Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Sindri Sverrisson skrifar 25. júní 2025 14:45 Óli Mittún er markahæstur á HM U21-landsliða með 47 mörk í 5 leikjum. IHF Færeyingar eru einum sigri frá því að spila um verðlaun á HM U21-landsliða karla í handbolta. Gullkynslóðin þeirra sló út eina allra stærstu handboltaþjóðina, Frakka. Þjálfari Færeyinga kom með sínar skýringar á ótrúlegum árangri frænda okkar Íslendinga. Alþjóða handknattleikssambandið fjallar um árangur Færeyja á heimasíðu sinni í dag og bendir á að í Frakklandi, sem tapaði 28-27 gegn Færeyjum á mótinu, séu yfir 600.000 iðkendur í handbolta á meðan að færeyska þjóðin telji samtals um 54.000 manns. Engu að síður eru Óli Mittún og félagar í U21-landsliðinu komnir í 8-liða úrslit, rétt eins og þeir hafa gert á tveimur fyrri heimsmeistaramótum í yngri flokkum. Ef þeir vinna Slóveníu á morgun komast þeir í undanúrslit og munu spila um verðlaun. „Handbolti er þjóðaríþrótt í Færeyjum,“ segir Hjalti Mohr Jacobsen, þjálfari færeyska U21-landsliðsins, við IHF. Hið sama má nú segja um handboltann á Íslandi en íslenska liðið missti hins vegar naumlega af því að komast upp úr sínum riðli á HM, eftir að hafa þó gert jafntefli við Færeyjar þar sem jöfnunarmark Færeyinga kom úr víti á síðustu sekúndu. Framtak foreldra og sambandsins Hjalti segir grunninn að árangri Færeyinga felast í aðstöðunni heima fyrir. Íþróttahallirnar séu alltaf opnar fyrir krakkana til að leika sér og þar verji þeir löngum stundum. „Þetta snýst um að hafa gaman. Við erum með mörg mörk í höllunum. Krakkarnir eru bara að spila handbolta. Við hugsum um hvern einasta leikmann. Við megum ekki við því að velja einhverja úr. Við þurfum alla leikmenn sem við getum fengið og veitum þeim góð tækifæri. Þannig verða svona lið til,“ sagði Hjalti. Bæði A-landslið karla og kvenna í Færeyjum hafa nú komist í fyrsta sinn á stórmót, og þeim fylgt þúsundir stuðningsmanna, eftir að árangur yngri landsliða hafði ýtt mjög undir handboltaæði þjóðarinnar. Þar skemmdi ekki fyrir að hafa unnið Danmörku á EM U20-landsliða árið 2022 en það var fyrsti sigur færeysks landsliðs á dönsku landsliði, í nokkurri liðsíþrótt. „Þetta byrjaði fyrir svona tíu árum. Það tóku nokkrir foreldrar sig til og létu alla strákana, hvaðanæva af landinu, æfa saman. Síðan fór handboltasambandið af stað með sína uppbyggingu. Það hefur bara margt gott fólk verið að taka frábærar ákvarðanir,“ sagði Hjalti. Handbolti Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Fleiri fréttir „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Sjá meira
Alþjóða handknattleikssambandið fjallar um árangur Færeyja á heimasíðu sinni í dag og bendir á að í Frakklandi, sem tapaði 28-27 gegn Færeyjum á mótinu, séu yfir 600.000 iðkendur í handbolta á meðan að færeyska þjóðin telji samtals um 54.000 manns. Engu að síður eru Óli Mittún og félagar í U21-landsliðinu komnir í 8-liða úrslit, rétt eins og þeir hafa gert á tveimur fyrri heimsmeistaramótum í yngri flokkum. Ef þeir vinna Slóveníu á morgun komast þeir í undanúrslit og munu spila um verðlaun. „Handbolti er þjóðaríþrótt í Færeyjum,“ segir Hjalti Mohr Jacobsen, þjálfari færeyska U21-landsliðsins, við IHF. Hið sama má nú segja um handboltann á Íslandi en íslenska liðið missti hins vegar naumlega af því að komast upp úr sínum riðli á HM, eftir að hafa þó gert jafntefli við Færeyjar þar sem jöfnunarmark Færeyinga kom úr víti á síðustu sekúndu. Framtak foreldra og sambandsins Hjalti segir grunninn að árangri Færeyinga felast í aðstöðunni heima fyrir. Íþróttahallirnar séu alltaf opnar fyrir krakkana til að leika sér og þar verji þeir löngum stundum. „Þetta snýst um að hafa gaman. Við erum með mörg mörk í höllunum. Krakkarnir eru bara að spila handbolta. Við hugsum um hvern einasta leikmann. Við megum ekki við því að velja einhverja úr. Við þurfum alla leikmenn sem við getum fengið og veitum þeim góð tækifæri. Þannig verða svona lið til,“ sagði Hjalti. Bæði A-landslið karla og kvenna í Færeyjum hafa nú komist í fyrsta sinn á stórmót, og þeim fylgt þúsundir stuðningsmanna, eftir að árangur yngri landsliða hafði ýtt mjög undir handboltaæði þjóðarinnar. Þar skemmdi ekki fyrir að hafa unnið Danmörku á EM U20-landsliða árið 2022 en það var fyrsti sigur færeysks landsliðs á dönsku landsliði, í nokkurri liðsíþrótt. „Þetta byrjaði fyrir svona tíu árum. Það tóku nokkrir foreldrar sig til og létu alla strákana, hvaðanæva af landinu, æfa saman. Síðan fór handboltasambandið af stað með sína uppbyggingu. Það hefur bara margt gott fólk verið að taka frábærar ákvarðanir,“ sagði Hjalti.
Handbolti Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Fleiri fréttir „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Sjá meira