Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ Aron Guðmundsson skrifar 24. júní 2025 15:01 Lárus Orri er nýráðinn þjálfari ÍA. vísir / sigurjón Baldur Sigurðsson, sérfræðingur í Stúkunni, furðaði sig á fjarveru nýráðins þjálfara ÍA, Lárusar Orra Sigurðssonar í leik Skagamanna gegn Stjörnunni um síðastliðna helgi sem tapaðist 3-0. Ef að Lárus, sem var sérfræðingur í Stúkunni áður, hefði verið í setti hefði hann spurt sig hvaða kjaftæði væri í gangi. ÍA greindi frá ráðningu Lárusar Orra út yfirstandandi tíambil á laugardagsmorgni og tekur hann við stjórnartaumunum af Jóni Þóri Haukssyni. ÍA, sem vermir botnsæti Bestu deildarinnar átti leik á heimavelli gegn Stjörnunni rúmum sólarhring seinna en í stað þess að vera á hliðarlínunni í þeim leik sat Lárus Orri hjá og Dean Martin aðstoðarþjálfari, sem var einnig aðstoðarþjálfari í tíð Jóns Þórs, stýrði liði ÍA. „Af hverju tók Lárus Orri ekki bara þennan leik?“ spurði Baldur í Stúkunni. „Mér finnst þetta bara vera leikur sem fór í súginn. Möguleg þrjú stig. Það er tilkynnt um ráðningu hans á laugardagsmorgni. Ég er hundrað prósent viss um að ef Lárus Orri hefði setið hérna þá hefði hann sagt: „Hvaða kjaftæði er þetta?“ Klippa: Lárus hefði sagt „Hvaða kjaftæði er þetta?“ „Þú ert mættur þarna á laugardagsmorgni, taktu bara æfingu með liðinu og vertu með leikinn. Berðu lífi í strákana og fáðu þá strax inn. Það er kannski bara það eina sem þarf, smá ferskleika. Mér finnst þetta skrítið,“ sagði Baldur og spurði félaga sína í settinu hvort það væri bara honum sem þætti þetta skrítið. „Nei nei,“ svaraði Ólafur Kristjánsson og hélt svo áfram. „Stjórn knattspyrnudeildar ÍA tekur þá ákvörðun að Jón Þór eigi að hætta. Dean Martin er búinn að vera með honum og tekur leikinn gegn Stjörnunni. Það má alveg ræða það af hverju Lárus Orri tók ekki leikinn. Þurftu leikmennirnir kannski, fyrst að þessi ákvörðun var tekin, að fá nýju röddina bara inn strax þannig að það væri farið inn í þennan leik með hreint blað. Það er ekki mikið sem þjálfari getur gert á þessum litla tíma en kannski bara það að fá hann inn í klefann, og vera röddin í klefanum fyrir þennan leik, hefði kannski geta gert eitthvað. En nú sitjum við eftir leik og þessa niðurstöðu að ræða um þetta. Það er aldrei nein ein leið rétt í þessu en þetta er vissulega punktur sem má velta upp og ræða.“ Nánari umræðu í Stúkunni um komandi þjálfaratíð Lárusar Orra með lið ÍA má sjá hér fyrir ofan. Stúkan Besta deild karla ÍA Tengdar fréttir Fékk símtal á fimmtudaginn og komst að samkomulagi sólarhring síðar Lárus Orri Sigurðsson var ráðinn þjálfari ÍA í gær eftir fremur stuttar samningaviðræður við stjórnarmenn félagsins. Hann tekur við uppeldisliðinu í erfiðri stöðu, á ærið verkefni fyrir höndum þar og segir blendnar tilfinningar fylgja því að kveðja samstarfsfélaga í Stúkunni. 22. júní 2025 14:01 Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
ÍA greindi frá ráðningu Lárusar Orra út yfirstandandi tíambil á laugardagsmorgni og tekur hann við stjórnartaumunum af Jóni Þóri Haukssyni. ÍA, sem vermir botnsæti Bestu deildarinnar átti leik á heimavelli gegn Stjörnunni rúmum sólarhring seinna en í stað þess að vera á hliðarlínunni í þeim leik sat Lárus Orri hjá og Dean Martin aðstoðarþjálfari, sem var einnig aðstoðarþjálfari í tíð Jóns Þórs, stýrði liði ÍA. „Af hverju tók Lárus Orri ekki bara þennan leik?“ spurði Baldur í Stúkunni. „Mér finnst þetta bara vera leikur sem fór í súginn. Möguleg þrjú stig. Það er tilkynnt um ráðningu hans á laugardagsmorgni. Ég er hundrað prósent viss um að ef Lárus Orri hefði setið hérna þá hefði hann sagt: „Hvaða kjaftæði er þetta?“ Klippa: Lárus hefði sagt „Hvaða kjaftæði er þetta?“ „Þú ert mættur þarna á laugardagsmorgni, taktu bara æfingu með liðinu og vertu með leikinn. Berðu lífi í strákana og fáðu þá strax inn. Það er kannski bara það eina sem þarf, smá ferskleika. Mér finnst þetta skrítið,“ sagði Baldur og spurði félaga sína í settinu hvort það væri bara honum sem þætti þetta skrítið. „Nei nei,“ svaraði Ólafur Kristjánsson og hélt svo áfram. „Stjórn knattspyrnudeildar ÍA tekur þá ákvörðun að Jón Þór eigi að hætta. Dean Martin er búinn að vera með honum og tekur leikinn gegn Stjörnunni. Það má alveg ræða það af hverju Lárus Orri tók ekki leikinn. Þurftu leikmennirnir kannski, fyrst að þessi ákvörðun var tekin, að fá nýju röddina bara inn strax þannig að það væri farið inn í þennan leik með hreint blað. Það er ekki mikið sem þjálfari getur gert á þessum litla tíma en kannski bara það að fá hann inn í klefann, og vera röddin í klefanum fyrir þennan leik, hefði kannski geta gert eitthvað. En nú sitjum við eftir leik og þessa niðurstöðu að ræða um þetta. Það er aldrei nein ein leið rétt í þessu en þetta er vissulega punktur sem má velta upp og ræða.“ Nánari umræðu í Stúkunni um komandi þjálfaratíð Lárusar Orra með lið ÍA má sjá hér fyrir ofan.
Stúkan Besta deild karla ÍA Tengdar fréttir Fékk símtal á fimmtudaginn og komst að samkomulagi sólarhring síðar Lárus Orri Sigurðsson var ráðinn þjálfari ÍA í gær eftir fremur stuttar samningaviðræður við stjórnarmenn félagsins. Hann tekur við uppeldisliðinu í erfiðri stöðu, á ærið verkefni fyrir höndum þar og segir blendnar tilfinningar fylgja því að kveðja samstarfsfélaga í Stúkunni. 22. júní 2025 14:01 Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Fékk símtal á fimmtudaginn og komst að samkomulagi sólarhring síðar Lárus Orri Sigurðsson var ráðinn þjálfari ÍA í gær eftir fremur stuttar samningaviðræður við stjórnarmenn félagsins. Hann tekur við uppeldisliðinu í erfiðri stöðu, á ærið verkefni fyrir höndum þar og segir blendnar tilfinningar fylgja því að kveðja samstarfsfélaga í Stúkunni. 22. júní 2025 14:01