Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júní 2025 23:15 Kristófer Ingi Kristinsson fagnar þriðja marki sínu í kvöld en hann fagnaði mörkum sínum hóflega enda að spila á móti uppeldisfélaginu sínu. Sýn Sport Kristófer Ingi Kristinsson átti án efa eftirminnilegustu innkomuna í Bestu deild karla í sumar í Garðabænum í kvöld. Hann kom inn á sem varamaður á 68. mínútu þegar Breiðablik var 1-0 undir á móti Stjörnunni. Sautján mínútum síðar var Kristófer búinn að skora þrennu og tryggja Blikum gríðarlega mikilvægan sigur. Þetta gerði Kristófer í fjarveru fyrirliðans Höskuldar Gunnlaugssonar og aðalmarkaskorarans Tobias Thomsen sem voru báðir í banni. Þessi þrjú stig þýddu að Blikar eru búnir að ná toppliði Víkings að stigum. Þetta er samt ekki eina ótrúlega endurkoma Kristófers á þessu ári. Hann lenti illa í því eftir ökklaaðgerð í byrjun ársins. Ekki mátti miklu muna að knattspyrnuferill Kristófers Inga yrði að engu eftir að hann fékk blóðsýkingu í ökkla í kjölfar aðgerðar. Aron Guðmundsson ræddi í maí við Kristófer um aðgerðina og eftirmála hennar. „Það átti sér stað smá bakslag eftir aðgerðina, reyndar ekki tengt aðgerðinni sjálfri. Í janúar síðastliðnum lenti ég í því að fá blóðsýkingu, fékk í rauninni streptókokka sýkingu í gegnum ökklann. Lá inni á spítala í tæpa viku sökum þess og svo hófst endurhæfingar ferlið. Ég var í raun bara mjög heppinn með það hvernig það endaði,“ sagði Kristófer í viðtalinu. Það að fá blóðsýkingu er ekkert grín en Kristófer sagði að eftir áhyggja hefði það kannski reynst happ hans að vita ekki hvað slík sýking gæti haft í för með sér. „Ég var í raun sjálfur ekki meðvitaður um það hvað blóðsýking væri. Ég gæti í raun sagt að ég hafi verið heppinn að vera ekki alveg fullmeðvitaður um hversu alvarlegt það getur verið. Á meðan að ég stóð, sérstaklega á spítalanum, var ég mjög jákvæður gagnvart þessu og með það hugarfar að það gæti ekkert komið fyrir mann. Sem betur fer fyrir mig þá var raunin sú að ég fór tímanlega upp á spítala og sýklalyfin náðu að vinna vel úr þessu,“ sagði Kristófer í viðtalinu. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Besta deild karla Stjarnan Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Hann kom inn á sem varamaður á 68. mínútu þegar Breiðablik var 1-0 undir á móti Stjörnunni. Sautján mínútum síðar var Kristófer búinn að skora þrennu og tryggja Blikum gríðarlega mikilvægan sigur. Þetta gerði Kristófer í fjarveru fyrirliðans Höskuldar Gunnlaugssonar og aðalmarkaskorarans Tobias Thomsen sem voru báðir í banni. Þessi þrjú stig þýddu að Blikar eru búnir að ná toppliði Víkings að stigum. Þetta er samt ekki eina ótrúlega endurkoma Kristófers á þessu ári. Hann lenti illa í því eftir ökklaaðgerð í byrjun ársins. Ekki mátti miklu muna að knattspyrnuferill Kristófers Inga yrði að engu eftir að hann fékk blóðsýkingu í ökkla í kjölfar aðgerðar. Aron Guðmundsson ræddi í maí við Kristófer um aðgerðina og eftirmála hennar. „Það átti sér stað smá bakslag eftir aðgerðina, reyndar ekki tengt aðgerðinni sjálfri. Í janúar síðastliðnum lenti ég í því að fá blóðsýkingu, fékk í rauninni streptókokka sýkingu í gegnum ökklann. Lá inni á spítala í tæpa viku sökum þess og svo hófst endurhæfingar ferlið. Ég var í raun bara mjög heppinn með það hvernig það endaði,“ sagði Kristófer í viðtalinu. Það að fá blóðsýkingu er ekkert grín en Kristófer sagði að eftir áhyggja hefði það kannski reynst happ hans að vita ekki hvað slík sýking gæti haft í för með sér. „Ég var í raun sjálfur ekki meðvitaður um það hvað blóðsýking væri. Ég gæti í raun sagt að ég hafi verið heppinn að vera ekki alveg fullmeðvitaður um hversu alvarlegt það getur verið. Á meðan að ég stóð, sérstaklega á spítalanum, var ég mjög jákvæður gagnvart þessu og með það hugarfar að það gæti ekkert komið fyrir mann. Sem betur fer fyrir mig þá var raunin sú að ég fór tímanlega upp á spítala og sýklalyfin náðu að vinna vel úr þessu,“ sagði Kristófer í viðtalinu. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan.
Besta deild karla Stjarnan Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira