„Ísland hentar okkur vel“ Sindri Sverrisson skrifar 19. júní 2025 16:30 Natalia Kuikka verður með Finnum á EM eftir að hafa jafnað sig af meiðslum. Getty/Srdjan Stevanovic Finnar hafa nú valið EM-hópinn sem fer til Sviss og mætir þar Íslandi í fyrsta leik á Evrópumóti kvenna í fótbolta 2. júlí. Marko Saloranta landsliðsþjálfari Finnlands segir liðið hafa glímt við einstaklega mikið meiðslavandræði í vor og sumar en er vongóður um sigur gegn Íslandi. Það verður gríðarlega mikið undir fyrir Ísland í leiknum við Finna í Thun 2. júlí. Sigur er nánast lífsnauðsynlegur því mikilvægt er að hafa þrjú stig með í farteskinu fyrir baráttuna við Sviss og Noreg um tvö laus sæti í 8-liða úrslitum. Þangað stefnir Ísland. Finnar eru aftur á móti lægst skrifaða lið riðilsins og hafa ekki unnið leik á Evrópumóti síðan á heimavelli árið 2009. Finnska liðið lék í B-deild Þjóðadeildarinnar nú í vor og endaði fyrir neðan Serbíu í sínum riðli, í baráttu um sæti í A-deild. Serbar verða einmitt mótherjar Íslands í vináttulandsleik 27. júní, áður en EM hefst. „Ísland hentar okkur vel. Við spiluðum góðan leik gegn þeim fyrir næstum tveimur árum og þær eru nánast með sama hóp núna. Noregur er öðruvísi, sennilega sigurstranglegasta liðið í riðlinum. Breiddin þar er meiri en hjá hinum liðunum. En við getum komist áfram með tveimur sigrum,“ sagði Saloranta eftir að hafa kynnt EM-hópinn sinn í dag. Finnar unnu 2-1 sigur í vináttulandsleik á Laugardalsvelli sumarið 2023. Mikið meiðslabras: „Þetta er mjög sjaldgæft“ Á meðal leikmanna í finnska hópnum sem hafa verið að glíma við meiðsli en eru samt í EM-hópnum eru varnarmaðurinn Natalia Kuikka, kantmaðurinn Emma Koivisto og framherjinn Jutta Rantala. View this post on Instagram A post shared by Helmarit (@helmaritfi) Kuikka er leikmaður Chicago Stars í Bandaríkjunum og sneri nýverið aftur til keppni eftir að hafa meiðst í landsleik geng Serbíu í febrúar. Kovistio hefur verið að gíma við kálfameiðsli en er á batavegi og ætti að geta spilað á EM, en Rantala hefur ekki spilað með liði sínu Leicester síðan síðasta haust. Þá er Elli Pikkujämsä, leikmaður Racing Louisville, meidd og missir af EM. „Staðan hefur alltaf verið að breytast. Þetta hefur verið mjög erfitt. Það er búið að vera svo mikið um meiðsli. Þetta er mjög sjaldgæft,“ sagði Saloranta í dag. „Auðvitað hefur þetta áhrif á liðið og það hefur sést í okkar spilamennsku. En ég er stoltur af leikmönnunum fyrir að leggja allt í sölurnar til að spila á háu stigi, jafnvel þó að það sé mjög erfitt að hafa sterka leikmenn utan vallar,“ sagði Saloranta. EM 2025 í Sviss Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira
Það verður gríðarlega mikið undir fyrir Ísland í leiknum við Finna í Thun 2. júlí. Sigur er nánast lífsnauðsynlegur því mikilvægt er að hafa þrjú stig með í farteskinu fyrir baráttuna við Sviss og Noreg um tvö laus sæti í 8-liða úrslitum. Þangað stefnir Ísland. Finnar eru aftur á móti lægst skrifaða lið riðilsins og hafa ekki unnið leik á Evrópumóti síðan á heimavelli árið 2009. Finnska liðið lék í B-deild Þjóðadeildarinnar nú í vor og endaði fyrir neðan Serbíu í sínum riðli, í baráttu um sæti í A-deild. Serbar verða einmitt mótherjar Íslands í vináttulandsleik 27. júní, áður en EM hefst. „Ísland hentar okkur vel. Við spiluðum góðan leik gegn þeim fyrir næstum tveimur árum og þær eru nánast með sama hóp núna. Noregur er öðruvísi, sennilega sigurstranglegasta liðið í riðlinum. Breiddin þar er meiri en hjá hinum liðunum. En við getum komist áfram með tveimur sigrum,“ sagði Saloranta eftir að hafa kynnt EM-hópinn sinn í dag. Finnar unnu 2-1 sigur í vináttulandsleik á Laugardalsvelli sumarið 2023. Mikið meiðslabras: „Þetta er mjög sjaldgæft“ Á meðal leikmanna í finnska hópnum sem hafa verið að glíma við meiðsli en eru samt í EM-hópnum eru varnarmaðurinn Natalia Kuikka, kantmaðurinn Emma Koivisto og framherjinn Jutta Rantala. View this post on Instagram A post shared by Helmarit (@helmaritfi) Kuikka er leikmaður Chicago Stars í Bandaríkjunum og sneri nýverið aftur til keppni eftir að hafa meiðst í landsleik geng Serbíu í febrúar. Kovistio hefur verið að gíma við kálfameiðsli en er á batavegi og ætti að geta spilað á EM, en Rantala hefur ekki spilað með liði sínu Leicester síðan síðasta haust. Þá er Elli Pikkujämsä, leikmaður Racing Louisville, meidd og missir af EM. „Staðan hefur alltaf verið að breytast. Þetta hefur verið mjög erfitt. Það er búið að vera svo mikið um meiðsli. Þetta er mjög sjaldgæft,“ sagði Saloranta í dag. „Auðvitað hefur þetta áhrif á liðið og það hefur sést í okkar spilamennsku. En ég er stoltur af leikmönnunum fyrir að leggja allt í sölurnar til að spila á háu stigi, jafnvel þó að það sé mjög erfitt að hafa sterka leikmenn utan vallar,“ sagði Saloranta.
EM 2025 í Sviss Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira