Þegar stjórnvöld úðuðu efnum yfir almenning Atli Ísleifsson skrifar 23. júní 2025 09:01 Samsæriskenningin um að stjórnvöld séu í leyni að úða eitruðum efnum yfir almenning úr flugvélumá sér enga vísindalega stoð en sprettur þó ekki alveg upp úr engu. Getty Í nýlegum þætti hlaðvarpsins Skuggavaldið köfuðu prófessorarnir Hulda Þórisdóttir og Eiríkur Bergmann ofan í samsæriskenninguna um að stjórnvöld séu í leyni að úða eitruðum efnum yfir almenning úr flugvélum. Þó að þessi tiltekna kenning eigi sér enga vísindalega stoð, þá sprettur hún ekki alveg upp úr engu. Grunsemdirnar eiga sér nefnilega raunverulega og ansi uggvekjandi forsögu. Raunveruleg dæmi um úðanir Til eru fjölmörg söguleg dæmi um að yfirvöld, bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi, hafi staðið fyrir raunverulegum og oft mjög umdeildum úðunartilraunum, bæði yfir eigin borgara og óbreytta borgara annarra landa. Agent Orange: Úðun yfir Víetnam. Þekktasta dæmið er án efa „Agent Orange“, eiturefni sem Bandaríkjaher úðaði yfir skóga og ræktarlönd í Víetnamstríðinu til að fjarlægja skjól og matvæli andstæðingsins. Um 75 milljónum lítra af efninu var dreift úr flugvélum og þyrlum. Eitrið appelsínugula inniheldur díoxín, sem hefur verið tengt við krabbamein, fæðingargalla og alvarlega taugasjúkdóma. Áhrif Agent Orange eru enn sýnileg í Víetnam í dag og þúsundir hermanna og borgara urðu fyrir varanlegum skaða. Project Popeye: „Make mud, not war“, var önnur aðgerð Bandaríkjahers í Víetnam stríðinu. Þá var silfurjoði úðað úr flugvélum í ský yfir Laos og Kambódíu til að framkalla úrkomu og breyta veðrinu með það að markmiði að gera birgðaleiðir óvinarins ófærar vegna aurbleytu. Aðgerðin var háleynileg og þegar upp komst um hana nokkrum árum síðar varð uppi fótur og fit komst upp árið 1971 og varð til þess and komið var á alþjóðlegum sáttmála um bann búð notkun veðurstýringar í stríðum, sem Bandaríkin undirrituðu ásamt fjölda þjóða. Úðanir yfir eigin borgara Bandaríkjamenn undanskildu ekki eigin borgara í úðunargleði sinni. Á 6. áratugnum stóðu þeir fyrir aðgerð sem nefnd var „Operation LAC“ (Large Area Coverage), þar sem efni á borð við sink-kadmín súlfíð var úðað yfir þéttbýli í Bandaríkjunum, meðal annars yfir Texas og Minnesota, til að kanna hvernig agnir dreifðust í lofti. Þó efnin væru sögð skaðlaus er það umdeilt að svo hafi verið fyrir alla, t.d. fólk með viðkvæma heilsu og það lagðist ekki vel í borgarana að herinn hefði bara „gleymt“ að segja borgurunum frá. Bretar í leynilegum tilraunum. Bretar létu ekki sitt eftir liggja. Frá 1940 til 1979 framkvæmdi breska varnarmálaráðuneytið yfir 200 leynilegar tilraunir þar sem efnum og bakteríum var sleppt úr lofti yfir almenning. Þetta átti að undirbúa varnarsvörun gegn sýklahernaði. En fólkið á götum London, í Dorset og víðar vissi auðvitað ekkert hvað var í gangi. Sumum efnanna var úðað af bílum, öðrum úr flugvélum, jafnvel af herskipum við ströndina. Já, þetta hljómar eins og úr bíómynd. Stjórnmálafræðingarnir Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir eru umsjónarmenn Skuggavaldsins.Vísir/Vilhelm Munurinn á raunverulegum tilraunum og efnaslóðum. Þessar staðfestu sögur gætu hljómað eins og sönnun fyrir kenningum um efnaslóða en það er mikilvægt að greina þarna á milli. Í öllum þessum tilvikum voru til skjöl, vitnisburðir, opinber viðurkenning á því sem fór úrskeiðis. Kenningin um eitraða efnaslóða aftan úr flugvélum, byggir ekki á neinu slíku. Engin gögn, engar mælingar, engin trúverðug frásögn. Það er því ekki úr lausu lofti gripið þegar fólk efast, en það þýðir ekki að allar skýringar séu réttar. Og hvítar rákir eftir flugvélar eru enn þá bara ískristallar. Skuggavaldið kafar í málið Í nýjasta þætti Skuggavaldsins skoða Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir þessar sögulegu tilraunir og setja þær í samhengi við samsæriskenninguna um efnaslóða. Þátturinn er þegar kominn í loftið – og við lofum að það sem við úðum út í andrúmsloftið eru einungis staðreyndir og sögur sem standast skoðun. Hlusta má á nýjasta þáttinn af Skuggavaldinu í spilaranum að neðan. Skuggavaldið Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Lífið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Nældi sér í einn umdeildan Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Fleiri fréttir Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Sjá meira
