Fótbolti

Fluminense sendi Inter heim

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
German Cano skoraði markið sem skildi liðin að.
German Cano skoraði markið sem skildi liðin að. Marcio Machado/Eurasia Sport Images/Getty Images

Brasilíska liðið Fluminense er á leið í átta liða úrslit HM félagsliða í knattspyrnu eftir 2-0 sigur gegn Inter frá Ítalíu í kvöld.

Brassarnir í Fluminense byrjuðu af miklum krafti og náðu forystunni strax á þriðju mínútu þegar Argentínumaðurinn German Cano kom boltanum í netið.

Það var hiti í mönnum í fyrri hálfleik og alls fóru sex gul spjöld á loft fyrir hlé. Ignacio kom boltanum í netið fyrir Fluminense stuttu fyrir hálfleikshlé, en markið dæmt af vegna rangstöðu.

Staðan í hálfleik því 1-0, Fluminense í vil.

Þrátt fyrir ágætis tilraunir ítalska liðsins í síðari hálfleik tókst liðinu ekki að finna jöfnunarmark. Leikmönnum Fluminense tókst hins vegar að bæta öðru marki við, en það gerði varamaðurinn Hercules í uppbótartíma, lokatölur 2-0.

Fluminense er því á leið í átta liða úrslit á kostnað Inter og mætir annað hvort Manchester City eða Al Hilal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×