„Versta hugmynd sem hefur komið fram“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júní 2025 15:31 Jürgen Klopp efast um þekkingu þeirra á fótbolta sem taka ákvörðun eins og að búa til nýja 32 liða keppni utan keppnistímabilsins. Getty/Marcel Engelbrecht Sextán liða úrslit heimsmeistarakeppni félagsliða hefjast í dag en það er óhætt að segja að keppnin sé umdeild. Jürgen Klopp, fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool, er hávær rödd meðal helstu gagnrýnenda hennar. Hann ítrekaði skoðun sína í nýju viðtali við þýska blaðið Welt am Sonntag. Alþjóða knattspyrnusambandið ákvað að búa til nýtt risamót sem er jafnstórt og gamla heimsmeistarakeppnin. 32 liða og mánaðarkeppni sem eykur enn álagið á bestu leikmenn heims. „Þetta er versta hugmynd sem hefur komið fram í fótboltanum,“ sagði Jürgen Klopp. Hann efast hreinlega um þekkingu þeirra á fótbolta sem eru að taka slíkar ákvarðanir. „Þarna er fólk við völd sem virðist aldrei hafa komið nálægt daglegu lífi í fótboltanum. Það er þetta fólk sem er að koma með svona hugmyndir,“ sagði Klopp. „Þetta eru bara of margir leikir. Ég óttast það að við sjáum fleiri meiðsli en nokkurn tímann áður á næsta tímabili. Ef ekki þá þá munu þau hrúgast inn á meðan keppninni stendur eða eftir hana,“ sagði Klopp. „Það er enginn tími fyrir þessa leikmann að fá einhverja alvöru endurheimt eftir tímabilið. Hvorki líkamlega né andlega,“ sagði Klopp. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann gagnrýnir keppnina. „Þetta er tilgangslaus keppni. Hver sem vinnur hana verður versti sigurvegari sögunnar af því að þeir þurfa að spila allt sumarið og fara síðan strax inn í næsta tímabil,“ sagði Klopp. View this post on Instagram A post shared by Football Insides (@footballinsidesofficial) HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Sjá meira
Jürgen Klopp, fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool, er hávær rödd meðal helstu gagnrýnenda hennar. Hann ítrekaði skoðun sína í nýju viðtali við þýska blaðið Welt am Sonntag. Alþjóða knattspyrnusambandið ákvað að búa til nýtt risamót sem er jafnstórt og gamla heimsmeistarakeppnin. 32 liða og mánaðarkeppni sem eykur enn álagið á bestu leikmenn heims. „Þetta er versta hugmynd sem hefur komið fram í fótboltanum,“ sagði Jürgen Klopp. Hann efast hreinlega um þekkingu þeirra á fótbolta sem eru að taka slíkar ákvarðanir. „Þarna er fólk við völd sem virðist aldrei hafa komið nálægt daglegu lífi í fótboltanum. Það er þetta fólk sem er að koma með svona hugmyndir,“ sagði Klopp. „Þetta eru bara of margir leikir. Ég óttast það að við sjáum fleiri meiðsli en nokkurn tímann áður á næsta tímabili. Ef ekki þá þá munu þau hrúgast inn á meðan keppninni stendur eða eftir hana,“ sagði Klopp. „Það er enginn tími fyrir þessa leikmann að fá einhverja alvöru endurheimt eftir tímabilið. Hvorki líkamlega né andlega,“ sagði Klopp. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann gagnrýnir keppnina. „Þetta er tilgangslaus keppni. Hver sem vinnur hana verður versti sigurvegari sögunnar af því að þeir þurfa að spila allt sumarið og fara síðan strax inn í næsta tímabil,“ sagði Klopp. View this post on Instagram A post shared by Football Insides (@footballinsidesofficial)
HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Sjá meira