Ótrúlega skrýtið að sjá Val: „Þetta er andlegt þrot“ Sindri Sverrisson skrifar 19. júní 2025 17:30 Valur er með þrautreyndar landsliðskonur í sínum röðum en ekkert hefur gengið upp hjá liðinu í Bestu deildinni í sumar. vísir/Jón Gautur „Það er bara eitthvað andlegt þrot í gangi þarna,“ sagði Mist Edvardsdóttir, fyrrverandi leikmaður Vals, um skelfilega stöðu Valsliðsins sem var til umræðu í nýjasta þætti Bestu markanna. Eftir mikla velmegun síðastliðinn áratug eru Valskonur núna í sjöunda sæti Bestu deildarinnar með aðeins níu stig eftir níu leiki, tveimur stigum frá fallsæti en heilum þrettán frá toppliðunum Breiðabliki, FH og Þrótti. Kristján Guðmundsson og Matthías Guðmundsson tóku við Valsliðinu í vetur og þrátt fyrir að vera komnir með liðið í undanúrslit Mjólkurbikarsins er gengið í Bestu deildinni svo afleitt að staða þeirra hlýtur í það minnsta að vera til skoðunar, að mati sérfræðinga Bestu markanna. Umræðuna um Val má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Andlegt þrot Valskvenna Valur tapaði 2-1 á heimavelli gegn nýliðum Fram á sunnudaginn og þarf að vinna spútniklið FH á laugardaginn til þess að þurfa ekki að sitja í fallhluta deildarinnar allt EM-hléið, fram til 24. júlí. „Þær voru bara fínar í fyrri hálfleik, ekkert frábærar, en með yfirhöndina. Þær enduðu fyrri hálfleikinn sterkt. Fanndís með skot í stöng og svo áttu þær klárlega að fá víti. Eftir fyrri hálfleikinn var maður með þá tilfinningu að þær væru að fara að sigla þessu heim. Svo byrja þær seinni hálfleikinn illa og það er eins og þær brotni gjörsamlega andlega. Þær spila ítrekað frá sér í dauðafæri, sjálfar, og maður sér vonleysið í þeim öllum,“ sagði Mist. „Ótrúlega skrýtið að horfa á þetta“ Þess ber að geta að þó að Valur hafi látið sterka leikmenn fara í Katie Cousins og Berglindi Björg Þorvaldsdóttur þá eru til að mynda í liðinu tvær sem fara á EM í sumar, þær Natasha Anasi og Berglind Rós Ágústsdóttir, og svo Fanndís Friðriksdóttir og Elísa Viðarsdóttir sem voru afar nálægt því. „Þær eru í stökustu vandræðum allan seinni hálfleikinn, bara í að spila sig út. Þær finna engar lausnir. Engin svör. Sendingafeilar… Það er ótrúlegt að horfa á þetta,“ sagði Ásta Eir Árnadóttir sem er vön því að keppa um titla við Val með Breiðabliki. „Það er ótrúlega skrýtið að horfa á þetta. Liðið er í sjöunda sæti. Þetta er andlegt þrot, og eflaust líkamlegt líka. Þetta er mjög áhugavert. Þær eru að fá nýliða á sinn heimavöll. Það er ekkert auðvelt að mæta á Hlíðarenda,“ sagði Ásta og Mist greip inn í: „Valur er með tíu mörk skoruð! Næstminnst af öllum liðum!“ Besta deild kvenna Valur Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sjá meira
Eftir mikla velmegun síðastliðinn áratug eru Valskonur núna í sjöunda sæti Bestu deildarinnar með aðeins níu stig eftir níu leiki, tveimur stigum frá fallsæti en heilum þrettán frá toppliðunum Breiðabliki, FH og Þrótti. Kristján Guðmundsson og Matthías Guðmundsson tóku við Valsliðinu í vetur og þrátt fyrir að vera komnir með liðið í undanúrslit Mjólkurbikarsins er gengið í Bestu deildinni svo afleitt að staða þeirra hlýtur í það minnsta að vera til skoðunar, að mati sérfræðinga Bestu markanna. Umræðuna um Val má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Andlegt þrot Valskvenna Valur tapaði 2-1 á heimavelli gegn nýliðum Fram á sunnudaginn og þarf að vinna spútniklið FH á laugardaginn til þess að þurfa ekki að sitja í fallhluta deildarinnar allt EM-hléið, fram til 24. júlí. „Þær voru bara fínar í fyrri hálfleik, ekkert frábærar, en með yfirhöndina. Þær enduðu fyrri hálfleikinn sterkt. Fanndís með skot í stöng og svo áttu þær klárlega að fá víti. Eftir fyrri hálfleikinn var maður með þá tilfinningu að þær væru að fara að sigla þessu heim. Svo byrja þær seinni hálfleikinn illa og það er eins og þær brotni gjörsamlega andlega. Þær spila ítrekað frá sér í dauðafæri, sjálfar, og maður sér vonleysið í þeim öllum,“ sagði Mist. „Ótrúlega skrýtið að horfa á þetta“ Þess ber að geta að þó að Valur hafi látið sterka leikmenn fara í Katie Cousins og Berglindi Björg Þorvaldsdóttur þá eru til að mynda í liðinu tvær sem fara á EM í sumar, þær Natasha Anasi og Berglind Rós Ágústsdóttir, og svo Fanndís Friðriksdóttir og Elísa Viðarsdóttir sem voru afar nálægt því. „Þær eru í stökustu vandræðum allan seinni hálfleikinn, bara í að spila sig út. Þær finna engar lausnir. Engin svör. Sendingafeilar… Það er ótrúlegt að horfa á þetta,“ sagði Ásta Eir Árnadóttir sem er vön því að keppa um titla við Val með Breiðabliki. „Það er ótrúlega skrýtið að horfa á þetta. Liðið er í sjöunda sæti. Þetta er andlegt þrot, og eflaust líkamlegt líka. Þetta er mjög áhugavert. Þær eru að fá nýliða á sinn heimavöll. Það er ekkert auðvelt að mæta á Hlíðarenda,“ sagði Ásta og Mist greip inn í: „Valur er með tíu mörk skoruð! Næstminnst af öllum liðum!“
Besta deild kvenna Valur Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn