Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Sindri Sverrisson skrifar 25. júní 2025 14:45 Óli Mittún er markahæstur á HM U21-landsliða með 47 mörk í 5 leikjum. IHF Færeyingar eru einum sigri frá því að spila um verðlaun á HM U21-landsliða karla í handbolta. Gullkynslóðin þeirra sló út eina allra stærstu handboltaþjóðina, Frakka. Þjálfari Færeyinga kom með sínar skýringar á ótrúlegum árangri frænda okkar Íslendinga. Alþjóða handknattleikssambandið fjallar um árangur Færeyja á heimasíðu sinni í dag og bendir á að í Frakklandi, sem tapaði 28-27 gegn Færeyjum á mótinu, séu yfir 600.000 iðkendur í handbolta á meðan að færeyska þjóðin telji samtals um 54.000 manns. Engu að síður eru Óli Mittún og félagar í U21-landsliðinu komnir í 8-liða úrslit, rétt eins og þeir hafa gert á tveimur fyrri heimsmeistaramótum í yngri flokkum. Ef þeir vinna Slóveníu á morgun komast þeir í undanúrslit og munu spila um verðlaun. „Handbolti er þjóðaríþrótt í Færeyjum,“ segir Hjalti Mohr Jacobsen, þjálfari færeyska U21-landsliðsins, við IHF. Hið sama má nú segja um handboltann á Íslandi en íslenska liðið missti hins vegar naumlega af því að komast upp úr sínum riðli á HM, eftir að hafa þó gert jafntefli við Færeyjar þar sem jöfnunarmark Færeyinga kom úr víti á síðustu sekúndu. Framtak foreldra og sambandsins Hjalti segir grunninn að árangri Færeyinga felast í aðstöðunni heima fyrir. Íþróttahallirnar séu alltaf opnar fyrir krakkana til að leika sér og þar verji þeir löngum stundum. „Þetta snýst um að hafa gaman. Við erum með mörg mörk í höllunum. Krakkarnir eru bara að spila handbolta. Við hugsum um hvern einasta leikmann. Við megum ekki við því að velja einhverja úr. Við þurfum alla leikmenn sem við getum fengið og veitum þeim góð tækifæri. Þannig verða svona lið til,“ sagði Hjalti. Bæði A-landslið karla og kvenna í Færeyjum hafa nú komist í fyrsta sinn á stórmót, og þeim fylgt þúsundir stuðningsmanna, eftir að árangur yngri landsliða hafði ýtt mjög undir handboltaæði þjóðarinnar. Þar skemmdi ekki fyrir að hafa unnið Danmörku á EM U20-landsliða árið 2022 en það var fyrsti sigur færeysks landsliðs á dönsku landsliði, í nokkurri liðsíþrótt. „Þetta byrjaði fyrir svona tíu árum. Það tóku nokkrir foreldrar sig til og létu alla strákana, hvaðanæva af landinu, æfa saman. Síðan fór handboltasambandið af stað með sína uppbyggingu. Það hefur bara margt gott fólk verið að taka frábærar ákvarðanir,“ sagði Hjalti. Handbolti Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Dagskráin: Big Ben, taplaus lið mætast og Skiptiborðið missir ekki af neinu Sport „Ég elska að vera í Njarðvík“ Sport Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Handbolti Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Fótbolti Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Sjá meira
Alþjóða handknattleikssambandið fjallar um árangur Færeyja á heimasíðu sinni í dag og bendir á að í Frakklandi, sem tapaði 28-27 gegn Færeyjum á mótinu, séu yfir 600.000 iðkendur í handbolta á meðan að færeyska þjóðin telji samtals um 54.000 manns. Engu að síður eru Óli Mittún og félagar í U21-landsliðinu komnir í 8-liða úrslit, rétt eins og þeir hafa gert á tveimur fyrri heimsmeistaramótum í yngri flokkum. Ef þeir vinna Slóveníu á morgun komast þeir í undanúrslit og munu spila um verðlaun. „Handbolti er þjóðaríþrótt í Færeyjum,“ segir Hjalti Mohr Jacobsen, þjálfari færeyska U21-landsliðsins, við IHF. Hið sama má nú segja um handboltann á Íslandi en íslenska liðið missti hins vegar naumlega af því að komast upp úr sínum riðli á HM, eftir að hafa þó gert jafntefli við Færeyjar þar sem jöfnunarmark Færeyinga kom úr víti á síðustu sekúndu. Framtak foreldra og sambandsins Hjalti segir grunninn að árangri Færeyinga felast í aðstöðunni heima fyrir. Íþróttahallirnar séu alltaf opnar fyrir krakkana til að leika sér og þar verji þeir löngum stundum. „Þetta snýst um að hafa gaman. Við erum með mörg mörk í höllunum. Krakkarnir eru bara að spila handbolta. Við hugsum um hvern einasta leikmann. Við megum ekki við því að velja einhverja úr. Við þurfum alla leikmenn sem við getum fengið og veitum þeim góð tækifæri. Þannig verða svona lið til,“ sagði Hjalti. Bæði A-landslið karla og kvenna í Færeyjum hafa nú komist í fyrsta sinn á stórmót, og þeim fylgt þúsundir stuðningsmanna, eftir að árangur yngri landsliða hafði ýtt mjög undir handboltaæði þjóðarinnar. Þar skemmdi ekki fyrir að hafa unnið Danmörku á EM U20-landsliða árið 2022 en það var fyrsti sigur færeysks landsliðs á dönsku landsliði, í nokkurri liðsíþrótt. „Þetta byrjaði fyrir svona tíu árum. Það tóku nokkrir foreldrar sig til og létu alla strákana, hvaðanæva af landinu, æfa saman. Síðan fór handboltasambandið af stað með sína uppbyggingu. Það hefur bara margt gott fólk verið að taka frábærar ákvarðanir,“ sagði Hjalti.
Handbolti Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Dagskráin: Big Ben, taplaus lið mætast og Skiptiborðið missir ekki af neinu Sport „Ég elska að vera í Njarðvík“ Sport Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Handbolti Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Fótbolti Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Sjá meira