Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Kjartan Kjartansson skrifar 1. júlí 2025 13:38 Þáverandi ríkisstjórn felldi niður ívilnanir til rafbílakaupa um áramótin 2023 til 2024. Nýskráningum þeirra fækkaði töluvert á milli ára í fyrra og hefur salan enn ekki náð fyrri hæðum. Vísir/Vilhelm Nýskráning rafbíla jókst á fyrri helmingi þessa árs eftir mikinn samdrátt vegna niðurfellingar ívilnana í fyrra. Hlutdeild þeirra í nýskráningum er engu að síður ennþá minni en hún var þegar hún var mest árið 2023. Fjölgun rafmagnsbíla er stór hluti af af þeirri tæplega fjórðungs aukningu í nýskráningum fólksbíla sem varð á fyrstu sex mánuðum ársins borið saman við sama tímabil í fyrra. Rafbílarnir voru 2.283 á fyrri helmingi ársins, 140 prósent fleiri en á sama tíma í fyrra. Hlutdeild rafbíla í nýskráningum á tímabilinu var 29 prósent. Þannig hafa þeir enn ekki borið barr sitt eftir að fyrri ríkisstjórn ákvað að fella niður ívilnanir til rafbílakaupa um áramótin 2023-24 og taka þess í stað upp beina styrki. Fyrir breytingarnar var hlutdeild rafbíla í nýskráningum 38 prósent á fyrri helmingi 2023. Nýskráðir bílar eftir orkugjöfum á fyrri helmingi árs frá 2019 til 2025.Bílgreinasamband Íslands Bensín- og dísilbílar eru enn á hægri útleið. Hlutdeild þeirra nam samtals 24 prósentum í nýskráningum á fyrri helmingi ársins. Tvinnbílar voru með fjórðungshlutdeild og tengiltvinnbílar 22 prósent. Bílaleigur halda aftur af orkuskiptunum Þegar aðeins er litið til nýskráninga einstaklinga á bílum ganga orkuskiptin í samgöngum töluvert hraðar. Þeim fjölgaði um 52,5 prósent á fyrstu sex mánuðum ársins og sextíu prósent voru rafbílar. Markaðshlutdeild rafmagns- og tengitvinnbíla nam meira en áttatíu prósentum af nýskráningunum. Hlutfall orkugjafa nýskráðra bíl einstaklinga á fyrri helmingi áranna 2019 til 2025.Bílgreinasamband Íslands Fyrirtæki önnur en bílaleigur nýskráðu einnig aðallega rafbíla, alls 57 prósent. Rúmur fimmtungur fyrirtækjabílanna var tengiltvinnbílar. Bílaleigur skráðu sextíu prósent allra nýskráðra bíla á fyrri helmingi ársins. Þeir skráðu aðallega tvinnbíla en þar á eftir komu tengiltvinnbílar og dísilbílar. Aðeins 7,5 prósent bílanna sem bílaleigur nýskráðu voru hreinir rafbílar, alls 348 stykki. Vistvænir bílar Bílar Jarðefnaeldsneyti Skattar og tollar Orkuskipti Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Fjölgun rafmagnsbíla er stór hluti af af þeirri tæplega fjórðungs aukningu í nýskráningum fólksbíla sem varð á fyrstu sex mánuðum ársins borið saman við sama tímabil í fyrra. Rafbílarnir voru 2.283 á fyrri helmingi ársins, 140 prósent fleiri en á sama tíma í fyrra. Hlutdeild rafbíla í nýskráningum á tímabilinu var 29 prósent. Þannig hafa þeir enn ekki borið barr sitt eftir að fyrri ríkisstjórn ákvað að fella niður ívilnanir til rafbílakaupa um áramótin 2023-24 og taka þess í stað upp beina styrki. Fyrir breytingarnar var hlutdeild rafbíla í nýskráningum 38 prósent á fyrri helmingi 2023. Nýskráðir bílar eftir orkugjöfum á fyrri helmingi árs frá 2019 til 2025.Bílgreinasamband Íslands Bensín- og dísilbílar eru enn á hægri útleið. Hlutdeild þeirra nam samtals 24 prósentum í nýskráningum á fyrri helmingi ársins. Tvinnbílar voru með fjórðungshlutdeild og tengiltvinnbílar 22 prósent. Bílaleigur halda aftur af orkuskiptunum Þegar aðeins er litið til nýskráninga einstaklinga á bílum ganga orkuskiptin í samgöngum töluvert hraðar. Þeim fjölgaði um 52,5 prósent á fyrstu sex mánuðum ársins og sextíu prósent voru rafbílar. Markaðshlutdeild rafmagns- og tengitvinnbíla nam meira en áttatíu prósentum af nýskráningunum. Hlutfall orkugjafa nýskráðra bíl einstaklinga á fyrri helmingi áranna 2019 til 2025.Bílgreinasamband Íslands Fyrirtæki önnur en bílaleigur nýskráðu einnig aðallega rafbíla, alls 57 prósent. Rúmur fimmtungur fyrirtækjabílanna var tengiltvinnbílar. Bílaleigur skráðu sextíu prósent allra nýskráðra bíla á fyrri helmingi ársins. Þeir skráðu aðallega tvinnbíla en þar á eftir komu tengiltvinnbílar og dísilbílar. Aðeins 7,5 prósent bílanna sem bílaleigur nýskráðu voru hreinir rafbílar, alls 348 stykki.
Vistvænir bílar Bílar Jarðefnaeldsneyti Skattar og tollar Orkuskipti Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira