Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Kristján Már Unnarsson skrifar 1. júlí 2025 11:17 Frá vegagerð við fossinn Dynjanda. Stefnt er að því að bundið slitlag verði lagt á þennan kafla í næsta mánuði. Vegagerðin Vegagerðin segir vonir standa til að hægt verði að klæða Dynjandisveg, það er veginn inn að fossinum Dynjanda, í ágústmánuði. Þetta er stuttur vegarkafli sem liggur frá Vestfjarðavegi að þessu helsta náttúrudjásni fjórðungsins. Í frétt á heimasíðu Vegagerðarinnar kemur fram að framkvæmdir við þriðja og síðasta áfanga Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði hafi hafist í byrjun júnímánaðar. Verktaki er Borgarverk og Verkís sér um eftirlit. Í verkinu felst nýbygging Vestfjarðavegar á 7,2 kílómetra kafla, sem verður að mestu í nýju vegstæði, auk tæplega eins kílómetra kafla á Dynjandavegi að fossinum. Frá vinnu í Dynjandisvogi í Arnarfirði. Verkinu á að ljúka í lok september á næsta ári.Vegagerðin „Framkvæmdir hafa farið vel af stað. Helstu verkefni eru að nú er unnið að sprengingum og fyllingum í nýju vegstæði Vestfjarðavegar. Jafnframt stendur yfir vinna við sprengingar og mölun á klæðingarefni í Trölladalsnámu. Síðustu vikurnar hefur verið unnið við að losa lausa kletta í Fremridal en ekki var talið óhætt að vinna undir klettunum vegna hættu á grjóthruni. Unnið verður áfram næstu daga og vikur. Losa þarf um lausa kletta ofan vegarins. Horft niður í Dynjandisvog.Vegagerðin Á Dynjandisvegi er unnið á um 400 metra kafla. Þegar er búið að setja niður tvö stór ræsi í ánni Svínu, sem fellur í Dynjandisvog. Vonir standa til þess að hægt verði að klæða Dynjandisveg í ágúst, en umferð ferðamanna er mikil á þessum slóðum, ekki síst yfir sumartímann,” segir Vegagerðin. Jafnframt kemur fram að einnig verði gert keðjunarplan og nýr áningastaður fyrir vegfarendur. Stefnt sé að því að verkinu ljúki í lok september 2026. Vegagerð Samgöngur Ferðaþjónusta Ferðalög Ísafjarðarbær Dýrafjarðargöng Tengdar fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefur ákveðið að skipa starfshóp undir forystu Vegagerðarinnar til að kanna kosti þess og galla að skilgreina vegina sem mynda hringleið um Vestfirði sem hringveg sem fengi vegnúmerið 2. Þetta er í samræmi við tillögu nefndar forsætisráðherra um eflingu byggðar á Ströndum. 20. apríl 2025 10:10 Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fulltrúar Vegagerðarinnar og Borgarverks skrifuðu undir verksamning vegna þriðja og síðasta áfanga Dynjandisheiðar í dag. Áætluð verklok eru haustið 2026. 4. mars 2025 17:00 Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Borgarverk í Borgarnesi átti lægsta tilboð í næsta áfanga Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði og reyndist tilboð verktakans 280 milljónum króna undir kostnaðaráætlun. Vegagerðin snertir helsta náttúrudjásn Vestfjarða, fossinn Dynjanda. 28. janúar 2025 21:42 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Fleiri fréttir Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Sjá meira
Í frétt á heimasíðu Vegagerðarinnar kemur fram að framkvæmdir við þriðja og síðasta áfanga Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði hafi hafist í byrjun júnímánaðar. Verktaki er Borgarverk og Verkís sér um eftirlit. Í verkinu felst nýbygging Vestfjarðavegar á 7,2 kílómetra kafla, sem verður að mestu í nýju vegstæði, auk tæplega eins kílómetra kafla á Dynjandavegi að fossinum. Frá vinnu í Dynjandisvogi í Arnarfirði. Verkinu á að ljúka í lok september á næsta ári.Vegagerðin „Framkvæmdir hafa farið vel af stað. Helstu verkefni eru að nú er unnið að sprengingum og fyllingum í nýju vegstæði Vestfjarðavegar. Jafnframt stendur yfir vinna við sprengingar og mölun á klæðingarefni í Trölladalsnámu. Síðustu vikurnar hefur verið unnið við að losa lausa kletta í Fremridal en ekki var talið óhætt að vinna undir klettunum vegna hættu á grjóthruni. Unnið verður áfram næstu daga og vikur. Losa þarf um lausa kletta ofan vegarins. Horft niður í Dynjandisvog.Vegagerðin Á Dynjandisvegi er unnið á um 400 metra kafla. Þegar er búið að setja niður tvö stór ræsi í ánni Svínu, sem fellur í Dynjandisvog. Vonir standa til þess að hægt verði að klæða Dynjandisveg í ágúst, en umferð ferðamanna er mikil á þessum slóðum, ekki síst yfir sumartímann,” segir Vegagerðin. Jafnframt kemur fram að einnig verði gert keðjunarplan og nýr áningastaður fyrir vegfarendur. Stefnt sé að því að verkinu ljúki í lok september 2026.
Vegagerð Samgöngur Ferðaþjónusta Ferðalög Ísafjarðarbær Dýrafjarðargöng Tengdar fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefur ákveðið að skipa starfshóp undir forystu Vegagerðarinnar til að kanna kosti þess og galla að skilgreina vegina sem mynda hringleið um Vestfirði sem hringveg sem fengi vegnúmerið 2. Þetta er í samræmi við tillögu nefndar forsætisráðherra um eflingu byggðar á Ströndum. 20. apríl 2025 10:10 Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fulltrúar Vegagerðarinnar og Borgarverks skrifuðu undir verksamning vegna þriðja og síðasta áfanga Dynjandisheiðar í dag. Áætluð verklok eru haustið 2026. 4. mars 2025 17:00 Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Borgarverk í Borgarnesi átti lægsta tilboð í næsta áfanga Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði og reyndist tilboð verktakans 280 milljónum króna undir kostnaðaráætlun. Vegagerðin snertir helsta náttúrudjásn Vestfjarða, fossinn Dynjanda. 28. janúar 2025 21:42 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Fleiri fréttir Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Sjá meira
Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefur ákveðið að skipa starfshóp undir forystu Vegagerðarinnar til að kanna kosti þess og galla að skilgreina vegina sem mynda hringleið um Vestfirði sem hringveg sem fengi vegnúmerið 2. Þetta er í samræmi við tillögu nefndar forsætisráðherra um eflingu byggðar á Ströndum. 20. apríl 2025 10:10
Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fulltrúar Vegagerðarinnar og Borgarverks skrifuðu undir verksamning vegna þriðja og síðasta áfanga Dynjandisheiðar í dag. Áætluð verklok eru haustið 2026. 4. mars 2025 17:00
Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Borgarverk í Borgarnesi átti lægsta tilboð í næsta áfanga Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði og reyndist tilboð verktakans 280 milljónum króna undir kostnaðaráætlun. Vegagerðin snertir helsta náttúrudjásn Vestfjarða, fossinn Dynjanda. 28. janúar 2025 21:42