Fótbolti

Inn­koma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Steven Caulker, fyrrverandi leikmaður í ensku úrvalsdeildinni, hefur komið vel inn í starfið hjá Stjörnunni að mati Guðmundar Kristjánssonar.
Steven Caulker, fyrrverandi leikmaður í ensku úrvalsdeildinni, hefur komið vel inn í starfið hjá Stjörnunni að mati Guðmundar Kristjánssonar. Samsett

„Hann kemur með mikla reynslu, sérstaklega þegar kemur að varnarleik og varnarskipulagi,“ segir Guðmundur Krisjánsson, fyrirliði Stjörnunnar, um Steven Caulker, sem samdi við liðið á dögunum.

Óhætt er að segja að Caulker sé heldur stærra nafn en oft áður þegar leikmenn hafa verið fengnir til Íslands. Varnarmaðurinn er alinn upp hjá enska úrvalsdeildarliðinu Tottenham Hotspur og á einnig leiki fyrir lið á borð við Cardiff, QPR, Wigan og Liverpool. 

Þá á hann einnig einn leik fyrir enska landsliðið

„Til að byrja með nýtti hann tímann í að horfa, sjá og meðtaka allt sem við vorum að gera og það er oft gott að fá utanaðkomandi auga til að horfa yfir hlutina sem maður er að gera. Fá aðeins annað sjónarhorn,“ sagði Guðmundur í samtali við Val Pál Eiríksson í dag.

„Hann kemur náttúrulega úr fótboltanum á Englandi sem er að einhverju leyti öðruvísi en hér heima. Hann hefur tekið vel á varnarhlutanum hjá okkur og komið með sína sýn á það hvað við getum gert betur.“

„Hann hefur verið mjög flottur síðan hann kom. Hann er með yfirvegaða og góða orku og hefur komið með fullt af góðum ráðum sem vonandi nýtast okkur,“ sagði Guðmundur að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×