Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Sindri Sverrisson skrifar 1. júlí 2025 16:09 Glódís Perla Viggósdóttir er hundrað prósent klár í slaginn við Finna á morgun. vísir/Anton Engin meiðsli eða veikindi eru í íslenska landsliðshópnum fyrir fyrsta leik á EM í fótbolta, gegn Finnlandi á morgun í Sviss. „Staðan er góð. Það eru allar heilar og allar klárar í leikinn á morgun. Okkur hefur liðið vel hérna. Höfum haft það fínt og æft vel. Við verðum klár í þetta,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, á blaðamannafundi í Thun í dag og hafði því ekkert nema góðar fréttir að færa. Glódís Perla Viggósdóttir fyrirliði sat fundinn einnig og var sérstaklega spurð út í sín mál, eftir að hafa glímt við snúin meiðsli í vor. „Já, staðan er í toppstandi. Ég er mjög klár í þetta,“ sagði Glódís og svaraði játandi þegar hún var spurð enn frekar hvort að meiðslin væru alveg frá. Þorsteinn segir að búast megi við hörkuleik á morgun. Leikurinn hefst klukkan 16 að íslenskum tíma en 18 að staðartíma: Margt sem liðin eiga sameiginlegt „Allir sem að skoða leikmenn sem spila fyrir Finnland sjá það að finnska liðið er gott, hörkulið og þetta verður erfiður leikur á morgun. Við þurfum að eiga góðan leik á morgun.“ „Það er margt sem liðin hafa sameiginlegt. Þetta eru tvö lið, með liðsheild og liðsbrag. Þessi leikur gæti orðið drulluskemmtilegur. Þetta er fyrsti leikur Finna á stórmóti í svolítinn tíma. Fyrir okkur skiptir þessi leikur gríðarlegu máli og þá líka. Ég held að Finnar hafi verið mjög glaðir þegar dregið var í riðla. Þeir horfa á þennan leik sem leik sem þeir verða að vinna og það gerum við líka. Þetta verða tvö skemmtileg lið sem mætast og svo er bara að sjá hvort liðið verður betra á morgun,“ sagði Þorsteinn sem er mættur á sitt annað stórmót, taplaus eftir EM 2022: „Auðvitað lærir maður alltaf af fyrra móti og svo erum við búin að spila marga spennandi leiki síðan þá. Ég held að ég sé betur undirbúinn en síðast. Mér líður þannig og trúi því og það er bara tilhlökkun að taka þátt í þessu aftur. Ég er tilbúinn í gott mót.“ Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira
„Staðan er góð. Það eru allar heilar og allar klárar í leikinn á morgun. Okkur hefur liðið vel hérna. Höfum haft það fínt og æft vel. Við verðum klár í þetta,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, á blaðamannafundi í Thun í dag og hafði því ekkert nema góðar fréttir að færa. Glódís Perla Viggósdóttir fyrirliði sat fundinn einnig og var sérstaklega spurð út í sín mál, eftir að hafa glímt við snúin meiðsli í vor. „Já, staðan er í toppstandi. Ég er mjög klár í þetta,“ sagði Glódís og svaraði játandi þegar hún var spurð enn frekar hvort að meiðslin væru alveg frá. Þorsteinn segir að búast megi við hörkuleik á morgun. Leikurinn hefst klukkan 16 að íslenskum tíma en 18 að staðartíma: Margt sem liðin eiga sameiginlegt „Allir sem að skoða leikmenn sem spila fyrir Finnland sjá það að finnska liðið er gott, hörkulið og þetta verður erfiður leikur á morgun. Við þurfum að eiga góðan leik á morgun.“ „Það er margt sem liðin hafa sameiginlegt. Þetta eru tvö lið, með liðsheild og liðsbrag. Þessi leikur gæti orðið drulluskemmtilegur. Þetta er fyrsti leikur Finna á stórmóti í svolítinn tíma. Fyrir okkur skiptir þessi leikur gríðarlegu máli og þá líka. Ég held að Finnar hafi verið mjög glaðir þegar dregið var í riðla. Þeir horfa á þennan leik sem leik sem þeir verða að vinna og það gerum við líka. Þetta verða tvö skemmtileg lið sem mætast og svo er bara að sjá hvort liðið verður betra á morgun,“ sagði Þorsteinn sem er mættur á sitt annað stórmót, taplaus eftir EM 2022: „Auðvitað lærir maður alltaf af fyrra móti og svo erum við búin að spila marga spennandi leiki síðan þá. Ég held að ég sé betur undirbúinn en síðast. Mér líður þannig og trúi því og það er bara tilhlökkun að taka þátt í þessu aftur. Ég er tilbúinn í gott mót.“
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira