„Engar svakalegar reglur hér“ Sindri Sverrisson skrifar 1. júlí 2025 22:32 Guðný Árnadóttir er frá Hornafirði en bjó einnig tæp tvö ár í Vík í Mýrdal, áður en hún flutti á höfuðborgarsvæðið. Síðan þá hefur hún leikið sem atvinnumaður á Ítalíu og nú í Svíþjóð, og er mætt á sitt annað stórmót. vísir/Anton Leikmenn íslenska landsliðsins í fótbolta hafa rætt um það sín á milli hvernig best sé að nálgast samfélagsmiðla og fjölmiðla á meðan á EM stendur. Guðný Árnadóttir segir hvern og einn leikmann finna hvað henti sér best og að engar sérstakar reglur gildi innan hópsins um þessi mál né önnur. Stelpurnar hafa verið duglegar að deila efni á sínum eigin samfélagsmiðlum og þannig gefið stuðningsmönnum innsýn í lífið á EM. Þær eru að sjálfsögðu líka áberandi á samfélagsmiðlum KSÍ. En hvernig er best að nýta þessa miðla? „Við erum ekki beint með reglur en við höfum aðeins farið yfir þetta. Þær sem eru með reynslu af þessum stórmótum hafa verið að fara yfir hvað þeim finnst best en svo verður bara hver og einn að finna hvað þeim finnst best að gera. Eins hvort þær vilji fylgjast með fréttum eða ekki, reyna helst bara að gera það ekki, og á samfélagsmiðlum gerir hver og einn bara sitt,“ segir Guðný en hún ræddi við Vísi fyrir utan hótel landsliðsins í gær, akkúrat í regnskúr sem gaf falska mynd af veðrinu í Thun þessa dagana. Klippa: Reyna helst að fylgjast ekki með fréttum Aðspurð hvort leikmenn þurfi að fara eftir einhverjum reglum að öðru leyti svarar Guðný hlæjandi: „Nú gæti ég verið að gleyma… Það eru engar svakalegar reglur hér. Þetta er bara þægilegt. Hver og einn verður bara að passa sig og gera það sem er gott fyrir hann.“ Guðný segir leikmenn gera ýmislegt til að stytta sér stundir en að dagskráin sé þó nokkuð þétt varðandi æfingar, fundi og annað. Á meðan sumir leikmenn vilja til dæmis púsla eða eitthvað slíkt þá vill Guðný frekar: „drekka kaffi og horfa á útsýnið. Ég er aðallega í því,“ segir hún létt. Hljómar ítalskt enda lék Guðný með AC Milan og hún segir það hjálpa sér nú þegar spáð er yfir 30 stiga hita í fyrsta leik EM, gegn Finnlandi á morgun. „Ég bjó á Ítalíu í þrjú og hálft ár og er ágætlega vön þessum hita. Mér finnst hann bara æðislegur. Svo á ekkert að vera það svakalega heitt í þessum leikjum og það er kannski gott fyrir okkur sem lið. Við höfum ekki áhyggjur af þessu.“ Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Sjá meira
Stelpurnar hafa verið duglegar að deila efni á sínum eigin samfélagsmiðlum og þannig gefið stuðningsmönnum innsýn í lífið á EM. Þær eru að sjálfsögðu líka áberandi á samfélagsmiðlum KSÍ. En hvernig er best að nýta þessa miðla? „Við erum ekki beint með reglur en við höfum aðeins farið yfir þetta. Þær sem eru með reynslu af þessum stórmótum hafa verið að fara yfir hvað þeim finnst best en svo verður bara hver og einn að finna hvað þeim finnst best að gera. Eins hvort þær vilji fylgjast með fréttum eða ekki, reyna helst bara að gera það ekki, og á samfélagsmiðlum gerir hver og einn bara sitt,“ segir Guðný en hún ræddi við Vísi fyrir utan hótel landsliðsins í gær, akkúrat í regnskúr sem gaf falska mynd af veðrinu í Thun þessa dagana. Klippa: Reyna helst að fylgjast ekki með fréttum Aðspurð hvort leikmenn þurfi að fara eftir einhverjum reglum að öðru leyti svarar Guðný hlæjandi: „Nú gæti ég verið að gleyma… Það eru engar svakalegar reglur hér. Þetta er bara þægilegt. Hver og einn verður bara að passa sig og gera það sem er gott fyrir hann.“ Guðný segir leikmenn gera ýmislegt til að stytta sér stundir en að dagskráin sé þó nokkuð þétt varðandi æfingar, fundi og annað. Á meðan sumir leikmenn vilja til dæmis púsla eða eitthvað slíkt þá vill Guðný frekar: „drekka kaffi og horfa á útsýnið. Ég er aðallega í því,“ segir hún létt. Hljómar ítalskt enda lék Guðný með AC Milan og hún segir það hjálpa sér nú þegar spáð er yfir 30 stiga hita í fyrsta leik EM, gegn Finnlandi á morgun. „Ég bjó á Ítalíu í þrjú og hálft ár og er ágætlega vön þessum hita. Mér finnst hann bara æðislegur. Svo á ekkert að vera það svakalega heitt í þessum leikjum og það er kannski gott fyrir okkur sem lið. Við höfum ekki áhyggjur af þessu.“
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Sjá meira