Stelpurnar okkar mættar í paradísina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júní 2025 09:03 Það ku vera fallegt í Gunten í Sviss og það er það svo sannarlega. @footballiceland Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta ferðaðist í gær frá Serbíu til Sviss þar sem þær spila sinn fyrsta leik í Evrópukeppninni á miðvikudagskvöldið. Íslenski hópurinn er nú kominn alla leið í höfuðstöðvar sínar í Sviss sem er litla fjallaþorpið Gunten sem stendur við bakka Thun vatnsins. Þar mun íslenska liðið dvelja á meðan þær eru inni á mótinu. Íslenska mætir Finnum í fyrsta leik í borginni Thun sem er í aðeins tólf mínútna fjarlægð frá hóteli stelpnanna. Þriðji leikurinn er einnig í Thun en leikurinn í miðjunni í riðlinum verður spilaður á móti heimakonum og fer fram í Bern sem er í rúmlega hálftíma fjarlægð frá Gunten. Samfélagsmiðladeild Knattspyrnusambands Íslands hefur byrjað þetta mót afar vel og leyft áhugasömum að skyggnast bak við tjöldin í æfingabúðunum liðsins í Serbíu. Það var engin breyting á því eftir þennan ferðadag. Nýjasta myndbandið er einmitt frá komu stelpnanna til Gunten en þar segir „mættar í paradísina“ og miðað við myndirnar þá er hægt að taka undir þau orð. Það var vel tekið á móti stelpunum á hótelinu því þær fengu heiðursvörð, það var klappað fyrir þeim og íslenski fáninn var áberandi alls staðar. Það er auðvitað mikilvægt að það fari vel um liðið á mótinu og það vantar ekki útsýnið og náttúrufegurðina í kringum hótelið. Stelpurnar enduðu daginn á því að leika sér niður við vatnið og fá sér kaffisopa í kvöldsólinni á svölum hótelsins. Það þarf líklega enginn að hafa mikla áhyggjur af því að það fari ekki vel um þær á paradísarstað eins og þessum. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Íslenski hópurinn er nú kominn alla leið í höfuðstöðvar sínar í Sviss sem er litla fjallaþorpið Gunten sem stendur við bakka Thun vatnsins. Þar mun íslenska liðið dvelja á meðan þær eru inni á mótinu. Íslenska mætir Finnum í fyrsta leik í borginni Thun sem er í aðeins tólf mínútna fjarlægð frá hóteli stelpnanna. Þriðji leikurinn er einnig í Thun en leikurinn í miðjunni í riðlinum verður spilaður á móti heimakonum og fer fram í Bern sem er í rúmlega hálftíma fjarlægð frá Gunten. Samfélagsmiðladeild Knattspyrnusambands Íslands hefur byrjað þetta mót afar vel og leyft áhugasömum að skyggnast bak við tjöldin í æfingabúðunum liðsins í Serbíu. Það var engin breyting á því eftir þennan ferðadag. Nýjasta myndbandið er einmitt frá komu stelpnanna til Gunten en þar segir „mættar í paradísina“ og miðað við myndirnar þá er hægt að taka undir þau orð. Það var vel tekið á móti stelpunum á hótelinu því þær fengu heiðursvörð, það var klappað fyrir þeim og íslenski fáninn var áberandi alls staðar. Það er auðvitað mikilvægt að það fari vel um liðið á mótinu og það vantar ekki útsýnið og náttúrufegurðina í kringum hótelið. Stelpurnar enduðu daginn á því að leika sér niður við vatnið og fá sér kaffisopa í kvöldsólinni á svölum hótelsins. Það þarf líklega enginn að hafa mikla áhyggjur af því að það fari ekki vel um þær á paradísarstað eins og þessum. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland)
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira