„Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. júlí 2025 19:32 Guðjón Bjarni Hálfdánarson, formaður meistaraflokksráðs karla á Selfossi, með Jóni Daða. Vísir/Sigurjón Guðjón Bjarni Hálfdánarson, formaður meistaraflokksráðs karla á Selfossi, segir að sameiginlegt átak bæjarbúa hafi átt þátt í því að fá Jón Daða Böðvarsson aftur heim. Eftir um þrettán ára langan atvinnumannaferil er Jón Daði snúinn aftur í íslenska boltann. Jón hafði úr nokkrum liðum að velja, en kaus að lokum að snúa aftur til uppeldisfélagsins á Selfossi, þar sem hann mun aðstoða liðið í baráttu sinni við að halda sæti sínu í Lengjudeildinni. „Þetta tókst bara með því að sýna honum áhuga,“ sagði Guðjón Bjarni í samtali við Sýn Sport á Selfossi í dag. „Frá því að hann hættir í Bolton og fer þarna til Wrexham og Burton þá er hann búinn að vita af okkar áhuga. Við höfum ekki dregið neinn dul á það að við viljum fá hann og í dag tókst það.“ Selfoss skipti Jón máli og Jón skipti Selfoss máli Eins og áður hefur komið fram var Selfoss ekki eina liðið sem hafði áhuga á því að fá Jón Daða í sínar raðir. Eðlilega svo sem, enda um þaulreyndan atvinnu- og landsliðsmann að ræða. Samkvæmt heimildum Vísis var Víkingur, topplið Bestu-deildarinnar, eitt af þeim liðum sem sýndi Jóni áhuga. „Ég held að þetta byggist bara á gagnkvæmri virðingu. Ég held að Selfoss skipti hann máli og hann skiptir Selfoss máli. Þegar það fer saman þá er það eitthvað sem er til góðs. Ég held að það sé bara ástæðan fyrir því að við erum saman komin hérna í dag að þetta eru bara annars vegar félagið og hins vegar hann, sem eru með einhverja tengingu, og við munum vinna sterkt með það áfram.“ Þá segir Guðjón Bjarni að leikmaður á borð við Jón Daða gefi starfinu á Selfossi gríðarlega mikið. „Við teljum að leikmaður sem er með þann feril sem hann hefur að baki, bæði með félagsliðum og með landsliðinu, hann er uppalinn í félaginu hjá okkur, og hann mun að sjálfsögðu blása eldmóð inn í yngri flokkana. Að horfa á svona fyrirmynd vera að spila á aðalvellinum og vera að æfa á æfingasvæðinu. Svona leikmaður smitar bara út frá sér. Hann hefur líka þann karakter að hann gefur af sér. Hann er ekki fráhrindandi og ég held að iðkendur sem munu vera á vallarsvæðinu, sem er alltaf iðandi af lífi, munu njóta þess að hafa hann í kringum sig og hann muni smita þannig til þeirra.“ Ætla sér aftur meðal þeirra bestu Guðjón segir einnig að heimkoma Jóns Daða sé eitt skref í átt að því að koma Selfyssingum aftur í fremstu röð, en félagið hefur ekki leikið í efstu deild karla frá því árið 2012. Það ár lék Jón Daði einmitt síðast með Selfyssingum. „Við erum að horfa á það og leggja upp með framtíðarsýn fyrir félagið. Að sjálfsögðu er svona samningur við leikmann eins og Jón Daða stórt fyrir okkur í þeirri vegferð,“ sagði Guðjón Bjarni. „Við bindum bara vonir við það og við lögðum af stað á ákveðinn hátt. Við erum enn þá á þeirri braut og brautin er enn þá bein fyrir framan okkur. Við munum ekkert slá af gjöfinni til að koma okkur í fremstu röð á nýjan leik.“ Sameiginlegt átak Að lokum var Guðjón Bjarni spurður út í peningahliðina á félagaskiptunum, enda spyrja sig ábyggilega margir að því hvernig lið sem situr í fallsæti Lengjudeildarinnar getur barist við topplið Bestu-deildarinnar um leikmenn. Ekki bara barist, heldur líka haft betur í baráttunni „Þetta er alltaf afstætt. Auðvitað í svona málum koma margir að og við eigum mörgum miklar þakkir skildar í þessu máli,“ sagði Guðjón Bjarni, en gaf einnig í skyn að það hafi ekki bara verið peningar sem sannfærðu Jón Daða um að snúa aftur heim. „Svo er líka bara hvernig leikmenn horfa á um hvað þetta snýst. Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir.“ Klippa: „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Lengjudeild karla UMF Selfoss Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Sjá meira
Eftir um þrettán ára langan atvinnumannaferil er Jón Daði snúinn aftur í íslenska boltann. Jón hafði úr nokkrum liðum að velja, en kaus að lokum að snúa aftur til uppeldisfélagsins á Selfossi, þar sem hann mun aðstoða liðið í baráttu sinni við að halda sæti sínu í Lengjudeildinni. „Þetta tókst bara með því að sýna honum áhuga,“ sagði Guðjón Bjarni í samtali við Sýn Sport á Selfossi í dag. „Frá því að hann hættir í Bolton og fer þarna til Wrexham og Burton þá er hann búinn að vita af okkar áhuga. Við höfum ekki dregið neinn dul á það að við viljum fá hann og í dag tókst það.“ Selfoss skipti Jón máli og Jón skipti Selfoss máli Eins og áður hefur komið fram var Selfoss ekki eina liðið sem hafði áhuga á því að fá Jón Daða í sínar raðir. Eðlilega svo sem, enda um þaulreyndan atvinnu- og landsliðsmann að ræða. Samkvæmt heimildum Vísis var Víkingur, topplið Bestu-deildarinnar, eitt af þeim liðum sem sýndi Jóni áhuga. „Ég held að þetta byggist bara á gagnkvæmri virðingu. Ég held að Selfoss skipti hann máli og hann skiptir Selfoss máli. Þegar það fer saman þá er það eitthvað sem er til góðs. Ég held að það sé bara ástæðan fyrir því að við erum saman komin hérna í dag að þetta eru bara annars vegar félagið og hins vegar hann, sem eru með einhverja tengingu, og við munum vinna sterkt með það áfram.“ Þá segir Guðjón Bjarni að leikmaður á borð við Jón Daða gefi starfinu á Selfossi gríðarlega mikið. „Við teljum að leikmaður sem er með þann feril sem hann hefur að baki, bæði með félagsliðum og með landsliðinu, hann er uppalinn í félaginu hjá okkur, og hann mun að sjálfsögðu blása eldmóð inn í yngri flokkana. Að horfa á svona fyrirmynd vera að spila á aðalvellinum og vera að æfa á æfingasvæðinu. Svona leikmaður smitar bara út frá sér. Hann hefur líka þann karakter að hann gefur af sér. Hann er ekki fráhrindandi og ég held að iðkendur sem munu vera á vallarsvæðinu, sem er alltaf iðandi af lífi, munu njóta þess að hafa hann í kringum sig og hann muni smita þannig til þeirra.“ Ætla sér aftur meðal þeirra bestu Guðjón segir einnig að heimkoma Jóns Daða sé eitt skref í átt að því að koma Selfyssingum aftur í fremstu röð, en félagið hefur ekki leikið í efstu deild karla frá því árið 2012. Það ár lék Jón Daði einmitt síðast með Selfyssingum. „Við erum að horfa á það og leggja upp með framtíðarsýn fyrir félagið. Að sjálfsögðu er svona samningur við leikmann eins og Jón Daða stórt fyrir okkur í þeirri vegferð,“ sagði Guðjón Bjarni. „Við bindum bara vonir við það og við lögðum af stað á ákveðinn hátt. Við erum enn þá á þeirri braut og brautin er enn þá bein fyrir framan okkur. Við munum ekkert slá af gjöfinni til að koma okkur í fremstu röð á nýjan leik.“ Sameiginlegt átak Að lokum var Guðjón Bjarni spurður út í peningahliðina á félagaskiptunum, enda spyrja sig ábyggilega margir að því hvernig lið sem situr í fallsæti Lengjudeildarinnar getur barist við topplið Bestu-deildarinnar um leikmenn. Ekki bara barist, heldur líka haft betur í baráttunni „Þetta er alltaf afstætt. Auðvitað í svona málum koma margir að og við eigum mörgum miklar þakkir skildar í þessu máli,“ sagði Guðjón Bjarni, en gaf einnig í skyn að það hafi ekki bara verið peningar sem sannfærðu Jón Daða um að snúa aftur heim. „Svo er líka bara hvernig leikmenn horfa á um hvað þetta snýst. Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir.“ Klippa: „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“
Lengjudeild karla UMF Selfoss Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Sjá meira