UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Sindri Sverrisson skrifar 2. júlí 2025 10:33 Það rigndi á stelpurnar okkar á æfingu í gær en í dag er búist við miklum hita og sól í Thun. Samsett;Anton/UEFA Vegna þess hve miklum hita er spáð í Sviss í dag, á fyrsta degi Evrópumóts kvenna í fótbolta, hefur Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA) brugðið til þess ráðs að breyta reglum á leikjum dagsins. Ísland mætir Finnlandi í Thun í dag klukkan 16 að íslenskum tíma, eða klukkan 18 að staðartíma, og veðurspáin gerði ráð fyrir yfir þrjátíu stiga hita þegar leikurinn hæfist. Nú er spáð að hitinn verði um 28 stig og jafnframt að sólin skíni. Til þess að bregðast við þessum mikla hita hefur UEFA ákveðið að leyfa íslenskum, finnskum og öðrum áhorfendum að hafa með sér vatn að drekka í stúkuna í dag. Leyfilegt verður að hafa allt að 0,5 lítra vatnsflöskur úr plasti eða áli en ekki úr gleri. View this post on Instagram A post shared by The Summit of Emotions (@weuro2025thesummit) Þá benda mótshaldarar fólki á það að öruggt sé að drekka vatn beint úr krana í Sviss, líkt og Íslendingar þekkja í sínu heimalandi. Mótshaldarar hvetja jafnframt fólk til að takmarka þann tíma sem það ver í sólskini, nota sólarvörn og hatta. Þó að íslenskum blaðamönnum þyki ansi heitt í Thun, auk þess sem lítið er um loftkælingu á hótelum og veitingastöðum, þá kvarta stelpurnar ekki og segjast höndla hitann vel, jafnvel þó að ekki sé loftkæling á þeirra hóteli. Þær hafa fengið góða regnskúra síðustu tvo daga en ekki er búist við rigningu á leiknum í kvöld heldur bara sól. Samkvæmt nýjustu tölum frá KSÍ er búist við um 1.500 íslenskum stuðningsmönnum á Stockhorn Arena í Thun í dag. Fólk er hvatt til að safnast saman á sérstöku stuðningsmannasvæði á Waisenhausplatz í Thun sem opnar klukkan 11 að staðartíma og er opið til 21 í dag. Þaðan verður gengið á keppnisleikvanginn þar sem áætlað er að fólk mæti um kl. 14 að íslenskum tíma (16 að staðartíma), tveimur tímum áður en leikurinn hefst. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Sjá meira
Ísland mætir Finnlandi í Thun í dag klukkan 16 að íslenskum tíma, eða klukkan 18 að staðartíma, og veðurspáin gerði ráð fyrir yfir þrjátíu stiga hita þegar leikurinn hæfist. Nú er spáð að hitinn verði um 28 stig og jafnframt að sólin skíni. Til þess að bregðast við þessum mikla hita hefur UEFA ákveðið að leyfa íslenskum, finnskum og öðrum áhorfendum að hafa með sér vatn að drekka í stúkuna í dag. Leyfilegt verður að hafa allt að 0,5 lítra vatnsflöskur úr plasti eða áli en ekki úr gleri. View this post on Instagram A post shared by The Summit of Emotions (@weuro2025thesummit) Þá benda mótshaldarar fólki á það að öruggt sé að drekka vatn beint úr krana í Sviss, líkt og Íslendingar þekkja í sínu heimalandi. Mótshaldarar hvetja jafnframt fólk til að takmarka þann tíma sem það ver í sólskini, nota sólarvörn og hatta. Þó að íslenskum blaðamönnum þyki ansi heitt í Thun, auk þess sem lítið er um loftkælingu á hótelum og veitingastöðum, þá kvarta stelpurnar ekki og segjast höndla hitann vel, jafnvel þó að ekki sé loftkæling á þeirra hóteli. Þær hafa fengið góða regnskúra síðustu tvo daga en ekki er búist við rigningu á leiknum í kvöld heldur bara sól. Samkvæmt nýjustu tölum frá KSÍ er búist við um 1.500 íslenskum stuðningsmönnum á Stockhorn Arena í Thun í dag. Fólk er hvatt til að safnast saman á sérstöku stuðningsmannasvæði á Waisenhausplatz í Thun sem opnar klukkan 11 að staðartíma og er opið til 21 í dag. Þaðan verður gengið á keppnisleikvanginn þar sem áætlað er að fólk mæti um kl. 14 að íslenskum tíma (16 að staðartíma), tveimur tímum áður en leikurinn hefst.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Sjá meira