Ein bílferð jafngildi tuttugu þúsund mótorhjólaferðum Oddur Ævar Gunnarsson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 19. júní 2025 19:48 Bifhjólafólk fjölmennti á samstöðufund í Kópavogi fyrr í kvöld. Vísir Mótorhjólafólk mætti til samstöðufundar í kvöld vegna frumvarps fjármálaráðherra um kílómetragjald. Talsmaður bifhjólasamtakanna Sniglanna segist ekki skilja hvers vegna ráðherra hlusti ekki á málflutning samtakanna. Nýjustu breytingar efnahags- og viðskiptanefndar á frumvarpinu eru þær að mótorhjólaeigendur greiða sama kílómetragjald og eigendur bíla undir 3,5 tonnum. Formönnum bæði Rafbílasambands Íslands og Sniglanna, sem sendu inn umsögn, finnst lítið hafa verið tekið mark á sér. Þorgerður Guðmundsdóttir formaður Sniglanna var meðal þátttakenda á mótmælunum í kvöld. Hún segir að ekki hafi verið hlustað umsagnir samtakanna þegar breytingarnar voru gerðar. Félagið hafi sent inn umsögn í samráðsgátt vegna frumvarpsins en þeim enginn gaumur gefinn. Njáll Gunnlaugsson, varamaður í stjórn Sniglanna, tekur í sama streng. „Við skulum átta okkur á því að ein ferð á bíl jafngildir tuttugu þúsund ferðum á mótorhjóli, sama slit. Það sem við lögðum til, 1,7 króna, er samt eins og þrjú þúsund ferðir. Þannig að við erum til í að borga margfalt á við aðra en okkur finnst ekki vera hlustað á þessi rök og við skiljum það ekki. “ Fjármálaráðherra rökstuddi breytingarnar þannig að fyrsta gjaldbilið, sem nær til ökutækja allt að 3.500 kílóum verði ekki minnkað þar sem munurinn á sliti vega frá þeim sé óverulegur. Þá séu viðgerðir vegna slits ekki aðalútgjöldin til vegamála. Fleira þurfi að taka inn í reikninginn, svo sem kostnaður við að leggja veginn, sinna löggæslu og halda honum opnum yfir vetrartímann. Njáll gefur sem fyrr lítið fyrir þessi rök. „Okkur finnst þetta bara mjög skrítin umræða þegar við erum að reyna að koma með skynsamleg rök í þessu máli,“ segir Njáll og bætir við að samtökin muni halda áfram að mótmæla breytingunum. Kílómetragjald Bifhjól Skattar og tollar Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira
Nýjustu breytingar efnahags- og viðskiptanefndar á frumvarpinu eru þær að mótorhjólaeigendur greiða sama kílómetragjald og eigendur bíla undir 3,5 tonnum. Formönnum bæði Rafbílasambands Íslands og Sniglanna, sem sendu inn umsögn, finnst lítið hafa verið tekið mark á sér. Þorgerður Guðmundsdóttir formaður Sniglanna var meðal þátttakenda á mótmælunum í kvöld. Hún segir að ekki hafi verið hlustað umsagnir samtakanna þegar breytingarnar voru gerðar. Félagið hafi sent inn umsögn í samráðsgátt vegna frumvarpsins en þeim enginn gaumur gefinn. Njáll Gunnlaugsson, varamaður í stjórn Sniglanna, tekur í sama streng. „Við skulum átta okkur á því að ein ferð á bíl jafngildir tuttugu þúsund ferðum á mótorhjóli, sama slit. Það sem við lögðum til, 1,7 króna, er samt eins og þrjú þúsund ferðir. Þannig að við erum til í að borga margfalt á við aðra en okkur finnst ekki vera hlustað á þessi rök og við skiljum það ekki. “ Fjármálaráðherra rökstuddi breytingarnar þannig að fyrsta gjaldbilið, sem nær til ökutækja allt að 3.500 kílóum verði ekki minnkað þar sem munurinn á sliti vega frá þeim sé óverulegur. Þá séu viðgerðir vegna slits ekki aðalútgjöldin til vegamála. Fleira þurfi að taka inn í reikninginn, svo sem kostnaður við að leggja veginn, sinna löggæslu og halda honum opnum yfir vetrartímann. Njáll gefur sem fyrr lítið fyrir þessi rök. „Okkur finnst þetta bara mjög skrítin umræða þegar við erum að reyna að koma með skynsamleg rök í þessu máli,“ segir Njáll og bætir við að samtökin muni halda áfram að mótmæla breytingunum.
Kílómetragjald Bifhjól Skattar og tollar Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira