Bílstjóri ráðherra lagði ríkið Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 19. júní 2025 22:58 Íslenska ríkið skuldar bílstjóra ráðherra vangreiddar orlofsgreiðslur. Vísir/Vilhelm Maður sem starfaði sem bílstjóri ráðherra fær greidda rúma milljón króna vegna vangoldinna orlofsgreiðslna sem íslenska ríkinu bar að greiða honum á tæplega tveggja ára tímabili. Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis. Í dóminum er málið rakið, en bílstjórinn höfðaði mál gegn íslenska ríkinu í ágúst 2023 vegna þess að hann taldi sig eiga inni orlofsgreiðslur fyrir yfirvinnustundir sem hann vann frá og með 1. október 2021, þegar hann hóf störf sem bílstjóri ráðherra. Nokkrir fengu orlofsfé en aðrir ekki Við ráðningu hafi hann skrifað undir kjarasamning um mánaðarlaun og um fasta yfirvinnu. Í samkomulaginu hafi komið fram að öll yfirvinna væri innifalin í hinum tilgreindu kjörum. Fram kemur að bílstjórinn hafi sent yfirmanni sínum tölvupóst í júní 2022 eftir að borist hefði í tal að sumir bílstjórar Umbru, þjónustumiðstöðvar Stjórnarráðsins, hefðu fengið greitt orlofsfé á yfirvinnu en aðrir ekki. Þá væri misræmi í fjölda yfirvinnutíma sem síðan skilaði sér í mismun á orlofsfé. Bílstjórinn hafi bent á að í kjarasamningi félags starfsmanna stjórnarráðsins, hvar hann var félagi, væri ákvæði um 13,04 prósent orlofsfé á alla yfirvinnu og álagsgreiðslur. Hann hafi óskað eftir að málið yrði skoðað þar sem óheimilt er að semja um lakari kjör en kjarasamningur kveður á um. Yfirmaðurinn hjá Umbru hafi svarað póstinum á þann veg að sú breyting hafi verið gerð að hætt hefði verið að greiða orlof á fasta yfirvinnu hjá starfsfólki Stjórnarráðsins. Rúmu ári síðar hafi lögmaður bílstjórans sent yfirmanninum bréf þar sem þess var krafist að bílstjórinn fengi greitt orlof á yfirvinnu. Ekki hafi verið fallist á kröfuna. Ekki samið sérstaklega um orlofið Í málinu, sem rekið var fyrir héraðsdómi í fyrra, krafðist bílstjórinn 1.041.112 króna sem hann taldi vangoldnar orlofsgreiðslur. Hann byggði á grein í samkomulagi um breytingu og framlengingu á kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra við félag starfsmanna stjórnarráðsins, sem felur í sér fyrrnefnt ákvæði um orlofsgreiðslur. Íslenska ríkið krafðist sýknu á þeim grundvelli að bílstjórinn njóti greiðslu bæði taxtalauna og yfirvinnulauna sem greiðist alla mánuði ársins, þar með talið þegar hann er í orlofi og því án vinnuframlags. Í niðurstöðum héraðsdóms segir að fyrir liggi að í málinu var ekki samið sérstaklega um það við bílstjórann að orlofsfé yrði ekki greitt af yfirvinnu, líkt og dreifibréf fjármálaráðuneytisins frá 2006 kveður á um að þurfi að gera. Með vísan til dómaframkvæmdar og dreifibréfsins var það því niðurstaðan að íslenska ríkið verði að bera hallann af því að ekki var sérstaklega samið um að orlofsfé yrði ekki greitt af yfirvinnu. Því þyrfti að fallast á það með bílstjóranum að greiða hefði átt orlof á yfirvinnulaun hans. Hinar vangreiddu orlofsgreiðslur voru samkvæmt dóminum 42 til 48 þúsund krónur á mánuði í 23 mánuði og námu þannig í heildina um einni milljón og 41 þúsund krónum. Sem fyrr segir staðfesti Landsréttur dóm héraðsdóms um að íslenska ríkinu bæri að greiða bílstjóranum hinar vangreiddu orlofsgreiðslur. Þá segir í dómi Landsréttar að málskostnaður, ein milljón króna, skrifist jafnframt á íslenska ríkið. Bílar Kjaramál Dómsmál Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Sjá meira
Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis. Í dóminum er málið rakið, en bílstjórinn höfðaði mál gegn íslenska ríkinu í ágúst 2023 vegna þess að hann taldi sig eiga inni orlofsgreiðslur fyrir yfirvinnustundir sem hann vann frá og með 1. október 2021, þegar hann hóf störf sem bílstjóri ráðherra. Nokkrir fengu orlofsfé en aðrir ekki Við ráðningu hafi hann skrifað undir kjarasamning um mánaðarlaun og um fasta yfirvinnu. Í samkomulaginu hafi komið fram að öll yfirvinna væri innifalin í hinum tilgreindu kjörum. Fram kemur að bílstjórinn hafi sent yfirmanni sínum tölvupóst í júní 2022 eftir að borist hefði í tal að sumir bílstjórar Umbru, þjónustumiðstöðvar Stjórnarráðsins, hefðu fengið greitt orlofsfé á yfirvinnu en aðrir ekki. Þá væri misræmi í fjölda yfirvinnutíma sem síðan skilaði sér í mismun á orlofsfé. Bílstjórinn hafi bent á að í kjarasamningi félags starfsmanna stjórnarráðsins, hvar hann var félagi, væri ákvæði um 13,04 prósent orlofsfé á alla yfirvinnu og álagsgreiðslur. Hann hafi óskað eftir að málið yrði skoðað þar sem óheimilt er að semja um lakari kjör en kjarasamningur kveður á um. Yfirmaðurinn hjá Umbru hafi svarað póstinum á þann veg að sú breyting hafi verið gerð að hætt hefði verið að greiða orlof á fasta yfirvinnu hjá starfsfólki Stjórnarráðsins. Rúmu ári síðar hafi lögmaður bílstjórans sent yfirmanninum bréf þar sem þess var krafist að bílstjórinn fengi greitt orlof á yfirvinnu. Ekki hafi verið fallist á kröfuna. Ekki samið sérstaklega um orlofið Í málinu, sem rekið var fyrir héraðsdómi í fyrra, krafðist bílstjórinn 1.041.112 króna sem hann taldi vangoldnar orlofsgreiðslur. Hann byggði á grein í samkomulagi um breytingu og framlengingu á kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra við félag starfsmanna stjórnarráðsins, sem felur í sér fyrrnefnt ákvæði um orlofsgreiðslur. Íslenska ríkið krafðist sýknu á þeim grundvelli að bílstjórinn njóti greiðslu bæði taxtalauna og yfirvinnulauna sem greiðist alla mánuði ársins, þar með talið þegar hann er í orlofi og því án vinnuframlags. Í niðurstöðum héraðsdóms segir að fyrir liggi að í málinu var ekki samið sérstaklega um það við bílstjórann að orlofsfé yrði ekki greitt af yfirvinnu, líkt og dreifibréf fjármálaráðuneytisins frá 2006 kveður á um að þurfi að gera. Með vísan til dómaframkvæmdar og dreifibréfsins var það því niðurstaðan að íslenska ríkið verði að bera hallann af því að ekki var sérstaklega samið um að orlofsfé yrði ekki greitt af yfirvinnu. Því þyrfti að fallast á það með bílstjóranum að greiða hefði átt orlof á yfirvinnulaun hans. Hinar vangreiddu orlofsgreiðslur voru samkvæmt dóminum 42 til 48 þúsund krónur á mánuði í 23 mánuði og námu þannig í heildina um einni milljón og 41 þúsund krónum. Sem fyrr segir staðfesti Landsréttur dóm héraðsdóms um að íslenska ríkinu bæri að greiða bílstjóranum hinar vangreiddu orlofsgreiðslur. Þá segir í dómi Landsréttar að málskostnaður, ein milljón króna, skrifist jafnframt á íslenska ríkið.
Bílar Kjaramál Dómsmál Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Sjá meira