Vægar viðreynslur en engir pervertar Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 27. júní 2025 14:39 Björk starfaði í fjölmiðlum í um tuttugu ár. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Björk Eiðsdóttir, fyrrverandi ritstjóri og upplýsingafulltrúi, ákvað að segja skilið við fjölmiðlana eftir tuttugu ár og snúa sér aftur til fyrri starfa sem flugfreyja hjá Icelandair. Hún segir gott að geta slökkt á símanum og þurfa ekki að vera alltaf tengd umheiminum. „Ég er með ákveðið comeback. Ég var í þessu í gamla daga. Nú er ég búin að vera í fjölmiðlum í tuttugu ár og langaði að taka mér smá pásu frá því. Í staðinn fyrir að vera með símann on allan sólarhringinn og að fara í vinnu þar sem ég þarf að slökkva á símanum. Það er bara gott frelsi. Maður klæðir sig bara í og úr júniforminu og þá er bara vinnan hengd upp,“ segir Björk í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Björk mundaði pennann á Fréttablaðinu, Glamour, Vikunni, Séð & heyrt og MAN-Magasíni svo eitthvað sé nefnt. Eftir gjaldþrot Fréttablaðsins hóf hún störf fyrir Björgólf Thor Björgólfsson fjárfesti. Hún var honum meðal annars innan handar á dögunum þegar hann sendi frá sér yfirlýsingu eftir umfjöllun Kveiks um njósnir fyrir rúmum áratug. Í Bítinu var farið um víðan völl, en með Björk var Jakob Birgisson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra og skemmtikraftur. Hann viðurkennir að hann öfundi fólk sem má mæta í vinnuna í einkennisbúningi. „Það er eitthvað við þetta sem er bara geggjað. Það er líka þessir búningar hjá Icelandair. Það er einhver klassík í þessu. Mér líður alltaf vel í þessum Icelandair vélum og þú veist að hverju þú gengur,“ segir hann. Ekki lent í flugdólg Talið berst að framkomu Íslendinga um borð og segir Björk flesta vera til fyrirmyndar. Enn sem komið er hefur hún ekki lent í neinum flugdólgum. „Þeir eru bara dásamlegir,“ segir Björk. Jakob spyr þá, hálfkíminn, hvort hún hafi lent í einhverjum pervertum. „Nei, ekki alvöru pervertum. Bara vægum viðreynslum, það er alltaf smá gaman að því,“ segir hún með bros á vör. „Það er eitthvað við það að eldast. Maður verður bara þakklátari með hverju árinu. Þegar ég var 25 ára fannst mér þetta ekki jafn skemmtilegt – en núna nýt ég þess miklu meira og ræð betur við allt. Maður segir fólki bara að setjast niður.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Bítið Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Borið gæfu til að gera drastískar breytingar á högum sínum Björk Eiðsdóttir, ævintýrakona og upplýsingafulltrúi Björgólfs Thor Björgólfssonar og fyrrverandi ritstjóri helgarblaðs Fréttablaðsins, segist hafa borið gæfa til að gera drastískar breytingar á högum sínum. Hún fagnar stórafmæli á árinu og ætlar á fimmtíu fjöll í tilefni af öllum árunum. 1. apríl 2024 07:00 Björk Eiðsdóttir vinnur fyrir Björgólf Thor Björk Eiðsdóttir, blaðamaður og fyrrverandi ritstjóri helgarblaðs Fréttablaðsins, hefur ráðið sig til starfa hjá Björgólfi Thor Björgólfssyni, viðskiptamanni. 23. júní 2023 22:59 Mest lesið Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Lífið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Sjá meira
„Ég er með ákveðið comeback. Ég var í þessu í gamla daga. Nú er ég búin að vera í fjölmiðlum í tuttugu ár og langaði að taka mér smá pásu frá því. Í staðinn fyrir að vera með símann on allan sólarhringinn og að fara í vinnu þar sem ég þarf að slökkva á símanum. Það er bara gott frelsi. Maður klæðir sig bara í og úr júniforminu og þá er bara vinnan hengd upp,“ segir Björk í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Björk mundaði pennann á Fréttablaðinu, Glamour, Vikunni, Séð & heyrt og MAN-Magasíni svo eitthvað sé nefnt. Eftir gjaldþrot Fréttablaðsins hóf hún störf fyrir Björgólf Thor Björgólfsson fjárfesti. Hún var honum meðal annars innan handar á dögunum þegar hann sendi frá sér yfirlýsingu eftir umfjöllun Kveiks um njósnir fyrir rúmum áratug. Í Bítinu var farið um víðan völl, en með Björk var Jakob Birgisson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra og skemmtikraftur. Hann viðurkennir að hann öfundi fólk sem má mæta í vinnuna í einkennisbúningi. „Það er eitthvað við þetta sem er bara geggjað. Það er líka þessir búningar hjá Icelandair. Það er einhver klassík í þessu. Mér líður alltaf vel í þessum Icelandair vélum og þú veist að hverju þú gengur,“ segir hann. Ekki lent í flugdólg Talið berst að framkomu Íslendinga um borð og segir Björk flesta vera til fyrirmyndar. Enn sem komið er hefur hún ekki lent í neinum flugdólgum. „Þeir eru bara dásamlegir,“ segir Björk. Jakob spyr þá, hálfkíminn, hvort hún hafi lent í einhverjum pervertum. „Nei, ekki alvöru pervertum. Bara vægum viðreynslum, það er alltaf smá gaman að því,“ segir hún með bros á vör. „Það er eitthvað við það að eldast. Maður verður bara þakklátari með hverju árinu. Þegar ég var 25 ára fannst mér þetta ekki jafn skemmtilegt – en núna nýt ég þess miklu meira og ræð betur við allt. Maður segir fólki bara að setjast niður.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan:
Bítið Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Borið gæfu til að gera drastískar breytingar á högum sínum Björk Eiðsdóttir, ævintýrakona og upplýsingafulltrúi Björgólfs Thor Björgólfssonar og fyrrverandi ritstjóri helgarblaðs Fréttablaðsins, segist hafa borið gæfa til að gera drastískar breytingar á högum sínum. Hún fagnar stórafmæli á árinu og ætlar á fimmtíu fjöll í tilefni af öllum árunum. 1. apríl 2024 07:00 Björk Eiðsdóttir vinnur fyrir Björgólf Thor Björk Eiðsdóttir, blaðamaður og fyrrverandi ritstjóri helgarblaðs Fréttablaðsins, hefur ráðið sig til starfa hjá Björgólfi Thor Björgólfssyni, viðskiptamanni. 23. júní 2023 22:59 Mest lesið Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Lífið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Sjá meira
Borið gæfu til að gera drastískar breytingar á högum sínum Björk Eiðsdóttir, ævintýrakona og upplýsingafulltrúi Björgólfs Thor Björgólfssonar og fyrrverandi ritstjóri helgarblaðs Fréttablaðsins, segist hafa borið gæfa til að gera drastískar breytingar á högum sínum. Hún fagnar stórafmæli á árinu og ætlar á fimmtíu fjöll í tilefni af öllum árunum. 1. apríl 2024 07:00
Björk Eiðsdóttir vinnur fyrir Björgólf Thor Björk Eiðsdóttir, blaðamaður og fyrrverandi ritstjóri helgarblaðs Fréttablaðsins, hefur ráðið sig til starfa hjá Björgólfi Thor Björgólfssyni, viðskiptamanni. 23. júní 2023 22:59