Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Árni Sæberg skrifar 30. júní 2025 10:58 Hæstiréttur tekur málið ekki fyrir. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Ríkissaksóknara um áfrýjunarleyfi á sýknudómi yfir manni sem var sakaður um að hafa bundið barn niður og kitlað það. Ríkissaksóknari taldi mikilvægt að skera úr um það hvort fullorðinn einstaklingur gæti skýlt sér bak við það að um leik væri að ræða, þegar augljósum aðstöðu- og aflsmuni væri beitt. Hæstiréttur féllst ekki á það. Í apríl síðastliðnum staðfesti Landsréttur sýknudóm mannsins en hann hafði verið ákærður var fyrir brot gegn barnaverndarlögum, með því að binda tíu ára dreng á höndum og fótum og kitla hann. Dómurinn taldi ekki sannað að maðurinn hefði sest klofvega yfir drenginn og kitlað hann þrátt fyrir að drengurinn bæði hann að hætta. Maðurinn var ákærður fyrir brot gegn barnaverndalögum með því að sýna dreng, sem var gestkomandi á heimili hans, yfirgang og vanvirðandi og ruddalega háttsemi. Í ákæru á hendur manninum sagði að maðurinn hefði í desember árið 2019 hlaupið á eftir drengnum inn í svefnherbergi, læst dyrum, og gegn vilja drengsins snúið hann niður í hjónarúm herbergisins og þar bundið hann á höndum og fótum, fyrir aftan bak, sest klofvega yfir hann, þar sem hann lá á maganum og kitlað hann, þrátt fyrir að drengurinn bæði hann margsinnis um að hætta. Maðurinn hefði ekki látið af háttsemi sinni fyrr en drengurinn náði að snúa sér við og hrækja í andlit hans. Ekki til eftirbreytni en ekki heldur refsivert Sem áður segir taldi Landsréttur ekki sannað að maðurinn hefði sest klofvega yfir drenginn og kitlað hann. Maðurinn játaði aftur á móti hluta verknaðarlýsingarinnar, það er að segja að hafa bundið drenginn niður og kitlað hann. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að frásögn mannsins af atvikum málsins væri trúverðug, og að einungis hann og drengurinn væru til frásagnar um það sem hefði átt sér stað, og því væri að ræða um orð á móti orði. Sú háttsemi sem maðurinn játaði, að binda drenginn um hendur og fætur kitla í læstu herbergi, væri að mati dómsins ekki til eftirbreytni. Þrátt fyrir það teldi dómurinn að um „ærslaleik“ hefði verið að ræða og að gögn málsins bentu til þess að drengurinn hefði tekið fullan þátt og haft gaman af. Hann hefði ekki beitt drenginn yfirgangi, vanvirðingu eða ruddaskap eins og segir í ákæru. Hafi ekki verulega almenna þýðingu Í ákvörðun Hæstaréttar um áfrýjunarleyfisbeiðni Ríkissaksóknara vegna málsins segir að saksóknari hafi talið mjög mikilvægt að fá úrlausn Hæstaréttar um hvort maðurinn hafi með þeirri háttsemi sem hann hafi gengist við fyrir dómi sýnt drengnum yfirgang og vanvirðandi og ruddalega háttsemi í skilningi barnaverndarlaga. Ríkissaksóknari hafi ljóst að sú háttsemi sem maðurinn gekkst við sé almennt til þess fallin að vekja ótta og vanlíðan hjá barni enda hafi drengurinn borið svo um. Það sé afar þýðingarmikið út frá sjónarmiðum um vernd barna að fá úrlausn um hvort fullorðinn einstaklingur geti skýlt sér á bak við að um leik hafi verið að ræða þegar augljósum aðstöðu- og aflsmuni sé beitt. Að mati Ríkissaksóknara blasi við að um yfirgang og vanvirðandi ruddalega háttsemi hafi verið að ræða af hálfu mannsins í garð drengsins. Þá byggi hann á því að staðhæfing Landsréttar um að hvorugt vitna hafi lýst því að drengurnn hafi beðið manninn að hætta sé röng og ætla megi að mat Landsréttar á framburði drengsins hefði verið á annan veg ef nefnd rangfærsla hefði ekki komið til. Í niðurstöðukafla Hæstaréttar segir að að virtum gögnum málsins verði ekki séð að það lúti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu eða mjög mikilvægt sé af öðrum ástæðum að fá úrlausn Hæstaréttar um þannig að fullnægt sé skilyrðum laga um meðferð sakamála. Þá séu ekki efni til að beita heimild laganna til að taka mál fyrir í Hæstarétti ef ástæða er til að ætla að málsmeðferð fyrir héraðsdómi eða Landsrétti hafi verið stórlega ábótavant eða dómur Landsréttar bersýnilega rangur að formi eða efni. Beiðninni hafi því verið hafnað. