Íhugaði að koma ekki heim: „Þarf að berjast fyrir mínu sæti í liðinu“ Aron Guðmundsson skrifar 21. júní 2025 08:01 Damir Muminovic er mættur aftur í græna hluta Kópavogs og framundan seinni hluti tímabilsins með Breiðabliki Vísir/Ívar Fannar Eftir ævintýramennsku í Singapúrsku deildinni er Damir Muminovic aftur orðinn leikmaður Breiðabliks. Hann er spenntur fyrir því að spila aftur fyrir framan stuðningsmenn Blika en býst ekki við því að geta gengið að sæti í byrjunarliði liðsins sem vísu. Hálfs árs dvöl Damirs hjá liði DPMM í Brúnei hefur runnið sitt skeið, þar uppfyllti hann ævintýraþrá sína en fjarveran frá konu og börnum reyndist honum strembin. „Það var erfitt, ég skal viðurkenna það. Ég heyrði í þeim á morgnanna eða á kvöldin þegar að ég var að fara sofa. Það var það aðallega sem kallaði í mann að koma heim. Lífið var mjög einmanalegt þarna. Ég fór bara í kaffi með strákunum á morgnanna og beið svo eftir æfingu, smá golf líka. Ég spilaði gott golf þegar að ég var einn en þetta var mjög einmanalegt.“ Var aldrei að fara neitt annað en í Breiðablik Damir er því mættur aftur í græna hluta Kópavogs þar sem að hann hefur gert garðinn frægan og í tvígang orðið Íslandsmeistari, nú síðast í fyrra en það var möguleiki fyrir hann að vera áfram úti. „Það var möguleiki og jú ég íhugaði það alveg alvarlega en ákvað fyrir nokkrum dögum síðan að semja við Breiðablik í staðin og vera heima með fjölskyldunni.“ Damir er afar vel liðinn hjá stuðningsmönnum Breiðabliks. Hér fagnar hann með stuðningsmönnum á Víkingsvelli eftir að Blikar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn á síðasta ári.VÍSIR/VILHELM Lá kannski beinast við fyrst þú varst að snúa aftur heim að mæta þá aftur í Breiðablik en voru einhver önnur lið hér heima á höttunum eftir þér? „Nei engin og ég get alveg verið hreinskilinn með að ég væri aldrei að fara í neitt annað lið en Breiðablik væri ég að snúa aftur heim.“ Damir fær ekki leikheimild með Blikum fyrr en eftir að félagskiptaglugginn opnar að nýju í næsta mánuði en hann iðar af spennu yfir því að spila aftur á Kópavogsvelli „Ég er bara með fiðring núna að standa hérna og tala við þig. Ég get ekki beðið eftir því að spila hérna fyrir framan stuðningsmennina aftur.“ Damir hefur haft ýmsu að fagna í grænu treyjunni.Vísir/Hulda Margrét En nú hefur gengið vel hjá Breiðabliki upp á síðkastið. Býstu við að geta bara labbað inn í byrjunarliðið? „Nei auðvitað ekki. Ég þarf bara að berjast fyrir mínu sæti í þessu liði. Þetta er drullu gott lið og alveg sama hver hefur spilað þarna í hafsentinum, þeir eru búnir að standa sig vel. Ég þarf að berjast fyrir mínu sæti í liðinu.“ Damir skrifaði undir samning út árið við Breiðablik en hvað svo? „Við erum bara að hugsa það þannig, út árið. Svo setjumst við niður þegar nær dregur lokum þessa árs og förum yfir stöðuna.“ Þannig að það er ekki eins og þetta tímabil sé þitt síðasta? „Nei ég er alls ekki hættur.“ Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Hálfs árs dvöl Damirs hjá liði DPMM í Brúnei hefur runnið sitt skeið, þar uppfyllti hann ævintýraþrá sína en fjarveran frá konu og börnum reyndist honum strembin. „Það var erfitt, ég skal viðurkenna það. Ég heyrði í þeim á morgnanna eða á kvöldin þegar að ég var að fara sofa. Það var það aðallega sem kallaði í mann að koma heim. Lífið var mjög einmanalegt þarna. Ég fór bara í kaffi með strákunum á morgnanna og beið svo eftir æfingu, smá golf líka. Ég spilaði gott golf þegar að ég var einn en þetta var mjög einmanalegt.“ Var aldrei að fara neitt annað en í Breiðablik Damir er því mættur aftur í græna hluta Kópavogs þar sem að hann hefur gert garðinn frægan og í tvígang orðið Íslandsmeistari, nú síðast í fyrra en það var möguleiki fyrir hann að vera áfram úti. „Það var möguleiki og jú ég íhugaði það alveg alvarlega en ákvað fyrir nokkrum dögum síðan að semja við Breiðablik í staðin og vera heima með fjölskyldunni.“ Damir er afar vel liðinn hjá stuðningsmönnum Breiðabliks. Hér fagnar hann með stuðningsmönnum á Víkingsvelli eftir að Blikar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn á síðasta ári.VÍSIR/VILHELM Lá kannski beinast við fyrst þú varst að snúa aftur heim að mæta þá aftur í Breiðablik en voru einhver önnur lið hér heima á höttunum eftir þér? „Nei engin og ég get alveg verið hreinskilinn með að ég væri aldrei að fara í neitt annað lið en Breiðablik væri ég að snúa aftur heim.“ Damir fær ekki leikheimild með Blikum fyrr en eftir að félagskiptaglugginn opnar að nýju í næsta mánuði en hann iðar af spennu yfir því að spila aftur á Kópavogsvelli „Ég er bara með fiðring núna að standa hérna og tala við þig. Ég get ekki beðið eftir því að spila hérna fyrir framan stuðningsmennina aftur.“ Damir hefur haft ýmsu að fagna í grænu treyjunni.Vísir/Hulda Margrét En nú hefur gengið vel hjá Breiðabliki upp á síðkastið. Býstu við að geta bara labbað inn í byrjunarliðið? „Nei auðvitað ekki. Ég þarf bara að berjast fyrir mínu sæti í þessu liði. Þetta er drullu gott lið og alveg sama hver hefur spilað þarna í hafsentinum, þeir eru búnir að standa sig vel. Ég þarf að berjast fyrir mínu sæti í liðinu.“ Damir skrifaði undir samning út árið við Breiðablik en hvað svo? „Við erum bara að hugsa það þannig, út árið. Svo setjumst við niður þegar nær dregur lokum þessa árs og förum yfir stöðuna.“ Þannig að það er ekki eins og þetta tímabil sé þitt síðasta? „Nei ég er alls ekki hættur.“
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira