sama mánuð árið 2019. Fjöldi eigna sem leigðar eru út á Airbnb hefur hins vegar ekki enn náð sömu hæðum og fyrir heimsfaraldur. HMS Greina má augljósar árstíðarsveiflur á síðustu árum sem ná hámarki yfir sumartímann þegar ferðamenn koma til landsins í miklum mæli. Airbnb-eignum fjölgaði töluvert á milli mánaða í apríl síðastliðnum, en haldi þeim áfram að fjölga á sama hraða og á síðustu árum má búast við að umsvif á skammtímaleigumarkaði verði meiri í sumar en síðustu tvö sumur. Í nágrenni höfuðborgarsvæðis helst fjöldi Airbnb-eigna óbreyttur á milli ára á sama tíma og þeim fjölgar um þrjú prósent annars staðar á landsbyggðinni. Airbnb-eignum fjölgar mest á höfuðborgarsvæðinu, en þar nemur fjölgunin um fimm prósent á milli aprílmánaða 2024 og 2025.
Fasteignamarkaður Leigumarkaður Byggingariðnaður Airbnb Húsnæðismál Mest lesið Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Súpan með pappírnum innkölluð Neytendur Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Fleiri fréttir Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Sjá meira