Lögðu grunninn að „sterkara, sanngjarnara og banvænna“ NATO Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2025 14:50 „Fjölskyldumynd“ af leiðtogum Atlantshafsbandalagsríkjanna á fundinum í Haag. AP/Sean Kilpatrick/The Canadian Press Leiðtogar Atlantshafsbandalagsríkjanna samþykktu að stórauka hernaðarútgjöld sín næsta áratuginn og ítrekuðu samstöðu sína gagnvart vaxandi ógn úr austri á fundi þeirra í Haag í dag. Framkvæmdastjóri bandalagsins segir það leggja grunn að „sterkara, sanngjarnara og banvænna“ NATO. Lokayfirlýsing aðildarríkjanna 32 kveður á um að bandalagsríkin verji fimm prósent af vergri landsframleiðslu sinni á ári í varnar- og öryggismál fyrir árið 2035. Bandaríkjastjórn hefur um áratugaskeið þrýst á Evrópuríki að verja meira fé til eigin varna. „Saman hafa bandamennirnir lagt grunninn að sterkara, sanngjarnara og banvænna NATO. Þetta mun verða risastökk áfram í sameiginlegum vörnum okkar,“ sagði Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, þegar yfirlýsing fundarins var samþykkt. Þá væru aðildarríkin „óhagganleg“ í samstöðu sinni um gagnkvæmar öryggistryggingar sem kveðið er á um í stofnsáttmála bandalagsins. Bandaríkjaforseti hefur ítrekað skapað vafa um hvort að undir stjórn hans muni Bandaríkin standa við sínar skuldbindingar í þeim efnum. Fara aftur til varnarútgjalda kaldastríðsáranna Samstaðan um útgjaldaaukninguna var þó ekki alger. Spænsk stjórnvöld höfðu þegar lýst því yfir að þau gætu ekki náð fimm prósenta markmiðinu, Belgar eru hikandi og Slóvakar sömuleiðis. Íslensk stjórnvöld segjast stefna á að verja 1,5 prósent af landsframleiðslu á ári í öryggis- og varnarmál og segja almennan skilning á því á meðal bandalagsríkjanna. Innspýtingin í öryggis- og varnarmál er ekki síst knúin áfram af ótta Evrópuríkja við það að stjórnvöld í Kreml snúi stríðsvél sinni lengra til vesturs eftir að hún hefur lokið sér af í Úkraínu. Eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst árið 2022 samþykkti NATO-ríkin að verja tveimur prósentum af landsframleiðslu sinni á ári til hernaðarmála. Í fyrra stefndi í að 22 ríki næðu því markmiði en til samanburðar voru ríkin aðeins þrjú fyrir tíu árum. Alexander Stubb, forseti Finnlands.AP/Matthias Schrader Alexander Stubb, forseti Finnlands, sagði að með ákvörðun leiðtogafundarins í dag yrðu útgjöld Evrópuríkja til varnarmála sambærileg við þau sem tíðkuðust í kalda stríðinu. Það væri sigur fyrir bæði Bandaríkjaforseta og Evrópuríki. „Við verðum nú vitni að fæðingu nýs NATO, sem þýðir NATO í betra jafnvægi,“ sagði Stubb. Leggja meiri áherslu á eigin varnir vegna Rússlands og Bandaríkjanna Óháð kröfum Bandaríkjastjórnar um að Evrópuríki verji meira fé til eigin varna hafa þau stigið stór skref að undanförnu í að endurnýja vopnabúr sín og varnargetu. Evrópusambandið stefnir þannig að því að aðildarríkin leggi um 800 milljarða evra í að styrkja varnarinnviði sína fyrir árið 2030. Það samþykkti einnig nýlega að stofna 150 milljarða evra sjóð til þess að lána aðildarríkjum fyrir sameiginlegum varnarverkefnum. Þó að ógnin af Rússum sé meginástæða þessarar auknu áherslu á varnir Evrópu spilar óttinn við að Bandaríkin undir stjórn núverandi forseta annað hvort dragi sig út úr NATO eða standi ekki við skuldbindingar sínar gagnvart því. Sá ótti stigmagnaðist eftir uppákomu í vetur þar sem Bandaríkjastjórn stöðvaði tímabundið hernaðaraðstoð við Úkraínu í kjölfar hitafundar forsetans og varaforsetans með Volodýmýr Selenskíj, forseta Úkraínu, í Hvíta húsinu í lok febrúar. Evrópuríki hafa lagt mikla áherslu á að styðja Úkraínumenn í að hrinda innrás Rússa en Bandaríkjastjórn hefur sýnt takmarkaðan áhuga á því eftir stjórnarskipti vestanhafs í janúar. NATO Holland Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Telur engan vafa um að Bandaríkin verji bandamenn sína Framkvæmdastjóri NATO segir það „algerlega ljóst“ að Bandaríkin standi við skuldbindingar sínar um að koma bandamönnum sínum til varnar þrátt fyrir að Bandaríkjaforseti hafi ekki viljað taka af tvímæli um það. Leiðtogafundur bandalagsins heldur áfram í dag þar sem aðildarríki ætla að samþykkja að stórauka varnarútgjöld sín. 25. júní 2025 10:55 Hafnar tillögu um að verja fimm prósentum í varnamál Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, hefur hafnað tillögu NATO um að framlög aðildarríkja til varnarmála verði hækkuð í fimm prósent af vergri landsframleiðslu. Hann segist vilja sveigjanlegri formúlu og að slík markmið séu ekki aðeins ósanngjörn heldur hafi þau einnig þveröfug áhrif. 20. júní 2025 08:15 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Lokayfirlýsing aðildarríkjanna 32 kveður á um að bandalagsríkin verji fimm prósent af vergri landsframleiðslu sinni á ári í varnar- og öryggismál fyrir árið 2035. Bandaríkjastjórn hefur um áratugaskeið þrýst á Evrópuríki að verja meira fé til eigin varna. „Saman hafa bandamennirnir lagt grunninn að sterkara, sanngjarnara og banvænna NATO. Þetta mun verða risastökk áfram í sameiginlegum vörnum okkar,“ sagði Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, þegar yfirlýsing fundarins var samþykkt. Þá væru aðildarríkin „óhagganleg“ í samstöðu sinni um gagnkvæmar öryggistryggingar sem kveðið er á um í stofnsáttmála bandalagsins. Bandaríkjaforseti hefur ítrekað skapað vafa um hvort að undir stjórn hans muni Bandaríkin standa við sínar skuldbindingar í þeim efnum. Fara aftur til varnarútgjalda kaldastríðsáranna Samstaðan um útgjaldaaukninguna var þó ekki alger. Spænsk stjórnvöld höfðu þegar lýst því yfir að þau gætu ekki náð fimm prósenta markmiðinu, Belgar eru hikandi og Slóvakar sömuleiðis. Íslensk stjórnvöld segjast stefna á að verja 1,5 prósent af landsframleiðslu á ári í öryggis- og varnarmál og segja almennan skilning á því á meðal bandalagsríkjanna. Innspýtingin í öryggis- og varnarmál er ekki síst knúin áfram af ótta Evrópuríkja við það að stjórnvöld í Kreml snúi stríðsvél sinni lengra til vesturs eftir að hún hefur lokið sér af í Úkraínu. Eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst árið 2022 samþykkti NATO-ríkin að verja tveimur prósentum af landsframleiðslu sinni á ári til hernaðarmála. Í fyrra stefndi í að 22 ríki næðu því markmiði en til samanburðar voru ríkin aðeins þrjú fyrir tíu árum. Alexander Stubb, forseti Finnlands.AP/Matthias Schrader Alexander Stubb, forseti Finnlands, sagði að með ákvörðun leiðtogafundarins í dag yrðu útgjöld Evrópuríkja til varnarmála sambærileg við þau sem tíðkuðust í kalda stríðinu. Það væri sigur fyrir bæði Bandaríkjaforseta og Evrópuríki. „Við verðum nú vitni að fæðingu nýs NATO, sem þýðir NATO í betra jafnvægi,“ sagði Stubb. Leggja meiri áherslu á eigin varnir vegna Rússlands og Bandaríkjanna Óháð kröfum Bandaríkjastjórnar um að Evrópuríki verji meira fé til eigin varna hafa þau stigið stór skref að undanförnu í að endurnýja vopnabúr sín og varnargetu. Evrópusambandið stefnir þannig að því að aðildarríkin leggi um 800 milljarða evra í að styrkja varnarinnviði sína fyrir árið 2030. Það samþykkti einnig nýlega að stofna 150 milljarða evra sjóð til þess að lána aðildarríkjum fyrir sameiginlegum varnarverkefnum. Þó að ógnin af Rússum sé meginástæða þessarar auknu áherslu á varnir Evrópu spilar óttinn við að Bandaríkin undir stjórn núverandi forseta annað hvort dragi sig út úr NATO eða standi ekki við skuldbindingar sínar gagnvart því. Sá ótti stigmagnaðist eftir uppákomu í vetur þar sem Bandaríkjastjórn stöðvaði tímabundið hernaðaraðstoð við Úkraínu í kjölfar hitafundar forsetans og varaforsetans með Volodýmýr Selenskíj, forseta Úkraínu, í Hvíta húsinu í lok febrúar. Evrópuríki hafa lagt mikla áherslu á að styðja Úkraínumenn í að hrinda innrás Rússa en Bandaríkjastjórn hefur sýnt takmarkaðan áhuga á því eftir stjórnarskipti vestanhafs í janúar.
NATO Holland Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Telur engan vafa um að Bandaríkin verji bandamenn sína Framkvæmdastjóri NATO segir það „algerlega ljóst“ að Bandaríkin standi við skuldbindingar sínar um að koma bandamönnum sínum til varnar þrátt fyrir að Bandaríkjaforseti hafi ekki viljað taka af tvímæli um það. Leiðtogafundur bandalagsins heldur áfram í dag þar sem aðildarríki ætla að samþykkja að stórauka varnarútgjöld sín. 25. júní 2025 10:55 Hafnar tillögu um að verja fimm prósentum í varnamál Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, hefur hafnað tillögu NATO um að framlög aðildarríkja til varnarmála verði hækkuð í fimm prósent af vergri landsframleiðslu. Hann segist vilja sveigjanlegri formúlu og að slík markmið séu ekki aðeins ósanngjörn heldur hafi þau einnig þveröfug áhrif. 20. júní 2025 08:15 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Telur engan vafa um að Bandaríkin verji bandamenn sína Framkvæmdastjóri NATO segir það „algerlega ljóst“ að Bandaríkin standi við skuldbindingar sínar um að koma bandamönnum sínum til varnar þrátt fyrir að Bandaríkjaforseti hafi ekki viljað taka af tvímæli um það. Leiðtogafundur bandalagsins heldur áfram í dag þar sem aðildarríki ætla að samþykkja að stórauka varnarútgjöld sín. 25. júní 2025 10:55
Hafnar tillögu um að verja fimm prósentum í varnamál Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, hefur hafnað tillögu NATO um að framlög aðildarríkja til varnarmála verði hækkuð í fimm prósent af vergri landsframleiðslu. Hann segist vilja sveigjanlegri formúlu og að slík markmið séu ekki aðeins ósanngjörn heldur hafi þau einnig þveröfug áhrif. 20. júní 2025 08:15