Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Ágúst Orri Arnarson skrifar 27. júní 2025 14:52 Halldór Árnason segir Daniel Obbekjær ekki hafa hentað leikstíl Breiðabliks og hann sé of góður til að sitja á bekknum. vísir Daniel Obbekjær hefur yfirgefið herbúðir Breiðabliks og heldur nú aftur til Færeyja, þaðan sem hann kom fyrir ári síðan. Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, segir leikstíl liðsins ekki hafa hentað honum og Daniel sé of góður miðvörður til að sitja bara á bekknum. Áhugaverður kostur sem bauðst óvænt Halldór segir Daniel hafa komið óvænt til liðsins rétt fyrir tímabilið í fyrra og leyst miðvarðarstöðuna óaðfinnanlega í leikjunum sem hann spilaði, en liðið þurfti að aðlaga leikstílinn að honum í þeim leikjum. „Daniel kemur til okkar í fyrra til að auka breiddina og ýta aðeins við Damir og Viktori. Kemur óvænt stuttu fyrir tímabilið og var áhugaverður kostur. Strákur sem hafði spilað tíu yngri landsleiki fyrir Dani, spilaði í dönsku úrvalsdeildinni sautján ára og hafði verið allra besti hafsentinn í Færeyjum árið áður [en hann kom til Breiðabliks.] Ekki alveg þessi týpiski Breiðabliksleikmaður en hafði samt mjög margt sem við töldum okkar getað nýtt og hann var frábær fyrir okkur í fyrra. Ekki í stóru hlutverki framan af en leysir leikina þegar Damir rófubeinsbrotnaði og gerði það bara óaðfinnanlega, en vissulega þurftum við aðeins að aðlaga liðið til að fá það besta út úr honum. Gerðum það í fjórum, fimm leikjum og hann átti ristastóran þátt í þessum Íslandsmeistaratitli“ sagði Halldór um danska miðvörðinn sem hefur nú skrifað undir hjá RSÍ Runavík. View this post on Instagram A post shared by NSÍ Runavík FC (@nsirunavikfc) Hentar ekki leikstílnum Daniel hefur lítið komið við sögu á þessu tímabili. Halldór segir hans eiginlega ekki hafa hentað leikstílnum sem liðið hefur lagt upp með á þessu tímabili. „Það er bara þannig að við erum orðnir töluvert öfgafyllri í því hversu hátt við erum með liðið og í maður á mann pressunni. Það er kannski ekki alveg hans leikur. Hann hefur verið mjög dýrmætur liðsfélagi og fagmaður frá því hann kom, en alltof góður leikmaður til að sitja bara á bekknum og spila ekki. Þannig að ég held að þetta sé bara fín lausn fyrir hann.“ Vel mannaðir í miðvarðastöðunum Breiðablik mun ekki koma til með að sakna Daniels mikið, enda miðjumenn frekar verið settir í miðvarðarstöðurnar fram yfir Daniel. „Við höfum spilað með Viktor Örn, Ásgeir Orra, Arnór Gauta og Anton Loga í hafsent og Daniel hefur verið á bekknum. Svo styttist í að Damir fái leikheimild… Leiðinlegt að missa Daniel sem liðsmann en hlutverkið var þannig að við komum kannski ekki til með að finna mikið fyrir því á vellinum“ sagði Halldór. Breiðablik heimsækir Stjörnuna í Garðabæ klukkan 19:15 í kvöld. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Sýn Sport. Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Sjá meira
Áhugaverður kostur sem bauðst óvænt Halldór segir Daniel hafa komið óvænt til liðsins rétt fyrir tímabilið í fyrra og leyst miðvarðarstöðuna óaðfinnanlega í leikjunum sem hann spilaði, en liðið þurfti að aðlaga leikstílinn að honum í þeim leikjum. „Daniel kemur til okkar í fyrra til að auka breiddina og ýta aðeins við Damir og Viktori. Kemur óvænt stuttu fyrir tímabilið og var áhugaverður kostur. Strákur sem hafði spilað tíu yngri landsleiki fyrir Dani, spilaði í dönsku úrvalsdeildinni sautján ára og hafði verið allra besti hafsentinn í Færeyjum árið áður [en hann kom til Breiðabliks.] Ekki alveg þessi týpiski Breiðabliksleikmaður en hafði samt mjög margt sem við töldum okkar getað nýtt og hann var frábær fyrir okkur í fyrra. Ekki í stóru hlutverki framan af en leysir leikina þegar Damir rófubeinsbrotnaði og gerði það bara óaðfinnanlega, en vissulega þurftum við aðeins að aðlaga liðið til að fá það besta út úr honum. Gerðum það í fjórum, fimm leikjum og hann átti ristastóran þátt í þessum Íslandsmeistaratitli“ sagði Halldór um danska miðvörðinn sem hefur nú skrifað undir hjá RSÍ Runavík. View this post on Instagram A post shared by NSÍ Runavík FC (@nsirunavikfc) Hentar ekki leikstílnum Daniel hefur lítið komið við sögu á þessu tímabili. Halldór segir hans eiginlega ekki hafa hentað leikstílnum sem liðið hefur lagt upp með á þessu tímabili. „Það er bara þannig að við erum orðnir töluvert öfgafyllri í því hversu hátt við erum með liðið og í maður á mann pressunni. Það er kannski ekki alveg hans leikur. Hann hefur verið mjög dýrmætur liðsfélagi og fagmaður frá því hann kom, en alltof góður leikmaður til að sitja bara á bekknum og spila ekki. Þannig að ég held að þetta sé bara fín lausn fyrir hann.“ Vel mannaðir í miðvarðastöðunum Breiðablik mun ekki koma til með að sakna Daniels mikið, enda miðjumenn frekar verið settir í miðvarðarstöðurnar fram yfir Daniel. „Við höfum spilað með Viktor Örn, Ásgeir Orra, Arnór Gauta og Anton Loga í hafsent og Daniel hefur verið á bekknum. Svo styttist í að Damir fái leikheimild… Leiðinlegt að missa Daniel sem liðsmann en hlutverkið var þannig að við komum kannski ekki til með að finna mikið fyrir því á vellinum“ sagði Halldór. Breiðablik heimsækir Stjörnuna í Garðabæ klukkan 19:15 í kvöld. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Sýn Sport.
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Sjá meira