„Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. júlí 2025 19:32 Guðjón Bjarni Hálfdánarson, formaður meistaraflokksráðs karla á Selfossi, með Jóni Daða. Vísir/Sigurjón Guðjón Bjarni Hálfdánarson, formaður meistaraflokksráðs karla á Selfossi, segir að sameiginlegt átak bæjarbúa hafi átt þátt í því að fá Jón Daða Böðvarsson aftur heim. Eftir um þrettán ára langan atvinnumannaferil er Jón Daði snúinn aftur í íslenska boltann. Jón hafði úr nokkrum liðum að velja, en kaus að lokum að snúa aftur til uppeldisfélagsins á Selfossi, þar sem hann mun aðstoða liðið í baráttu sinni við að halda sæti sínu í Lengjudeildinni. „Þetta tókst bara með því að sýna honum áhuga,“ sagði Guðjón Bjarni í samtali við Sýn Sport á Selfossi í dag. „Frá því að hann hættir í Bolton og fer þarna til Wrexham og Burton þá er hann búinn að vita af okkar áhuga. Við höfum ekki dregið neinn dul á það að við viljum fá hann og í dag tókst það.“ Selfoss skipti Jón máli og Jón skipti Selfoss máli Eins og áður hefur komið fram var Selfoss ekki eina liðið sem hafði áhuga á því að fá Jón Daða í sínar raðir. Eðlilega svo sem, enda um þaulreyndan atvinnu- og landsliðsmann að ræða. Samkvæmt heimildum Vísis var Víkingur, topplið Bestu-deildarinnar, eitt af þeim liðum sem sýndi Jóni áhuga. „Ég held að þetta byggist bara á gagnkvæmri virðingu. Ég held að Selfoss skipti hann máli og hann skiptir Selfoss máli. Þegar það fer saman þá er það eitthvað sem er til góðs. Ég held að það sé bara ástæðan fyrir því að við erum saman komin hérna í dag að þetta eru bara annars vegar félagið og hins vegar hann, sem eru með einhverja tengingu, og við munum vinna sterkt með það áfram.“ Þá segir Guðjón Bjarni að leikmaður á borð við Jón Daða gefi starfinu á Selfossi gríðarlega mikið. „Við teljum að leikmaður sem er með þann feril sem hann hefur að baki, bæði með félagsliðum og með landsliðinu, hann er uppalinn í félaginu hjá okkur, og hann mun að sjálfsögðu blása eldmóð inn í yngri flokkana. Að horfa á svona fyrirmynd vera að spila á aðalvellinum og vera að æfa á æfingasvæðinu. Svona leikmaður smitar bara út frá sér. Hann hefur líka þann karakter að hann gefur af sér. Hann er ekki fráhrindandi og ég held að iðkendur sem munu vera á vallarsvæðinu, sem er alltaf iðandi af lífi, munu njóta þess að hafa hann í kringum sig og hann muni smita þannig til þeirra.“ Ætla sér aftur meðal þeirra bestu Guðjón segir einnig að heimkoma Jóns Daða sé eitt skref í átt að því að koma Selfyssingum aftur í fremstu röð, en félagið hefur ekki leikið í efstu deild karla frá því árið 2012. Það ár lék Jón Daði einmitt síðast með Selfyssingum. „Við erum að horfa á það og leggja upp með framtíðarsýn fyrir félagið. Að sjálfsögðu er svona samningur við leikmann eins og Jón Daða stórt fyrir okkur í þeirri vegferð,“ sagði Guðjón Bjarni. „Við bindum bara vonir við það og við lögðum af stað á ákveðinn hátt. Við erum enn þá á þeirri braut og brautin er enn þá bein fyrir framan okkur. Við munum ekkert slá af gjöfinni til að koma okkur í fremstu röð á nýjan leik.“ Sameiginlegt átak Að lokum var Guðjón Bjarni spurður út í peningahliðina á félagaskiptunum, enda spyrja sig ábyggilega margir að því hvernig lið sem situr í fallsæti Lengjudeildarinnar getur barist við topplið Bestu-deildarinnar um leikmenn. Ekki bara barist, heldur líka haft betur í baráttunni „Þetta er alltaf afstætt. Auðvitað í svona málum koma margir að og við eigum mörgum miklar þakkir skildar í þessu máli,“ sagði Guðjón Bjarni, en gaf einnig í skyn að það hafi ekki bara verið peningar sem sannfærðu Jón Daða um að snúa aftur heim. „Svo er líka bara hvernig leikmenn horfa á um hvað þetta snýst. Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir.“ Klippa: „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Lengjudeild karla UMF Selfoss Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Fleiri fréttir Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Sjá meira
