„Las þetta allt í drasl í gamla daga“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. júní 2025 19:27 Í Kjarnaskógi rís nú Múmínskógur. Vísir Norðlenskir krakkar sem elska ævintýri Tove Jansson mega heldur betur hlakka til því í Kjarnaskógi er verið að reisa Múmínskóg með öllu tilheyrandi. Framkvæmdastjóri skógræktarfélags Eyfirðinga segir hugmyndina hafa sprottið út frá síberíulerkinu, því trén eru heilt ævintýri í sjálfu sér. Það er mikill hugur í starfsfólki Skógræktarfélags Eyfirðinga því nú á að töfra fram ævintýraheiminn sem rammar inn sögur hinnar finnsku Tove Jansson um Múmínálfana. Og það í einum vinsælasta útivistarstað Norðlendinga, Kjarnaskógi. „Hérna erum við auðvitað að gera múmínskóginn, þetta er nýjasta nýtt í kjarnaskógi, þetta er sjálfstæð eining innan hans,“ segir Ingólfur Jóhannsson framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga. Heilu leiksvæðunum og persónunum úr Múmínævintýrunum verður komið fyrir á reitnum. Síberíulerkitrén í Kjarnaskógi urðu Ingólfi innblástur. „Og þau eru ævintýri út af fyrir sig. Þetta eru svona öskubuskurnar í skóginum. Þegar forverar mínir voru að gróðursetja í Kjarnaskógi þá lifði sumt og annað drapst en þessi lerkitré voru það sem tórðu. Þau kólu öll og voru kræklótt en við mennirnir viljum alltaf hafa tré bein og fín. Þau voru pínu öskubuskur en við fundum þeim hlutverk að halda utan um ævintýraskóg.“ Svo eru sögurnar af ævintýrum Múmínálfanna bara svo skemmtilegar. „Ég er afi og ég átti allar bækurnar og las þetta allt í drasl í gamla daga og barnabörnin mín, þau þekkja þetta allt saman, allar persónurnar og allt. Og við erum samræðuhæf og þess vegna völdum við þetta ævintýri til að vera í ævintýraskóginum okkar.“ Múmínskógurinn verður reistur í áföngum. Þau stefna að því að ljúka við Múmínkastalahlutinn í næstu viku en Múmínskógurinn í heild sinni verður tilbúinn um mitt næsta sumar. Bókmenntir Finnland Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Lífið samstarf Hvorki síldarævintýri né gervigreind Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Sjá meira
Það er mikill hugur í starfsfólki Skógræktarfélags Eyfirðinga því nú á að töfra fram ævintýraheiminn sem rammar inn sögur hinnar finnsku Tove Jansson um Múmínálfana. Og það í einum vinsælasta útivistarstað Norðlendinga, Kjarnaskógi. „Hérna erum við auðvitað að gera múmínskóginn, þetta er nýjasta nýtt í kjarnaskógi, þetta er sjálfstæð eining innan hans,“ segir Ingólfur Jóhannsson framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga. Heilu leiksvæðunum og persónunum úr Múmínævintýrunum verður komið fyrir á reitnum. Síberíulerkitrén í Kjarnaskógi urðu Ingólfi innblástur. „Og þau eru ævintýri út af fyrir sig. Þetta eru svona öskubuskurnar í skóginum. Þegar forverar mínir voru að gróðursetja í Kjarnaskógi þá lifði sumt og annað drapst en þessi lerkitré voru það sem tórðu. Þau kólu öll og voru kræklótt en við mennirnir viljum alltaf hafa tré bein og fín. Þau voru pínu öskubuskur en við fundum þeim hlutverk að halda utan um ævintýraskóg.“ Svo eru sögurnar af ævintýrum Múmínálfanna bara svo skemmtilegar. „Ég er afi og ég átti allar bækurnar og las þetta allt í drasl í gamla daga og barnabörnin mín, þau þekkja þetta allt saman, allar persónurnar og allt. Og við erum samræðuhæf og þess vegna völdum við þetta ævintýri til að vera í ævintýraskóginum okkar.“ Múmínskógurinn verður reistur í áföngum. Þau stefna að því að ljúka við Múmínkastalahlutinn í næstu viku en Múmínskógurinn í heild sinni verður tilbúinn um mitt næsta sumar.
Bókmenntir Finnland Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Lífið samstarf Hvorki síldarævintýri né gervigreind Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Sjá meira