Stelpurnar okkar dönsuðu af gleði inn í klefa eftir leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júní 2025 11:33 Það var mjög gaman hjá stelpunum okkar eftir sigurinn á Serbum í gærkvöldi. @footballiceland Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta var búið að spila tíu leiki í röð án sigurs þegar liðið vann langþráðan sigur á Serbum í gærkvöldi. Íslensku stelpurnar unnu 3-1 sigur á Serbiu í þessum lokaleik sínum fyrir EM og fögnuðu þar með sínum fyrsta sigri í 346 daga eða síðan 16. júlí 2024. Það má skyggnast á bak við tjöldin í leiknum í gær á samfélagsmiðlum Knattspyrnusambandsins. Þar er sýnt frá klefanum fyrir leikinn, upphitun, mörkin þrjú sjást frá öðru sjónarhorni og þá má heyra Þorstein Halldórsson tala við stelpurnar bæði fyrir leik, í hálfleik og eftir leik. „Keyrum á þetta og f-g vinnum þennan leik,“ voru lokaorð Þorsteins fyrir leik. Það virkaði vel enda voru stelpurnar komnar í 2-0 eftir fimm mínútna leik. Ingibjörg Sigurðardóttir kveikti líka í sínum stelpum í hringnum inn í klefa. „Við ætlum að taka þennan leik hundrað prósent og vinna hann. Við vitum hvað við erum góðar í og hvenær við erum bestar en það er þegar það er góð orka og við erum að gera það sem við erum góðar í. Vinnum þennan f-g leik,“ sagði Ingibjörg. Það var gríðarlega heitt á meðan leiknum stóð og stelpurnar notuðu hvert tækifæri til að kæla sig í hálfleiknum. „Sigur er það er það sem þetta snýst um núna. Áfram svona. Frábær fyrri hálfleikur. Margt jákvætt. Við sköpuðum okkur fullt af færum í þessum leik. Það eru búnir að vera frábærir dagar hérna og við ætlum að halda áfram að hafa þetta frábæra daga,“ sagði Þorsteinn eftir leik. Það má líka sjá að það var mikið stuð í íslenska klefanum eftir leikinn en stelpurnar okkar dönsuðu af gleði eftir þennan langþráða sigur. Hér fyrir neðan má sjá þetta skemmtilega myndband um þennan lífsnauðsynlega sigur fyrir stelpurnar okkar í generalprufunni fyrir EM í Sviss. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Íslensku stelpurnar unnu 3-1 sigur á Serbiu í þessum lokaleik sínum fyrir EM og fögnuðu þar með sínum fyrsta sigri í 346 daga eða síðan 16. júlí 2024. Það má skyggnast á bak við tjöldin í leiknum í gær á samfélagsmiðlum Knattspyrnusambandsins. Þar er sýnt frá klefanum fyrir leikinn, upphitun, mörkin þrjú sjást frá öðru sjónarhorni og þá má heyra Þorstein Halldórsson tala við stelpurnar bæði fyrir leik, í hálfleik og eftir leik. „Keyrum á þetta og f-g vinnum þennan leik,“ voru lokaorð Þorsteins fyrir leik. Það virkaði vel enda voru stelpurnar komnar í 2-0 eftir fimm mínútna leik. Ingibjörg Sigurðardóttir kveikti líka í sínum stelpum í hringnum inn í klefa. „Við ætlum að taka þennan leik hundrað prósent og vinna hann. Við vitum hvað við erum góðar í og hvenær við erum bestar en það er þegar það er góð orka og við erum að gera það sem við erum góðar í. Vinnum þennan f-g leik,“ sagði Ingibjörg. Það var gríðarlega heitt á meðan leiknum stóð og stelpurnar notuðu hvert tækifæri til að kæla sig í hálfleiknum. „Sigur er það er það sem þetta snýst um núna. Áfram svona. Frábær fyrri hálfleikur. Margt jákvætt. Við sköpuðum okkur fullt af færum í þessum leik. Það eru búnir að vera frábærir dagar hérna og við ætlum að halda áfram að hafa þetta frábæra daga,“ sagði Þorsteinn eftir leik. Það má líka sjá að það var mikið stuð í íslenska klefanum eftir leikinn en stelpurnar okkar dönsuðu af gleði eftir þennan langþráða sigur. Hér fyrir neðan má sjá þetta skemmtilega myndband um þennan lífsnauðsynlega sigur fyrir stelpurnar okkar í generalprufunni fyrir EM í Sviss. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland)
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn