„Eftir höfðinu dansa limirnir“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 2. júlí 2025 13:48 Guðmundur Björgvin Helgason ríkiendurskoðandi. vísir/Lýður Valberg Ítarleg skýrsla Ríkisendurskoðunar um mönnun og flæði sjúklinga á Landspítalanum segir að úrræðaleysi og kerfisleg lausatök hafi einkennt viðbrögð yfirstjórnar heilbrigðismála hér á landi. Ríkisendurskoðandi kallar eftir því að ráðist sé að rót vandans í stað þess að festast í krísustjórnun. Ríkisendurskoðandi kynnti ítarlega skýrslu undir nafninu, Landspítali - mönnun og flæði sjúklinga, fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun. Þar eru helstu vandamálin sem steðja að Landspítalanum og heilbrigðisþjónustu sundurliðuð og má þar helst nefna mönnunarvanda, skort á hjúkrunarheimilum og fráflæðisvanda. Mikilvægt að bretta upp ermar Skýrslunni var vel tekið af nefndarmönnum meirihlutans en nefndarmenn stjórnarandstöðunnar sóttu ekki fundinn. „Fyrir það fyrsta þá er þetta afar vönduð skýrsla. Og það er hægt að byggja á henni inn í framtíðina. Fráflæðisvandinn er dálítið sígildur í okkar viðfangsefni hvað heilbrigðisþjónustuna varðar og sömuleiðis þörfin á hjúkrunarheimilum. Það er hægt að leysa þetta og það er til peningur til að leysa þetta. Við þurfum bara að bretta upp ermar,“ sagði Sigmundur Ernir Rúnarsson, nefndarmaður Samfylkingarinnar að fundi loknum. Fyrst og síðast að tala um ráðuneytið Guðmundur Björgvin Helgason ríkiendurskoðandi segir skorta að nálgast heilbrigðismálin með skipulögðum hætti og heildarstefnu. „Fyrst og síðast finnst mér skýrslan vera að fjalla um veikleika varðandi yfirstjórn heilbrigðismála. Þá er ég kannski fyrst og síðast að tala um ráðuneytið. Þar þarf að vera styrkari sýn og styrkari hönd. Eftir höfðinu dansa limirnir er sagt.“ Að mati Guðmundar er skýrslan gömul saga og ný. Um sé að ræða þekkt vandamál sem hafi verið uppi í fjölmörg ár. Mikilvægt sé að setja skýrari markmið og aðgerðaráætlanir. „Það þarf mun meira afl í stjórnsýsluna okkar. Það vantar meiri dýpt og sérfræðiþekkingu. Fólk fær hérna á Íslandi er með alveg gríðarlega víðtæka reynslu en við sköpum ekki sama sérfræðigrunn fyrir fólkið okkar og aðrir. Vandamálin sem blasa við okkur í dag eru svo mikið á dýptina.“ Komið gott af starfshópum, verkefnastjónum og spretthópum Í skýrslunni er tekið fram að úrræðaleysi og kerfisleg lausatök hafi einkennt viðbrögð yfirstjórnar heilbrigðismála við áskorunum tengd mönnun og afkastagetu Landspítalans og heilbrigðisþjónustunnar í heild. „Þetta er gamall vandi og stjórnsýslan í kringum hann á það til að einkennast af krísustjórnun. Það eru settir á laggirnar, starfshópar, verkefnastjórnir og spretthópar. En það gerist kannski ekkert voðalega mikið við grunn vandamálsins.“ Svandís Svavarsdóttir úr Vinstri grænum (t.v.) og Willum Þór Þórsson úr Framsóknarflokknum (t.h.) voru heilbrigðisráðherrar á þeim árum sem úttekt Ríkisendurskoðunar nær til.vísir Landspítalinn Stjórnsýsla Heilbrigðismál Ríkisendurskoðun Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Sjá meira
Ríkisendurskoðandi kynnti ítarlega skýrslu undir nafninu, Landspítali - mönnun og flæði sjúklinga, fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun. Þar eru helstu vandamálin sem steðja að Landspítalanum og heilbrigðisþjónustu sundurliðuð og má þar helst nefna mönnunarvanda, skort á hjúkrunarheimilum og fráflæðisvanda. Mikilvægt að bretta upp ermar Skýrslunni var vel tekið af nefndarmönnum meirihlutans en nefndarmenn stjórnarandstöðunnar sóttu ekki fundinn. „Fyrir það fyrsta þá er þetta afar vönduð skýrsla. Og það er hægt að byggja á henni inn í framtíðina. Fráflæðisvandinn er dálítið sígildur í okkar viðfangsefni hvað heilbrigðisþjónustuna varðar og sömuleiðis þörfin á hjúkrunarheimilum. Það er hægt að leysa þetta og það er til peningur til að leysa þetta. Við þurfum bara að bretta upp ermar,“ sagði Sigmundur Ernir Rúnarsson, nefndarmaður Samfylkingarinnar að fundi loknum. Fyrst og síðast að tala um ráðuneytið Guðmundur Björgvin Helgason ríkiendurskoðandi segir skorta að nálgast heilbrigðismálin með skipulögðum hætti og heildarstefnu. „Fyrst og síðast finnst mér skýrslan vera að fjalla um veikleika varðandi yfirstjórn heilbrigðismála. Þá er ég kannski fyrst og síðast að tala um ráðuneytið. Þar þarf að vera styrkari sýn og styrkari hönd. Eftir höfðinu dansa limirnir er sagt.“ Að mati Guðmundar er skýrslan gömul saga og ný. Um sé að ræða þekkt vandamál sem hafi verið uppi í fjölmörg ár. Mikilvægt sé að setja skýrari markmið og aðgerðaráætlanir. „Það þarf mun meira afl í stjórnsýsluna okkar. Það vantar meiri dýpt og sérfræðiþekkingu. Fólk fær hérna á Íslandi er með alveg gríðarlega víðtæka reynslu en við sköpum ekki sama sérfræðigrunn fyrir fólkið okkar og aðrir. Vandamálin sem blasa við okkur í dag eru svo mikið á dýptina.“ Komið gott af starfshópum, verkefnastjónum og spretthópum Í skýrslunni er tekið fram að úrræðaleysi og kerfisleg lausatök hafi einkennt viðbrögð yfirstjórnar heilbrigðismála við áskorunum tengd mönnun og afkastagetu Landspítalans og heilbrigðisþjónustunnar í heild. „Þetta er gamall vandi og stjórnsýslan í kringum hann á það til að einkennast af krísustjórnun. Það eru settir á laggirnar, starfshópar, verkefnastjórnir og spretthópar. En það gerist kannski ekkert voðalega mikið við grunn vandamálsins.“ Svandís Svavarsdóttir úr Vinstri grænum (t.v.) og Willum Þór Þórsson úr Framsóknarflokknum (t.h.) voru heilbrigðisráðherrar á þeim árum sem úttekt Ríkisendurskoðunar nær til.vísir
Landspítalinn Stjórnsýsla Heilbrigðismál Ríkisendurskoðun Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Sjá meira