Um helmingur sérbýla kostar meira en 150 milljónir Lovísa Arnardóttir skrifar 19. júní 2025 07:34 Fasteignamarkaðurinn er við stofuhita samkvæmt ýmsum mælikvörðum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Vísir/Vilhelm Tæpur helmingur sérbýla sem eru til sölu á höfuðborgarsvæðinu kostar meira en 150 milljónir. Verð á sérbýlum hefur hækkað um átta prósent á milli ára á sama tíma og fjölbýli hefur hækkað um fimm prósent. Aldrei hefur verið jafn lítið byggt af sérbýlum. Fasteignamarkaðurinn hefur verið við stofuhita í ár, samkvæmt mismunandi mælikvörðum HMS. Fjöldi kaupsamninga og verðþrýstingur hefur verið í samræmi við meðaltal síðastliðinna tíu ára, en nýjar íbúðir seljast þó verr en aðrar íbúðir. Þetta, og meira, kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu HMS. Þar kemur einnig fram að fasteignasalar telji umsvif á fasteignamarkaði lítil í júní og á valdi kaupenda þessa stundina. Á sama tíma er aukinn eftirspurnaþrýstingur á leigumarkaði, á bæði langtíma og skammtíma. Það séu vísbendingar um að umsvif á skammtímaleigumarkaði geti orðið meiri í sumar samanborið við síðustu tvö sumur. Í samantekt skýrslunnar segir einnig að á lánamarkaði hafi hrein ný lántaka verið mjög lítil hjá bönkunum í apríl, þriðja mánuðinn í röð, þar sem álíka mikið var greitt upp af óverðtryggðum lánum og tekið var að láni í nýjum hreinum verðtryggðum lánum. Aftur á móti hafi hrein ný lántaka verið töluverð hjá lífeyrissjóðunum. Veðsetningarhlutföll hjá lífeyrissjóðum séu almennt lægri en hjá bönkum en á móti komi að heimilin búi að talsverðum sparnaði þar sem innlán heimila hafa aukist umfram ráðstöfunartekjur á síðustu misserum. Þá kemur einnig fram að á byggingarmarkaði hafi fjárfesting aukist í íbúðarhúsnæði um tæpan fimmtung að raunvirði í fyrra eftir að hafa dregist saman árið 2023. Að jafnaði störfuðu 5,4 prósent fleiri í byggingariðnaði í fyrra var en árið 2023 en dregið hefur úr fjölgun starfsfólks í greininni í ár sem þó er bundin talsverðum árstíðasveiflum. Fimm prósent íbúða sérbýli Í skýrslunni er sérstaklega fjallað um sérbýli á höfuðborgarsvæðinu en aldrei hefur verið jafn lítið byggt af sérbýlum. Sérbýli nær utan yfir einbýli, raðhús og parhús, en ekki hæðir í fjölbýli með sérinngangi. Einungis fimm prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu sem komu inn á markað síðasta ári voru í sérbýlum. Af mælaborði íbúða í byggingu má sjá að innan við tíu prósent allra íbúða í byggingu á höfuðborgarsvæðinu eru íbúðir í sérbýlum eða 301 af 3721. Hlutdeild íbúða í sérbýlum á höfuðborgarsvæðinu hefur minnkað af heildarframboði íbúða ár frá ári frá 2022. HMS Í byrjun nóvember 2019 voru álíka mörg og eru í dag, eða í kringum 370 sérbýli til sölu á höfuðborgarsvæðinu. Aftur á móti voru í kringum 1.700 íbúðir í fjölbýlum til sölu á höfuðborgarsvæðinu í nóvember 2019, samanborið við rúmlega 2.400 íbúðir í dag. Á sama tíma fyrir ári voru álíka eða í kringum 370 sérbýli til sölu en þá voru um 56 prósent þeirra verðlögð á undir 150 milljónir króna. Í dag er hlutfall þeirra í kringum 53 prósent, en 47 prósent sérbýlishúsa eru verðlögð yfir 150 milljónir króna. Í mars, apríl og maí hefur undirvísitala sérbýlis á höfuðborgarsvæðinu að meðaltali verið í 111 stigum, en undirvísitalan var að meðaltali í 102,8 stigum á sama tímabili í fyrra. Verð á sérbýlum á höfuðborgarsvæðinu hefur því hækkað um átta prósent á milli vormánaða 2024 og 2025, en til samanburðar hækkaði undirvísitala fjölbýlis á höfuðborgarsvæðinu um fimm prósent á sama tíma. Umsvif á skammtímaleigumarkaði álíka mikil og í fyrra Alls voru um 7.400 eignir skráðar á skammtímaleiguvefnum Airbnb á öllu landinu í apríl þar sem helmingur eignanna staðsettur á höfuðborgarsvæðinu og hinn helmingur utan þess. Airbnb skráningar í síðastliðnum aprílmánuði voru 3,5% fleiri en í aprílmánuði árið 2024. Alls eru um 5,5 prósent færri Airbnb-eignir í apríl miðað við sama mánuð árið 2019. Fjöldi eigna sem leigðar eru út á Airbnb hefur hins vegar ekki enn náð sömu hæðum og fyrir heimsfaraldur. HMS Greina má augljósar árstíðarsveiflur á síðustu árum sem ná hámarki yfir sumartímann þegar ferðamenn koma til landsins í miklum mæli. Airbnb-eignum fjölgaði töluvert á milli mánaða í apríl síðastliðnum, en haldi þeim áfram að fjölga á sama hraða og á síðustu árum má búast við að umsvif á skammtímaleigumarkaði verði meiri í sumar en síðustu tvö sumur. Í nágrenni höfuðborgarsvæðis helst fjöldi Airbnb-eigna óbreyttur á milli ára á sama tíma og þeim fjölgar um þrjú prósent annars staðar á landsbyggðinni. Airbnb-eignum fjölgar mest á höfuðborgarsvæðinu, en þar nemur fjölgunin um fimm prósent á milli aprílmánaða 2024 og 2025. Fasteignamarkaður Leigumarkaður Byggingariðnaður Airbnb Húsnæðismál Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Fasteignamarkaðurinn hefur verið við stofuhita í ár, samkvæmt mismunandi mælikvörðum HMS. Fjöldi kaupsamninga og verðþrýstingur hefur verið í samræmi við meðaltal síðastliðinna tíu ára, en nýjar íbúðir seljast þó verr en aðrar íbúðir. Þetta, og meira, kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu HMS. Þar kemur einnig fram að fasteignasalar telji umsvif á fasteignamarkaði lítil í júní og á valdi kaupenda þessa stundina. Á sama tíma er aukinn eftirspurnaþrýstingur á leigumarkaði, á bæði langtíma og skammtíma. Það séu vísbendingar um að umsvif á skammtímaleigumarkaði geti orðið meiri í sumar samanborið við síðustu tvö sumur. Í samantekt skýrslunnar segir einnig að á lánamarkaði hafi hrein ný lántaka verið mjög lítil hjá bönkunum í apríl, þriðja mánuðinn í röð, þar sem álíka mikið var greitt upp af óverðtryggðum lánum og tekið var að láni í nýjum hreinum verðtryggðum lánum. Aftur á móti hafi hrein ný lántaka verið töluverð hjá lífeyrissjóðunum. Veðsetningarhlutföll hjá lífeyrissjóðum séu almennt lægri en hjá bönkum en á móti komi að heimilin búi að talsverðum sparnaði þar sem innlán heimila hafa aukist umfram ráðstöfunartekjur á síðustu misserum. Þá kemur einnig fram að á byggingarmarkaði hafi fjárfesting aukist í íbúðarhúsnæði um tæpan fimmtung að raunvirði í fyrra eftir að hafa dregist saman árið 2023. Að jafnaði störfuðu 5,4 prósent fleiri í byggingariðnaði í fyrra var en árið 2023 en dregið hefur úr fjölgun starfsfólks í greininni í ár sem þó er bundin talsverðum árstíðasveiflum. Fimm prósent íbúða sérbýli Í skýrslunni er sérstaklega fjallað um sérbýli á höfuðborgarsvæðinu en aldrei hefur verið jafn lítið byggt af sérbýlum. Sérbýli nær utan yfir einbýli, raðhús og parhús, en ekki hæðir í fjölbýli með sérinngangi. Einungis fimm prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu sem komu inn á markað síðasta ári voru í sérbýlum. Af mælaborði íbúða í byggingu má sjá að innan við tíu prósent allra íbúða í byggingu á höfuðborgarsvæðinu eru íbúðir í sérbýlum eða 301 af 3721. Hlutdeild íbúða í sérbýlum á höfuðborgarsvæðinu hefur minnkað af heildarframboði íbúða ár frá ári frá 2022. HMS Í byrjun nóvember 2019 voru álíka mörg og eru í dag, eða í kringum 370 sérbýli til sölu á höfuðborgarsvæðinu. Aftur á móti voru í kringum 1.700 íbúðir í fjölbýlum til sölu á höfuðborgarsvæðinu í nóvember 2019, samanborið við rúmlega 2.400 íbúðir í dag. Á sama tíma fyrir ári voru álíka eða í kringum 370 sérbýli til sölu en þá voru um 56 prósent þeirra verðlögð á undir 150 milljónir króna. Í dag er hlutfall þeirra í kringum 53 prósent, en 47 prósent sérbýlishúsa eru verðlögð yfir 150 milljónir króna. Í mars, apríl og maí hefur undirvísitala sérbýlis á höfuðborgarsvæðinu að meðaltali verið í 111 stigum, en undirvísitalan var að meðaltali í 102,8 stigum á sama tímabili í fyrra. Verð á sérbýlum á höfuðborgarsvæðinu hefur því hækkað um átta prósent á milli vormánaða 2024 og 2025, en til samanburðar hækkaði undirvísitala fjölbýlis á höfuðborgarsvæðinu um fimm prósent á sama tíma. Umsvif á skammtímaleigumarkaði álíka mikil og í fyrra Alls voru um 7.400 eignir skráðar á skammtímaleiguvefnum Airbnb á öllu landinu í apríl þar sem helmingur eignanna staðsettur á höfuðborgarsvæðinu og hinn helmingur utan þess. Airbnb skráningar í síðastliðnum aprílmánuði voru 3,5% fleiri en í aprílmánuði árið 2024. Alls eru um 5,5 prósent færri Airbnb-eignir í apríl miðað við sama mánuð árið 2019. Fjöldi eigna sem leigðar eru út á Airbnb hefur hins vegar ekki enn náð sömu hæðum og fyrir heimsfaraldur. HMS Greina má augljósar árstíðarsveiflur á síðustu árum sem ná hámarki yfir sumartímann þegar ferðamenn koma til landsins í miklum mæli. Airbnb-eignum fjölgaði töluvert á milli mánaða í apríl síðastliðnum, en haldi þeim áfram að fjölga á sama hraða og á síðustu árum má búast við að umsvif á skammtímaleigumarkaði verði meiri í sumar en síðustu tvö sumur. Í nágrenni höfuðborgarsvæðis helst fjöldi Airbnb-eigna óbreyttur á milli ára á sama tíma og þeim fjölgar um þrjú prósent annars staðar á landsbyggðinni. Airbnb-eignum fjölgar mest á höfuðborgarsvæðinu, en þar nemur fjölgunin um fimm prósent á milli aprílmánaða 2024 og 2025.
Fasteignamarkaður Leigumarkaður Byggingariðnaður Airbnb Húsnæðismál Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira