Níu ár síðan að strákarnir okkar „slökktu á“ Steve McClaren í beinni á Sky Sports Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júní 2025 22:33 Steve McClaren var niðurlútur í útsendingaveri Sky Sports á meðan Kolbeinn Sigþórsson fagnaði marki sínu í Nice. @Sky Sports/Getty/Richard Sellers 27. júní er merkisdagur í sögu íslenskra íþrótta því það var á þessum degi fyrir níu árum síðan sem íslenska karlalandsliðið í fótbolta sló Englendinga út úr sextán liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu. England komst snemma í 1-0 í leiknum í Nice en íslensku strákarnir svöruðu með tveimur mörkum og héldu síðan út í seinni hálfleik á móti stórsókn enska landsliðsins. Íslenska liðið komst því i átta liða úrslit á sínu fyrsta stórmóti þar sem liðið tapaði fyrir Frökkum. Sky Sports rifjaði upp þennan merkilega dag og þá sérstaklega þegar strákarnir okkar slökktu hreinlega á Steve McClaren í beinni á Sky Sports. Það liðu tólf mínútur á milli jöfnunarmarks Ragnars Sigurðssonar (6. mínúta) og sigurmarki Kolbeins Sigþórssonar (18. mínúta). Steve McClaren var þarna að ræða málin eftir jöfnunarmarkið og var að reyna að telja ensku þjóðinni trú um það að enska liðið myndi koma sterkt til baka í leiknum. „Þetta hefur verið fullkomið svar hjá liðinu. Ekkert mál, byrjum bara aftur. Halda þessum yfirburðum sínum og halda áfram að setja pressu á þessa fjögurra manna varnarlínu Íslands,“ sagði Steve McClaren og hélt áfram. „Það eina sem þeir hafa er þessi stóri strákur frammi, [Kolbeinn] Sigþórsson,“ sagði McClaren en komst ekki lengra því á sömu stundu kom Kolbeinn íslenska liðinu yfir eftir frábæra sókn. „Óóóoo,“ var það eina sem kom upp úr McClaren sem horfði vonsvikinn niður í borðið. Það má sjá þetta hér fyrir neðan og öruggt að við Íslendingar höfðum miklu meira gaman af þessu en Englendingar. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports Football (@skysportsfootball) EM 2016 í Frakklandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Sjá meira
England komst snemma í 1-0 í leiknum í Nice en íslensku strákarnir svöruðu með tveimur mörkum og héldu síðan út í seinni hálfleik á móti stórsókn enska landsliðsins. Íslenska liðið komst því i átta liða úrslit á sínu fyrsta stórmóti þar sem liðið tapaði fyrir Frökkum. Sky Sports rifjaði upp þennan merkilega dag og þá sérstaklega þegar strákarnir okkar slökktu hreinlega á Steve McClaren í beinni á Sky Sports. Það liðu tólf mínútur á milli jöfnunarmarks Ragnars Sigurðssonar (6. mínúta) og sigurmarki Kolbeins Sigþórssonar (18. mínúta). Steve McClaren var þarna að ræða málin eftir jöfnunarmarkið og var að reyna að telja ensku þjóðinni trú um það að enska liðið myndi koma sterkt til baka í leiknum. „Þetta hefur verið fullkomið svar hjá liðinu. Ekkert mál, byrjum bara aftur. Halda þessum yfirburðum sínum og halda áfram að setja pressu á þessa fjögurra manna varnarlínu Íslands,“ sagði Steve McClaren og hélt áfram. „Það eina sem þeir hafa er þessi stóri strákur frammi, [Kolbeinn] Sigþórsson,“ sagði McClaren en komst ekki lengra því á sömu stundu kom Kolbeinn íslenska liðinu yfir eftir frábæra sókn. „Óóóoo,“ var það eina sem kom upp úr McClaren sem horfði vonsvikinn niður í borðið. Það má sjá þetta hér fyrir neðan og öruggt að við Íslendingar höfðum miklu meira gaman af þessu en Englendingar. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports Football (@skysportsfootball)
EM 2016 í Frakklandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Sjá meira