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Í apríl síðastliðnum staðfesti Landsréttur sýknudóm mannsins en hann hafði verið ákærður var fyrir brot gegn barnaverndarlögum, með því að binda tíu ára dreng á höndum og fótum og kitla hann. Dómurinn taldi ekki sannað að maðurinn hefði sest klofvega yfir drenginn og kitlað hann þrátt fyrir að drengurinn bæði hann að hætta. Maðurinn var ákærður fyrir brot gegn barnaverndalögum með því að sýna dreng, sem var gestkomandi á heimili hans, yfirgang og vanvirðandi og ruddalega háttsemi. Í ákæru á hendur manninum sagði að maðurinn hefði í desember árið 2019 hlaupið á eftir drengnum inn í svefnherbergi, læst dyrum, og gegn vilja drengsins snúið hann niður í hjónarúm herbergisins og þar bundið hann á höndum og fótum, fyrir aftan bak, sest klofvega yfir hann, þar sem hann lá á maganum og kitlað hann, þrátt fyrir að drengurinn bæði hann margsinnis um að hætta. Maðurinn hefði ekki látið af háttsemi sinni fyrr en drengurinn náði að snúa sér við og hrækja í andlit hans. Ekki til eftirbreytni en ekki heldur refsivert Sem áður segir taldi Landsréttur ekki sannað að maðurinn hefði sest klofvega yfir drenginn og kitlað hann. Maðurinn játaði aftur á móti hluta verknaðarlýsingarinnar, það er að segja að hafa bundið drenginn niður og kitlað hann. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að frásögn mannsins af atvikum málsins væri trúverðug, og að einungis hann og drengurinn væru til frásagnar um það sem hefði átt sér stað, og því væri að ræða um orð á móti orði. Sú háttsemi sem maðurinn játaði, að binda drenginn um hendur og fætur kitla í læstu herbergi, væri að mati dómsins ekki til eftirbreytni. Þrátt fyrir það teldi dómurinn að um „ærslaleik“ hefði verið að ræða og að gögn málsins bentu til þess að drengurinn hefði tekið fullan þátt og haft gaman af. Hann hefði ekki beitt drenginn yfirgangi, vanvirðingu eða ruddaskap eins og segir í ákæru. Hafi ekki verulega almenna þýðingu Í ákvörðun Hæstaréttar um áfrýjunarleyfisbeiðni Ríkissaksóknara vegna málsins segir að saksóknari hafi talið mjög mikilvægt að fá úrlausn Hæstaréttar um hvort maðurinn hafi með þeirri háttsemi sem hann hafi gengist við fyrir dómi sýnt drengnum yfirgang og vanvirðandi og ruddalega háttsemi í skilningi barnaverndarlaga. Ríkissaksóknari hafi ljóst að sú háttsemi sem maðurinn gekkst við sé almennt til þess fallin að vekja ótta og vanlíðan hjá barni enda hafi drengurinn borið svo um. Það sé afar þýðingarmikið út frá sjónarmiðum um vernd barna að fá úrlausn um hvort fullorðinn einstaklingur geti skýlt sér á bak við að um leik hafi verið að ræða þegar augljósum aðstöðu- og aflsmuni sé beitt. Að mati Ríkissaksóknara blasi við að um yfirgang og vanvirðandi ruddalega háttsemi hafi verið að ræða af hálfu mannsins í garð drengsins. Þá byggi hann á því að staðhæfing Landsréttar um að hvorugt vitna hafi lýst því að drengurnn hafi beðið manninn að hætta sé röng og ætla megi að mat Landsréttar á framburði drengsins hefði verið á annan veg ef nefnd rangfærsla hefði ekki komið til. Í niðurstöðukafla Hæstaréttar segir að að virtum gögnum málsins verði ekki séð að það lúti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu eða mjög mikilvægt sé af öðrum ástæðum að fá úrlausn Hæstaréttar um þannig að fullnægt sé skilyrðum laga um meðferð sakamála. Þá séu ekki efni til að beita heimild laganna til að taka mál fyrir í Hæstarétti ef ástæða er til að ætla að málsmeðferð fyrir héraðsdómi eða Landsrétti hafi verið stórlega ábótavant eða dómur Landsréttar bersýnilega rangur að formi eða efni. Beiðninni hafi því verið hafnað.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira