Sjáðu þegar Ægir fékk faðmlag frá Messi sem skoraði svo Sindri Sverrisson skrifar 21. júní 2025 11:32 Ægir Þór var eðlilega í skýjunum eftir að hafa faðmað Lionel Messi í gær. Skjáskot/@hopewithhulda Gianni Infantino, forseti FIFA, er á meðal þeirra sem deilt hafa hjartnæmu myndskeiði af því þegar hinn 13 ára gamli Ægir Þór Sævarsson og fótboltagoðið Lionel Messi hittust og föðmuðust í gær. Myndbandið má sjá hér að neðan en Messi kom til Ægis rétt áður en hann gekk inn á Mercedes Benz leikvanginn í Atlanta, fyrir leik Inter Miami við Porto á HM félagsliða. Faðmlagið frá unga Hornfirðingnum virtist hafa góð áhrif á Messi sem skoraði sigurmark Inter Miami úr aukaspyrnu. View this post on Instagram A post shared by Gianni Infantino - FIFA President (@gianni_infantino) Ægir greindist ungur með sjaldgæfan og ólæknandi vöðvarýrnunarsjúkdóm sem nefnist Duchenne. Hulda Björk Svansdóttir, móðir Ægis, lýsir því á samfélagsmiðlum hvernig draumur hans frá unga aldri hafi í gær ræst með því að hitta Messi. Þessi mögulega besti fótboltamaður sögunnar gaf Ægi eiginhandaráritun á argentínsku landsliðstreyjuna sem hann klæddist og svo föðmuðust þeir. „Þetta er dagur sem við munum geyma í hjörtum okkar að eilífu,“ skrifaði Hulda Björk með myndbandinu. „Við upplifðum nokkuð ógleymanlegt – sannkallaða töfrastund. Þökk sé ótrúlega góðum og örlátum sálum þá fékk Ægir að hitta hetjuna sína, Lionel Messi – eitthvað sem hann hefur dreymt um síðan hann var fimm ára. Ægir dreymdi um það sem ungur strákur að verða fótboltamaður. En lífið var með aðrar áætlanir. Þegar maður er foreldri barns með sjaldgæfan sjúkdóm þá hafa svona augnablik enn meiri þýðingu. Þau verða að heilagri stund,“ skrifaði Hulda Björk sem mun aldrei gleyma gleðisvipnum á Ægi eftir að hafa hitt sjálfan Messi. Infantino var sömuleiðis heillaður af augnablikinu: „Það hlýjar manni svo sannarlega um hjartarætur að sjá svona. Gleðin í andliti hans er alveg einstök,“ skrifaði forseti FIFA og óskaði Ægi og Huldu alls hins besta. HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Fleiri fréttir Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Sjá meira
Myndbandið má sjá hér að neðan en Messi kom til Ægis rétt áður en hann gekk inn á Mercedes Benz leikvanginn í Atlanta, fyrir leik Inter Miami við Porto á HM félagsliða. Faðmlagið frá unga Hornfirðingnum virtist hafa góð áhrif á Messi sem skoraði sigurmark Inter Miami úr aukaspyrnu. View this post on Instagram A post shared by Gianni Infantino - FIFA President (@gianni_infantino) Ægir greindist ungur með sjaldgæfan og ólæknandi vöðvarýrnunarsjúkdóm sem nefnist Duchenne. Hulda Björk Svansdóttir, móðir Ægis, lýsir því á samfélagsmiðlum hvernig draumur hans frá unga aldri hafi í gær ræst með því að hitta Messi. Þessi mögulega besti fótboltamaður sögunnar gaf Ægi eiginhandaráritun á argentínsku landsliðstreyjuna sem hann klæddist og svo föðmuðust þeir. „Þetta er dagur sem við munum geyma í hjörtum okkar að eilífu,“ skrifaði Hulda Björk með myndbandinu. „Við upplifðum nokkuð ógleymanlegt – sannkallaða töfrastund. Þökk sé ótrúlega góðum og örlátum sálum þá fékk Ægir að hitta hetjuna sína, Lionel Messi – eitthvað sem hann hefur dreymt um síðan hann var fimm ára. Ægir dreymdi um það sem ungur strákur að verða fótboltamaður. En lífið var með aðrar áætlanir. Þegar maður er foreldri barns með sjaldgæfan sjúkdóm þá hafa svona augnablik enn meiri þýðingu. Þau verða að heilagri stund,“ skrifaði Hulda Björk sem mun aldrei gleyma gleðisvipnum á Ægi eftir að hafa hitt sjálfan Messi. Infantino var sömuleiðis heillaður af augnablikinu: „Það hlýjar manni svo sannarlega um hjartarætur að sjá svona. Gleðin í andliti hans er alveg einstök,“ skrifaði forseti FIFA og óskaði Ægi og Huldu alls hins besta.
HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Fleiri fréttir Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Sjá meira