Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ Sindri Sverrisson skrifar 1. júlí 2025 17:32 Natalia Kuikka fylgist íbyggin með blaðamanni bera fram spurningu á fjölmiðlafundi Finna í Thun í dag. vísir/Anton Miðvörðurinn frábæri Natalia Kuikka verður að vanda í lykilhlutverki hjá finnska landsliðinu á EM. Hún er klár í erfiðan leik gegn Íslendingum á morgun og segir allt geta gerst í A-riðlinum. Leikur Íslands og Finnlands hér í Thun á morgun, klukkan 16 að íslenskum tíma en 18 að staðartíma, er fyrsti leikur mótsins. Kuikka svaraði spurningum fjölmiðla á blaðamannafundi í Thun í dag og talaði fallega um íslenska liðið: Vinnusamar og sterkar „Ísland er svo erfitt lið. Afar vinnusamir leikmenn og líkamlega sterkir. Þær ógna mikið fyrir aftan [vörnina] með fljóta leikmenn. Við þurfum að passa það vel. Svo eru þær góðar í föstum leikatriðum. Þetta tvennt þurfum við að passa sérstaklega vel,“ sagði Kuikka og átti eflaust sérstaklega við Sveindísi Jane Jónsdóttur, fljótasta leikmann síðasta Evrópumóts, þó að fleiri í íslenska liðinu geti svo sannarlega sprett úr spori: „Þær eru fljótar. Eru með fljóta leikmenn, sérstaklega fram á við. Það er mikilvægt fyrir okkur að halda jafnvægi í okkar liði. Okkar lið er mjög svipað. Við erum með mjög fljóta framherja og erum líkamlega sterkar og verjumst vel. Þess vegna býst ég við mjög góðri viðureign,“ sagði Kuikka. Finnar hafa þó verið sérstaklega þekktir fyrir öflugan varnarleik en með þjálfaranum Marko Saloranta hafa þó komið breyttar áherslur: „Jafn og erfiður riðill“ „Allt liðið verst og það byrjar á framherjunum. Ef við verjumst vel þá gefur það framherjunum tækifæri. En það er ekki hægt að vinna nema skora og vera sterk fram á við. Við erum með öfluga vörn en verðum líka að skora. Ég held að við eigum fulla möguleika á að vinna leiki hérna. Við virðum andstæðingana en það er enginn að fara að valta yfir okkur hérna. Hraðinn sem við höfum fram á við er eitthvað sem aðrir ættu að hafa áhyggjur af,“ sagði Kuikka. Ísland og Finnland eru einnig í riðli með Sviss og Noregi. Fyrir fram má því búast við afar spennandi baráttu um tvö laus sæti í 8-liða úrslitum: „Ég er sammála. Þetta er jafn og erfiður riðill og þessir leikir geta farið í allar áttir. Maður veit ekki. Þetta verður erfitt, sama hverjum við mætum,“ sagði Kuikka en tók svo undir að kannski væri kominn tími á að endurtaka ævintýrið frá 2005, þegar Finnland náði sínum besta árangri og komst í undanúrslit EM. Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Sjá meira
Leikur Íslands og Finnlands hér í Thun á morgun, klukkan 16 að íslenskum tíma en 18 að staðartíma, er fyrsti leikur mótsins. Kuikka svaraði spurningum fjölmiðla á blaðamannafundi í Thun í dag og talaði fallega um íslenska liðið: Vinnusamar og sterkar „Ísland er svo erfitt lið. Afar vinnusamir leikmenn og líkamlega sterkir. Þær ógna mikið fyrir aftan [vörnina] með fljóta leikmenn. Við þurfum að passa það vel. Svo eru þær góðar í föstum leikatriðum. Þetta tvennt þurfum við að passa sérstaklega vel,“ sagði Kuikka og átti eflaust sérstaklega við Sveindísi Jane Jónsdóttur, fljótasta leikmann síðasta Evrópumóts, þó að fleiri í íslenska liðinu geti svo sannarlega sprett úr spori: „Þær eru fljótar. Eru með fljóta leikmenn, sérstaklega fram á við. Það er mikilvægt fyrir okkur að halda jafnvægi í okkar liði. Okkar lið er mjög svipað. Við erum með mjög fljóta framherja og erum líkamlega sterkar og verjumst vel. Þess vegna býst ég við mjög góðri viðureign,“ sagði Kuikka. Finnar hafa þó verið sérstaklega þekktir fyrir öflugan varnarleik en með þjálfaranum Marko Saloranta hafa þó komið breyttar áherslur: „Jafn og erfiður riðill“ „Allt liðið verst og það byrjar á framherjunum. Ef við verjumst vel þá gefur það framherjunum tækifæri. En það er ekki hægt að vinna nema skora og vera sterk fram á við. Við erum með öfluga vörn en verðum líka að skora. Ég held að við eigum fulla möguleika á að vinna leiki hérna. Við virðum andstæðingana en það er enginn að fara að valta yfir okkur hérna. Hraðinn sem við höfum fram á við er eitthvað sem aðrir ættu að hafa áhyggjur af,“ sagði Kuikka. Ísland og Finnland eru einnig í riðli með Sviss og Noregi. Fyrir fram má því búast við afar spennandi baráttu um tvö laus sæti í 8-liða úrslitum: „Ég er sammála. Þetta er jafn og erfiður riðill og þessir leikir geta farið í allar áttir. Maður veit ekki. Þetta verður erfitt, sama hverjum við mætum,“ sagði Kuikka en tók svo undir að kannski væri kominn tími á að endurtaka ævintýrið frá 2005, þegar Finnland náði sínum besta árangri og komst í undanúrslit EM.
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Sjá meira