Tíu Þjóðhátíðarráð Arons Mola: „Ekki fara í tjörnina “ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 25. júní 2025 09:13 Aron Mola er á leiðinni á sína elleftu Þjóðhátíð í Eyjum. Leikarinn Aron Már Ólafsson, betur þekktur sem Aron Mola, er á leið á sína elleftu Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. Aron var gestastjórnandi í morgunþættinum Brennslan á FM957 fyrr í vikunni þar sem hann deildi tíu ráðum um hvað skal gera og hvað ekki til þess að njóta hátíðarinnar sem best. Aron þekkir hátíðina eins og lófann á sér og byggir listann á eigin reynslu. Hér eru hans bestu „do’s and don’ts,“ beint úr dalnum. Hlutir sem þú átt að gera á Þjóðhátíð Taktu bátinn yfir á föstudegi, helst fyrir hádegi „Bestu bátarnir fara á milli klukkan 10 og 12. Ef veðrið er gott þá jafnast fátt á við þá ferð.“ Hafðu regnföt með þér – þau eru lykilatriði „Þú situr oft í grasinu og það er nánast alltaf smá bleyta eftir nóttina.“ Farðu í hvítu tjöldin – en með leyfi „Það er auðvelt að fá leyfi, svo lengi sem þú sýnir kurteisi og virðingu. Dyrnar eru opnar þeim sem kunna að haga sér. Síðan hjálpar líka til að kunna tvö, þrjú góð lög á gítar.“ Drekktu steinefni„Drekktu nóg af steinefnum, það hjálpar við að halda vökvajafnvægi.“ Borðaðu reglulega „Mundu að fá þér þrjár máltíðir á dag. Ekki gleyma að fá eitthvað í mallann – fólk fer oft beint í bjórinn, sem endar með lítilli orku, svefni og prjóni. Það eru margir góðir staðir til að borða á svæðinu.“ Mættu á Lundann á laugardeginum! „Þessi viðburður er ómissandi hluti af hátíðinni.“ Hlutir sem þú átt alls ekki að gera Ekki prjóna yfir þig á föstudeginum „Ef þú ert oft drukkinn á föstudeginum endar það oft illa. Endar oft með því að þú ert leiðinlegur við vini þína.“ Ekki fara í tjörnina – sama hversu góð hugmynd það virðist„Það virðist góð hugmynd í augnablikinu – en þú sérð eftir því daginn eftir. Það gerist á hverju ári. Þetta er ömurleg pæling daginn eftir.“ Ekki pissa í brekkuna „En ef þú getur ekki annað farðu þá alveg efst upp að hliðunum og leystu málið þar.“ Ekki fara á hopphjól „Ef þú dettur og meiðir þig, þá er hátíðin sem þú ert búinn að bíða eftir allt sumarið bara búin fyrir þig. Labbaðu í fimmtán mínútur frekar en að taka hopp í fimm.“ Ekki mæta mökkaður í brekkusönginn „Það er allt í lagi að vera aðeins kenndur. Þú átt samt að vera með á nótunum þegar hann byrjar.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Þjóðhátíð í Eyjum FM957 Mest lesið Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menning „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Lífið Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Leikjavísir Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Lífið Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Lífið Kalklitir og Slippfélagið mála framtíðina saman Lífið samstarf Fleiri fréttir Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Sjá meira
Aron þekkir hátíðina eins og lófann á sér og byggir listann á eigin reynslu. Hér eru hans bestu „do’s and don’ts,“ beint úr dalnum. Hlutir sem þú átt að gera á Þjóðhátíð Taktu bátinn yfir á föstudegi, helst fyrir hádegi „Bestu bátarnir fara á milli klukkan 10 og 12. Ef veðrið er gott þá jafnast fátt á við þá ferð.“ Hafðu regnföt með þér – þau eru lykilatriði „Þú situr oft í grasinu og það er nánast alltaf smá bleyta eftir nóttina.“ Farðu í hvítu tjöldin – en með leyfi „Það er auðvelt að fá leyfi, svo lengi sem þú sýnir kurteisi og virðingu. Dyrnar eru opnar þeim sem kunna að haga sér. Síðan hjálpar líka til að kunna tvö, þrjú góð lög á gítar.“ Drekktu steinefni„Drekktu nóg af steinefnum, það hjálpar við að halda vökvajafnvægi.“ Borðaðu reglulega „Mundu að fá þér þrjár máltíðir á dag. Ekki gleyma að fá eitthvað í mallann – fólk fer oft beint í bjórinn, sem endar með lítilli orku, svefni og prjóni. Það eru margir góðir staðir til að borða á svæðinu.“ Mættu á Lundann á laugardeginum! „Þessi viðburður er ómissandi hluti af hátíðinni.“ Hlutir sem þú átt alls ekki að gera Ekki prjóna yfir þig á föstudeginum „Ef þú ert oft drukkinn á föstudeginum endar það oft illa. Endar oft með því að þú ert leiðinlegur við vini þína.“ Ekki fara í tjörnina – sama hversu góð hugmynd það virðist„Það virðist góð hugmynd í augnablikinu – en þú sérð eftir því daginn eftir. Það gerist á hverju ári. Þetta er ömurleg pæling daginn eftir.“ Ekki pissa í brekkuna „En ef þú getur ekki annað farðu þá alveg efst upp að hliðunum og leystu málið þar.“ Ekki fara á hopphjól „Ef þú dettur og meiðir þig, þá er hátíðin sem þú ert búinn að bíða eftir allt sumarið bara búin fyrir þig. Labbaðu í fimmtán mínútur frekar en að taka hopp í fimm.“ Ekki mæta mökkaður í brekkusönginn „Það er allt í lagi að vera aðeins kenndur. Þú átt samt að vera með á nótunum þegar hann byrjar.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Þjóðhátíð í Eyjum FM957 Mest lesið Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menning „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Lífið Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Leikjavísir Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Lífið Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Lífið Kalklitir og Slippfélagið mála framtíðina saman Lífið samstarf Fleiri fréttir Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Sjá meira