Raunveruleg dæmi um úðanir Til eru fjölmörg söguleg dæmi um að yfirvöld, bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi, hafi staðið fyrir raunverulegum og oft mjög umdeildum úðunartilraunum, bæði yfir eigin borgara og óbreytta borgara annarra landa. Agent Orange: Úðun yfir Víetnam. Þekktasta dæmið er án efa „Agent Orange“, eiturefni sem Bandaríkjaher úðaði yfir skóga og ræktarlönd í Víetnamstríðinu til að fjarlægja skjól og matvæli andstæðingsins. Um 75 milljónum lítra af efninu var dreift úr flugvélum og þyrlum. Eitrið appelsínugula inniheldur díoxín, sem hefur verið tengt við krabbamein, fæðingargalla og alvarlega taugasjúkdóma. Áhrif Agent Orange eru enn sýnileg í Víetnam í dag og þúsundir hermanna og borgara urðu fyrir varanlegum skaða. Project Popeye: „Make mud, not war“, var önnur aðgerð Bandaríkjahers í Víetnam stríðinu. Þá var silfurjoði úðað úr flugvélum í ský yfir Laos og Kambódíu til að framkalla úrkomu og breyta veðrinu með það að markmiði að gera birgðaleiðir óvinarins ófærar vegna aurbleytu. Aðgerðin var háleynileg og þegar upp komst um hana nokkrum árum síðar varð uppi fótur og fit komst upp árið 1971 og varð til þess and komið var á alþjóðlegum sáttmála um bann búð notkun veðurstýringar í stríðum, sem Bandaríkin undirrituðu ásamt fjölda þjóða. Úðanir yfir eigin borgara Bandaríkjamenn undanskildu ekki eigin borgara í úðunargleði sinni. Á 6. áratugnum stóðu þeir fyrir aðgerð sem nefnd var „Operation LAC“ (Large Area Coverage), þar sem efni á borð við sink-kadmín súlfíð var úðað yfir þéttbýli í Bandaríkjunum, meðal annars yfir Texas og Minnesota, til að kanna hvernig agnir dreifðust í lofti. Þó efnin væru sögð skaðlaus er það umdeilt að svo hafi verið fyrir alla, t.d. fólk með viðkvæma heilsu og það lagðist ekki vel í borgarana að herinn hefði bara „gleymt“ að segja borgurunum frá. Bretar í leynilegum tilraunum. Bretar létu ekki sitt eftir liggja. Frá 1940 til 1979 framkvæmdi breska varnarmálaráðuneytið yfir 200 leynilegar tilraunir þar sem efnum og bakteríum var sleppt úr lofti yfir almenning. Þetta átti að undirbúa varnarsvörun gegn sýklahernaði. En fólkið á götum London, í Dorset og víðar vissi auðvitað ekkert hvað var í gangi. Sumum efnanna var úðað af bílum, öðrum úr flugvélum, jafnvel af herskipum við ströndina. Já, þetta hljómar eins og úr bíómynd. Stjórnmálafræðingarnir Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir eru umsjónarmenn Skuggavaldsins.Vísir/Vilhelm Munurinn á raunverulegum tilraunum og efnaslóðum. Þessar staðfestu sögur gætu hljómað eins og sönnun fyrir kenningum um efnaslóða en það er mikilvægt að greina þarna á milli. Í öllum þessum tilvikum voru til skjöl, vitnisburðir, opinber viðurkenning á því sem fór úrskeiðis. Kenningin um eitraða efnaslóða aftan úr flugvélum, byggir ekki á neinu slíku. Engin gögn, engar mælingar, engin trúverðug frásögn. Það er því ekki úr lausu lofti gripið þegar fólk efast, en það þýðir ekki að allar skýringar séu réttar. Og hvítar rákir eftir flugvélar eru enn þá bara ískristallar. Skuggavaldið kafar í málið Í nýjasta þætti Skuggavaldsins skoða Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir þessar sögulegu tilraunir og setja þær í samhengi við samsæriskenninguna um efnaslóða. Þátturinn er þegar kominn í loftið – og við lofum að það sem við úðum út í andrúmsloftið eru einungis staðreyndir og sögur sem standast skoðun. Hlusta má á nýjasta þáttinn af Skuggavaldinu í spilaranum að neðan.
Skuggavaldið Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Lífið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Nældi sér í einn umdeildan Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Fleiri fréttir Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Sjá meira
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist