Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Sindri Sverrisson skrifar 1. júlí 2025 14:02 Stelpurnar okkar fengu frábæran stuðning á síðasta Evrópumóti, í Englandi fyrir þremur árum. vísir/Vilhelm Stelpurnar okkar verða dyggilega studdar á Evrópumótinu í fótbolta sem nú fer að hefjast í Sviss. Fæstir stuðningsmenn verða á fyrsta leik, við Finna á morgun, en þó má búast við á annað þúsund Íslendingum. Tólfan verður að sjálfsögðu á sínum stað. Samkvæmt upplýsingum frá KSÍ seldust 1.375 miðar til Íslendinga í gegnum sambandið, á leikinn við Finnland. Enn fleiri á leik tvö við Sviss á sunnudaginn, eða 2.071, og 1.500 á leikinn við Noreg 10. júlí. Svo gæti vel verið að einhverjir Íslendingar hafi keypt miða með öðrum hætti svo stuðningurinn við stelpurnar verði enn meiri. Hins vegar gæti líka farið svo að einhverjir nýti ekki miðana sína en því fylgir hár kostnaður að dvelja í Sviss og til að mynda fór enska knattspyrnusambandið þá leið að styrkja fjölskyldur leikmanna í að mæta á mótið. „Fan Zone“ í Thun Fyrsti og þriðji leikur Íslands fara fram á Stockhorn Arena í Thun, klukkan 16 að íslenskum tíma en 18 að staðartíma. UEFA segir leikvanginn taka 8.100 manns í sæti. Stuðningsmenn geta fyrir leik hist á sérstöku stuðningsmannasvæði í Thun, á Waisenhausplatz. Fyrir leikinn við Sviss á sunnudag er stuðningsmannasvæðið á Bundesplatz í Bern. Tólfan klár í að fara langt á mótinu Stuðningsmannasveitin Tólfan verður með öfluga fulltrúa á hverjum leik. Hilmar Jökull Stefánsson, formaður Tólfunnar, segir að minnst 2-3 Tólfumeðlimir mæti á hvern leik í samstarfi við KSÍ. Tólfan hafi einnig selt treyjur til að afla fjár (treyjusalan er hér) en þó að hún hafi gengið ágætlega þá séu sjóðirnir ekki nógu digrir til að tryggja að fleiri mæti á hvern leik. „Við viljum frekar eiga eitthvað inni fyrir 8-liða úrslitunum,“ segir Hilmar Jökull, sannfærður um að Ísland fljúgi upp úr A-riðlinum og í 8-liða úrslit mótsins. Tólfan lagði í morgun af stað til Sviss og er klár í slaginn fyrir leikinn við Finna á morgun.Facebook „Við viljum svo endilega koma því á framfæri við allt það fólk sem er á leið til Sviss að hefja upp raust og syngja með og styðja stelpurnar okkar því við erum jú einmitt öll Tólfur á leikdegi!“ segir Hilmar Jökull. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá KSÍ seldust 1.375 miðar til Íslendinga í gegnum sambandið, á leikinn við Finnland. Enn fleiri á leik tvö við Sviss á sunnudaginn, eða 2.071, og 1.500 á leikinn við Noreg 10. júlí. Svo gæti vel verið að einhverjir Íslendingar hafi keypt miða með öðrum hætti svo stuðningurinn við stelpurnar verði enn meiri. Hins vegar gæti líka farið svo að einhverjir nýti ekki miðana sína en því fylgir hár kostnaður að dvelja í Sviss og til að mynda fór enska knattspyrnusambandið þá leið að styrkja fjölskyldur leikmanna í að mæta á mótið. „Fan Zone“ í Thun Fyrsti og þriðji leikur Íslands fara fram á Stockhorn Arena í Thun, klukkan 16 að íslenskum tíma en 18 að staðartíma. UEFA segir leikvanginn taka 8.100 manns í sæti. Stuðningsmenn geta fyrir leik hist á sérstöku stuðningsmannasvæði í Thun, á Waisenhausplatz. Fyrir leikinn við Sviss á sunnudag er stuðningsmannasvæðið á Bundesplatz í Bern. Tólfan klár í að fara langt á mótinu Stuðningsmannasveitin Tólfan verður með öfluga fulltrúa á hverjum leik. Hilmar Jökull Stefánsson, formaður Tólfunnar, segir að minnst 2-3 Tólfumeðlimir mæti á hvern leik í samstarfi við KSÍ. Tólfan hafi einnig selt treyjur til að afla fjár (treyjusalan er hér) en þó að hún hafi gengið ágætlega þá séu sjóðirnir ekki nógu digrir til að tryggja að fleiri mæti á hvern leik. „Við viljum frekar eiga eitthvað inni fyrir 8-liða úrslitunum,“ segir Hilmar Jökull, sannfærður um að Ísland fljúgi upp úr A-riðlinum og í 8-liða úrslit mótsins. Tólfan lagði í morgun af stað til Sviss og er klár í slaginn fyrir leikinn við Finna á morgun.Facebook „Við viljum svo endilega koma því á framfæri við allt það fólk sem er á leið til Sviss að hefja upp raust og syngja með og styðja stelpurnar okkar því við erum jú einmitt öll Tólfur á leikdegi!“ segir Hilmar Jökull.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjá meira