Eftir um þrettán ára langan atvinnumannaferil er Jón Daði snúinn aftur í íslenska boltann. Jón hafði úr nokkrum liðum að velja, en kaus að lokum að snúa aftur til uppeldisfélagsins á Selfossi, þar sem hann mun aðstoða liðið í baráttu sinni við að halda sæti sínu í Lengjudeildinni. „Þetta tókst bara með því að sýna honum áhuga,“ sagði Guðjón Bjarni í samtali við Sýn Sport á Selfossi í dag. „Frá því að hann hættir í Bolton og fer þarna til Wrexham og Burton þá er hann búinn að vita af okkar áhuga. Við höfum ekki dregið neinn dul á það að við viljum fá hann og í dag tókst það.“ Selfoss skipti Jón máli og Jón skipti Selfoss máli Eins og áður hefur komið fram var Selfoss ekki eina liðið sem hafði áhuga á því að fá Jón Daða í sínar raðir. Eðlilega svo sem, enda um þaulreyndan atvinnu- og landsliðsmann að ræða. Samkvæmt heimildum Vísis var Víkingur, topplið Bestu-deildarinnar, eitt af þeim liðum sem sýndi Jóni áhuga. „Ég held að þetta byggist bara á gagnkvæmri virðingu. Ég held að Selfoss skipti hann máli og hann skiptir Selfoss máli. Þegar það fer saman þá er það eitthvað sem er til góðs. Ég held að það sé bara ástæðan fyrir því að við erum saman komin hérna í dag að þetta eru bara annars vegar félagið og hins vegar hann, sem eru með einhverja tengingu, og við munum vinna sterkt með það áfram.“ Þá segir Guðjón Bjarni að leikmaður á borð við Jón Daða gefi starfinu á Selfossi gríðarlega mikið. „Við teljum að leikmaður sem er með þann feril sem hann hefur að baki, bæði með félagsliðum og með landsliðinu, hann er uppalinn í félaginu hjá okkur, og hann mun að sjálfsögðu blása eldmóð inn í yngri flokkana. Að horfa á svona fyrirmynd vera að spila á aðalvellinum og vera að æfa á æfingasvæðinu. Svona leikmaður smitar bara út frá sér. Hann hefur líka þann karakter að hann gefur af sér. Hann er ekki fráhrindandi og ég held að iðkendur sem munu vera á vallarsvæðinu, sem er alltaf iðandi af lífi, munu njóta þess að hafa hann í kringum sig og hann muni smita þannig til þeirra.“ Ætla sér aftur meðal þeirra bestu Guðjón segir einnig að heimkoma Jóns Daða sé eitt skref í átt að því að koma Selfyssingum aftur í fremstu röð, en félagið hefur ekki leikið í efstu deild karla frá því árið 2012. Það ár lék Jón Daði einmitt síðast með Selfyssingum. „Við erum að horfa á það og leggja upp með framtíðarsýn fyrir félagið. Að sjálfsögðu er svona samningur við leikmann eins og Jón Daða stórt fyrir okkur í þeirri vegferð,“ sagði Guðjón Bjarni. „Við bindum bara vonir við það og við lögðum af stað á ákveðinn hátt. Við erum enn þá á þeirri braut og brautin er enn þá bein fyrir framan okkur. Við munum ekkert slá af gjöfinni til að koma okkur í fremstu röð á nýjan leik.“ Sameiginlegt átak Að lokum var Guðjón Bjarni spurður út í peningahliðina á félagaskiptunum, enda spyrja sig ábyggilega margir að því hvernig lið sem situr í fallsæti Lengjudeildarinnar getur barist við topplið Bestu-deildarinnar um leikmenn. Ekki bara barist, heldur líka haft betur í baráttunni „Þetta er alltaf afstætt. Auðvitað í svona málum koma margir að og við eigum mörgum miklar þakkir skildar í þessu máli,“ sagði Guðjón Bjarni, en gaf einnig í skyn að það hafi ekki bara verið peningar sem sannfærðu Jón Daða um að snúa aftur heim. „Svo er líka bara hvernig leikmenn horfa á um hvað þetta snýst. Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir.“ Klippa: „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“
Lengjudeild karla UMF Selfoss Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Fleiri fréttir Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Sjá meira