„Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Sindri Sverrisson skrifar 1. júlí 2025 09:02 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er stödd með íslenska landsliðinu á EM í Sviss þar sem að Ísland spilar sinn fyrsta leik gegn Finnlandi á miðvikudaginn kemur. Vísir/Anton Brink Auk þess að leika lykilhlutverk innan vallar, með íslenska landsliðinu í fótbolta, sá Karólína Lea Vilhjálmsdóttir um það í heilt ár að vinna samfélagsmiðlaefni liðsins. Hún fann svo nýjan mann í starfið fyrir EM. Fyrsti leikur Íslands á EM er við Finnland á morgun, klukkan 16 að íslenskum tíma. Karólína er að sjálfsögðu með fullan fókus á Evrópumótið hér í Sviss en hún segir gaman að geta gefið stuðningsmönnum innsýn í það sem gengur og gerist á mótinu með skemmtilegum myndböndum, og setur það ekki fyrir sig að vera með myndavél framan í sér nánast allan daginn. „Mér finnst ekkert að því. Maður er orðinn vanur þessu. Svona er þetta í dag hjá öllum félagsliðum og auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka.“ Karólína er sjálf dugleg að deila efni á samfélagsmiðlum og segir engar sérstakar reglur gilda hjá leikmönnum í þessum málum á mótinu. KSÍ deilir einnig alls konar skemmtilegu efni en sambandið réði, að ráði Karólínu, Arnar Laufdal sem sérstakan samfélagsmiðlastjóra fyrir mótið: „Ég held að það fari bara eftir persónuleika hvers og eins hvað við póstum mikið. Ég var búin að sjá um „social media“ hjá kvennaliðinu fyrir KSÍ í eitt ár og var orðin svolítið þreytt á því. Ég talaði við Arnar og KSÍ, við fengum hann inn og hann er ekkert smágóður í þessu. Það er geggjað að sjá hvernig efnið hans er að koma út,“ segir Karólína. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) Karólína verður svo væntanlega bráðum áberandi á samfélagsmiðlum Inter á Ítalíu því samkvæmt ítölskum miðlum hefur hún samið um að ganga til liðs við félagið. Cecilía Rán Rúnarsdóttir varði mark Inter í vetur með glæsibrag og hefur nú skrifað undir langtímasamning við félagið. Love Island, kubb og hrikalega góð stemning Áður en hún flytur til Ítalíu mun Karólína hins vegar setja alla sína krafta í Evrópumótið sem hefst eftir aðeins tvo daga. Á milli leikja, æfinga og liðsfunda verja stelpurnar tímanum saman á glæsilegu hóteli sínu við Thun-vatnið. „Við erum að horfa á Love Island raunveruleikaþættina. Svo erum við að spila, það er kubb-mót [sem fram fór í gærkvöld] og alls konar fleira. Stórmót eru alltaf mjög einstök. Það er hrikalega góð stemning í hópnum. Geggjaður hópur og mikil samheldni, og maður er bara mjög spenntur. Maður er búinn að bíða eftir þessu og vonandi gengur allt vel,“ segir Karólína sem er nú að hefja sitt annað stórmót eftir að hafa slegið í gegn á EM í Englandi fyrir þremur árum. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Hágrét eftir heimsmeistaratitil Sport Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Þorsteinn og Glódís sitja fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Sjá meira
Fyrsti leikur Íslands á EM er við Finnland á morgun, klukkan 16 að íslenskum tíma. Karólína er að sjálfsögðu með fullan fókus á Evrópumótið hér í Sviss en hún segir gaman að geta gefið stuðningsmönnum innsýn í það sem gengur og gerist á mótinu með skemmtilegum myndböndum, og setur það ekki fyrir sig að vera með myndavél framan í sér nánast allan daginn. „Mér finnst ekkert að því. Maður er orðinn vanur þessu. Svona er þetta í dag hjá öllum félagsliðum og auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka.“ Karólína er sjálf dugleg að deila efni á samfélagsmiðlum og segir engar sérstakar reglur gilda hjá leikmönnum í þessum málum á mótinu. KSÍ deilir einnig alls konar skemmtilegu efni en sambandið réði, að ráði Karólínu, Arnar Laufdal sem sérstakan samfélagsmiðlastjóra fyrir mótið: „Ég held að það fari bara eftir persónuleika hvers og eins hvað við póstum mikið. Ég var búin að sjá um „social media“ hjá kvennaliðinu fyrir KSÍ í eitt ár og var orðin svolítið þreytt á því. Ég talaði við Arnar og KSÍ, við fengum hann inn og hann er ekkert smágóður í þessu. Það er geggjað að sjá hvernig efnið hans er að koma út,“ segir Karólína. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) Karólína verður svo væntanlega bráðum áberandi á samfélagsmiðlum Inter á Ítalíu því samkvæmt ítölskum miðlum hefur hún samið um að ganga til liðs við félagið. Cecilía Rán Rúnarsdóttir varði mark Inter í vetur með glæsibrag og hefur nú skrifað undir langtímasamning við félagið. Love Island, kubb og hrikalega góð stemning Áður en hún flytur til Ítalíu mun Karólína hins vegar setja alla sína krafta í Evrópumótið sem hefst eftir aðeins tvo daga. Á milli leikja, æfinga og liðsfunda verja stelpurnar tímanum saman á glæsilegu hóteli sínu við Thun-vatnið. „Við erum að horfa á Love Island raunveruleikaþættina. Svo erum við að spila, það er kubb-mót [sem fram fór í gærkvöld] og alls konar fleira. Stórmót eru alltaf mjög einstök. Það er hrikalega góð stemning í hópnum. Geggjaður hópur og mikil samheldni, og maður er bara mjög spenntur. Maður er búinn að bíða eftir þessu og vonandi gengur allt vel,“ segir Karólína sem er nú að hefja sitt annað stórmót eftir að hafa slegið í gegn á EM í Englandi fyrir þremur árum.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Hágrét eftir heimsmeistaratitil Sport Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Þorsteinn og Glódís sitja fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Sjá meira