Fékk símtal á fimmtudaginn og komst að samkomulagi sólarhring síðar Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. júní 2025 14:01 Lárus Orri var ekki lengi að bregðast við þegar kallið kom frá uppeldisfélaginu ÍA. vísir / sigurjón Lárus Orri Sigurðsson var ráðinn þjálfari ÍA í gær eftir fremur stuttar samningaviðræður við stjórnarmenn félagsins. Hann tekur við uppeldisliðinu í erfiðri stöðu, á ærið verkefni fyrir höndum þar og segir blendnar tilfinningar fylgja því að kveðja samstarfsfélaga í Stúkunni. „Þetta kom þannig til að ég fékk símtal frá stjórnarmönnum á Akranesi á fimmtudagskvöldið, svo gekk þetta nokkuð hratt fyrir sig og sólarhring síðar komust við að samkomulagi, svo skrifaði ég undir á laugardag“ sagði Lárus í samtali við íþróttadeild. Erfitt gengi en öflugur leikmannahópur ÍA er í neðsta sæti deildarinnar með aðeins níu stig og átta töp eftir ellefu umferðir. „Það er búið að ganga erfiðlega, en það er mjög öflugur leikmannahópur þarna og öflugt starfsfólk í kringum þetta allt saman, þannig að vonandi náum við að bæta úr genginu“ sagði Lárus sem mun þó ekki standa á hliðarlínunni í leik kvöldsins gegn Stjörnunni. Hann ætlar að fylgjast með úr stúkunni og leyfa aðstoðarþjálfaranum Dean Martin að stýra leiknum sem hann hefur undirbúið alla vikuna. Albert enn að jafna sig Lárus tekur svo við að fullu hjá ÍA frá og með morgundeginum, og kveður á sama tíma starf sitt sem sérfræðingur Stúkunnar, umfjöllunarþáttar Bestu deildarinnar á Sýn Sport. „Það eru alveg blendnar tilfinningar. Búið að vera mjög gaman að starfa í Stúkunni, frábært fólk í kringum þetta og búið að vera mjög gaman undanfarin ár. Ég hlakka mikið til að horfa á þáttinn.“ Lárus hefur starfað sem sérfræðingur Stúkunnar og átt sérlega skemmtilegt samstarf með Alberti Brynjari Ingasyni.sýn sport / stúkan Átti Albert Brynjar, þinn besti vinur, erfitt með þetta? „Mjög svo, hann er ekki búinn að jafna sig ennþá. Ég held að hann sé bara heima að sleikja sárin“ sagði Lárus léttur að lokum. Nánar verður rætt við Lárus í Sportpakka Sýnar að loknum kvöldfréttum. Leikur ÍA og Stjörnunnar er svo í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland klukkan korter yfir sjö. Besta deild karla ÍA Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira
„Þetta kom þannig til að ég fékk símtal frá stjórnarmönnum á Akranesi á fimmtudagskvöldið, svo gekk þetta nokkuð hratt fyrir sig og sólarhring síðar komust við að samkomulagi, svo skrifaði ég undir á laugardag“ sagði Lárus í samtali við íþróttadeild. Erfitt gengi en öflugur leikmannahópur ÍA er í neðsta sæti deildarinnar með aðeins níu stig og átta töp eftir ellefu umferðir. „Það er búið að ganga erfiðlega, en það er mjög öflugur leikmannahópur þarna og öflugt starfsfólk í kringum þetta allt saman, þannig að vonandi náum við að bæta úr genginu“ sagði Lárus sem mun þó ekki standa á hliðarlínunni í leik kvöldsins gegn Stjörnunni. Hann ætlar að fylgjast með úr stúkunni og leyfa aðstoðarþjálfaranum Dean Martin að stýra leiknum sem hann hefur undirbúið alla vikuna. Albert enn að jafna sig Lárus tekur svo við að fullu hjá ÍA frá og með morgundeginum, og kveður á sama tíma starf sitt sem sérfræðingur Stúkunnar, umfjöllunarþáttar Bestu deildarinnar á Sýn Sport. „Það eru alveg blendnar tilfinningar. Búið að vera mjög gaman að starfa í Stúkunni, frábært fólk í kringum þetta og búið að vera mjög gaman undanfarin ár. Ég hlakka mikið til að horfa á þáttinn.“ Lárus hefur starfað sem sérfræðingur Stúkunnar og átt sérlega skemmtilegt samstarf með Alberti Brynjari Ingasyni.sýn sport / stúkan Átti Albert Brynjar, þinn besti vinur, erfitt með þetta? „Mjög svo, hann er ekki búinn að jafna sig ennþá. Ég held að hann sé bara heima að sleikja sárin“ sagði Lárus léttur að lokum. Nánar verður rætt við Lárus í Sportpakka Sýnar að loknum kvöldfréttum. Leikur ÍA og Stjörnunnar er svo í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland klukkan korter yfir sjö.
Besta deild karla ÍA Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira