Átök Arnars og Óskars hófust í yngri flokkum: Dramatík í úrslitum á Akureyri Sindri Sverrisson skrifar 20. júní 2025 11:04 Arnar Gunnlaugsson og Óskar Hrafn Þorvaldsson eru ekki keppinautar í dag. Arnar stýrir íslenska landsliðinu, með son Óskars sem fyrirliða, og Óskar stýrir KR í Bestu deildinni. Samsett/Getty/Diego Átökin sem voru fyrir allra augum á árunum 2020-23, á milli fótboltaþjálfaranna Arnars Gunnlaugssonar og Óskars Hrafns Þorvaldssonar, teygja sig í raun mun lengra aftur en flestir gera sér grein fyrir. Þeir mættust til að mynda í sögufrægum úrslitaleik Íslandsmótsins í 3. flokki, á Akureyri árið 1989. Um þetta er fjallað í næstsíðasta þætti nýrrar seríu af Návígi, hlaðvarpsþáttum úr smiðju Gunnlaugs Jónssonar sem urðu til við vinnslu sjónvarpsþáttanna A&B um tvíburana Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni. Umræðuna og líflegar lýsingar á því sem gerðist í úrslitaleiknum má heyra í þættinum hér að neðan, eftir 6:10 mínútur. Óskar, Arnar og Bjarki eru jafnaldrar, fæddir 1973, og öttu kappi í yngri flokkum. Óskar var í fremstu víglínu KR í 3. flokki, með nánasta félaga Bjarka í umboðsmennskunni í dag, Magnús Agnar Magnússon, sér til fulltingis. Í liði ÍA voru menn sem áttu eftir að spila tugi landsleikja og sem atvinnumenn um árabil, eins og Arnar, Bjarki og varnarmaðurinn Lárus Orri Sigurðsson. „Í þessum yngri flokkum voru þetta meiriháttar skemmtilegir leikir við Skagann. Ég held að í þessum árgangi hafi þessi tvö lið verið bestu liðin en það verður að segjast eins og er að það varð nú töluvert meira úr leikmönnunum í Skagaliðinu heldur en KR-liðinu,“ segir Óskar Hrafn sem þó náði að spila þrjá A-landsleiki og sem atvinnumaður í Noregi áður en hann lagði skóna á hilluna. Sonur hans, Orri, er þegar kominn með 16 A-landsleiki og sjö mörk en hann var einmitt gerður að fyrirliða landsliðsins af Arnari og er skjólstæðingur Magnúsar Agnars og Bjarka. „Óskar var bara framherji. Markamaskína eins og sonur hans. Við spiluðum kannski frekar einfaldan fótbolta. Sparkað langt og ég var stór svo ég gat skallað boltann og treysti því að Óskar myndi hirða boltann, stinga alla af og skora. Það var einfalt,“ rifjar Magnús Agnar upp. Höfðu betur eftir að Óskar hafði stækkað Lárus Orri fór fyrir vörn Skagaliðsins og er forvitnilegt að heyra þá Óskar rifja upp átökin sín á milli, sem jöfnuðust eftir því sem Óskar tók út líkamlegan þroska. „Hann gekk helvíti vasklega fram við að taka á mér, og hafði nú yfirleitt betur þangað til kannski í þessum úrslitaleik ´89 þegar ég loksins mannaði mig upp, hafði stækkað aðeins og tók aðeins á honum,“ sagði Óskar sem kom KR í 4-0 snemma í seinni hálfleik, í afar óvæntum sigri KR-inga í úrslitaleiknum. Bjarki og Lárus Orri nefndu báðir í þættinum hve mikið formsatriði það átti að vera fyrir ÍA að vinna leikinn við KR og verða Íslandsmeistari. Formaður ÍA fór sérstaka ferð til Akureyrar til að vera viðstaddur sigurinn en úr varð sneypuför. „Það sem pirraði mig og Arnar mest var að það var ákveðið að úrslitaleikurinn yrði klukkan 11 um morguninn og spilaður á Þórsvellinum, á meðan leikurinn um 3. sætið var hálftvö á Akureyrarvelli. Á þeim tíma var Akureyrarvöllur bara Wembley. Þetta fór óendanlega í taugarnar á okkur,“ sagði Bjarki. Óvæntar hetjur: Held að hann hafi ekki verið búinn að skora á æfingu í átta ár Í úrslitaleiknum stigu fram óvæntar hetjur hjá KR og skoruðu draumamörk, miðað við lýsingar manna, þar á meðal Jón Páll Leifsson sem sagði: „Við fórum með mildilegar væntingar inn í þennan úrslitaleik. Þjálfarinn okkar, Haraldur Haraldsson, mikill toppmaður, deildi þessum væntingum með okkur. Ég man sérstaklega eftir því að hann sagði fyrir leikinn: „Strákar, ég er mjög stoltur af ykkur. Þið eruð komnir í þennan úrslitaleik en ég ætlast ekki til að þið vinnið hann. Ef þið gerið það þá verð ég hins vegar ofsalega glaður.““ „Það hittist þannig á að flestir af okkur spiluðu toppleik og margir af þeim áttu slakan leik, því á pappírunum hefðum við sennilega aldrei átt að eiga möguleika. Við gerum út um þennan leik í fyrri hálfleik og skorum þrjú mörk,“ sagði Óskar. „Þessir gaurar sem að skoruðu í þessum leik… þú veist ekki einu sinni hverjir þetta eru en allir skoruðu þeir upp í skeytin,“ sagði Bjarki og Óskar var sammála: „Það voru ólíklegustu menn að skora. Jón Páll Leifsson skoraði fyrsta markið. Ég held að hann hafi ekki verið búinn að skora á æfingu í átta ár á undan. Þetta er það sem menn rifja upp þegar ´73-árgangurinn í KR hittist, hversu fallegt eða sorglegt sem það er,“ sagði Óskar en nánari lýsingar má heyra í þættinum hér að ofan. Hægt er að hlusta á alla þætti annarrar seríu Návígis á Tal.is með því að smella hér. Návígi Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Sjá meira
Um þetta er fjallað í næstsíðasta þætti nýrrar seríu af Návígi, hlaðvarpsþáttum úr smiðju Gunnlaugs Jónssonar sem urðu til við vinnslu sjónvarpsþáttanna A&B um tvíburana Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni. Umræðuna og líflegar lýsingar á því sem gerðist í úrslitaleiknum má heyra í þættinum hér að neðan, eftir 6:10 mínútur. Óskar, Arnar og Bjarki eru jafnaldrar, fæddir 1973, og öttu kappi í yngri flokkum. Óskar var í fremstu víglínu KR í 3. flokki, með nánasta félaga Bjarka í umboðsmennskunni í dag, Magnús Agnar Magnússon, sér til fulltingis. Í liði ÍA voru menn sem áttu eftir að spila tugi landsleikja og sem atvinnumenn um árabil, eins og Arnar, Bjarki og varnarmaðurinn Lárus Orri Sigurðsson. „Í þessum yngri flokkum voru þetta meiriháttar skemmtilegir leikir við Skagann. Ég held að í þessum árgangi hafi þessi tvö lið verið bestu liðin en það verður að segjast eins og er að það varð nú töluvert meira úr leikmönnunum í Skagaliðinu heldur en KR-liðinu,“ segir Óskar Hrafn sem þó náði að spila þrjá A-landsleiki og sem atvinnumaður í Noregi áður en hann lagði skóna á hilluna. Sonur hans, Orri, er þegar kominn með 16 A-landsleiki og sjö mörk en hann var einmitt gerður að fyrirliða landsliðsins af Arnari og er skjólstæðingur Magnúsar Agnars og Bjarka. „Óskar var bara framherji. Markamaskína eins og sonur hans. Við spiluðum kannski frekar einfaldan fótbolta. Sparkað langt og ég var stór svo ég gat skallað boltann og treysti því að Óskar myndi hirða boltann, stinga alla af og skora. Það var einfalt,“ rifjar Magnús Agnar upp. Höfðu betur eftir að Óskar hafði stækkað Lárus Orri fór fyrir vörn Skagaliðsins og er forvitnilegt að heyra þá Óskar rifja upp átökin sín á milli, sem jöfnuðust eftir því sem Óskar tók út líkamlegan þroska. „Hann gekk helvíti vasklega fram við að taka á mér, og hafði nú yfirleitt betur þangað til kannski í þessum úrslitaleik ´89 þegar ég loksins mannaði mig upp, hafði stækkað aðeins og tók aðeins á honum,“ sagði Óskar sem kom KR í 4-0 snemma í seinni hálfleik, í afar óvæntum sigri KR-inga í úrslitaleiknum. Bjarki og Lárus Orri nefndu báðir í þættinum hve mikið formsatriði það átti að vera fyrir ÍA að vinna leikinn við KR og verða Íslandsmeistari. Formaður ÍA fór sérstaka ferð til Akureyrar til að vera viðstaddur sigurinn en úr varð sneypuför. „Það sem pirraði mig og Arnar mest var að það var ákveðið að úrslitaleikurinn yrði klukkan 11 um morguninn og spilaður á Þórsvellinum, á meðan leikurinn um 3. sætið var hálftvö á Akureyrarvelli. Á þeim tíma var Akureyrarvöllur bara Wembley. Þetta fór óendanlega í taugarnar á okkur,“ sagði Bjarki. Óvæntar hetjur: Held að hann hafi ekki verið búinn að skora á æfingu í átta ár Í úrslitaleiknum stigu fram óvæntar hetjur hjá KR og skoruðu draumamörk, miðað við lýsingar manna, þar á meðal Jón Páll Leifsson sem sagði: „Við fórum með mildilegar væntingar inn í þennan úrslitaleik. Þjálfarinn okkar, Haraldur Haraldsson, mikill toppmaður, deildi þessum væntingum með okkur. Ég man sérstaklega eftir því að hann sagði fyrir leikinn: „Strákar, ég er mjög stoltur af ykkur. Þið eruð komnir í þennan úrslitaleik en ég ætlast ekki til að þið vinnið hann. Ef þið gerið það þá verð ég hins vegar ofsalega glaður.““ „Það hittist þannig á að flestir af okkur spiluðu toppleik og margir af þeim áttu slakan leik, því á pappírunum hefðum við sennilega aldrei átt að eiga möguleika. Við gerum út um þennan leik í fyrri hálfleik og skorum þrjú mörk,“ sagði Óskar. „Þessir gaurar sem að skoruðu í þessum leik… þú veist ekki einu sinni hverjir þetta eru en allir skoruðu þeir upp í skeytin,“ sagði Bjarki og Óskar var sammála: „Það voru ólíklegustu menn að skora. Jón Páll Leifsson skoraði fyrsta markið. Ég held að hann hafi ekki verið búinn að skora á æfingu í átta ár á undan. Þetta er það sem menn rifja upp þegar ´73-árgangurinn í KR hittist, hversu fallegt eða sorglegt sem það er,“ sagði Óskar en nánari lýsingar má heyra í þættinum hér að ofan. Hægt er að hlusta á alla þætti annarrar seríu Návígis á Tal.is með því að smella hér.
Návígi Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Sjá meira