„Eftir höfðinu dansa limirnir“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 2. júlí 2025 13:48 Guðmundur Björgvin Helgason ríkiendurskoðandi. vísir/Lýður Valberg Ítarleg skýrsla Ríkisendurskoðunar um mönnun og flæði sjúklinga á Landspítalanum segir að úrræðaleysi og kerfisleg lausatök hafi einkennt viðbrögð yfirstjórnar heilbrigðismála hér á landi. Ríkisendurskoðandi kallar eftir því að ráðist sé að rót vandans í stað þess að festast í krísustjórnun. Ríkisendurskoðandi kynnti ítarlega skýrslu undir nafninu, Landspítali - mönnun og flæði sjúklinga, fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun. Þar eru helstu vandamálin sem steðja að Landspítalanum og heilbrigðisþjónustu sundurliðuð og má þar helst nefna mönnunarvanda, skort á hjúkrunarheimilum og fráflæðisvanda. Mikilvægt að bretta upp ermar Skýrslunni var vel tekið af nefndarmönnum meirihlutans en nefndarmenn stjórnarandstöðunnar sóttu ekki fundinn. „Fyrir það fyrsta þá er þetta afar vönduð skýrsla. Og það er hægt að byggja á henni inn í framtíðina. Fráflæðisvandinn er dálítið sígildur í okkar viðfangsefni hvað heilbrigðisþjónustuna varðar og sömuleiðis þörfin á hjúkrunarheimilum. Það er hægt að leysa þetta og það er til peningur til að leysa þetta. Við þurfum bara að bretta upp ermar,“ sagði Sigmundur Ernir Rúnarsson, nefndarmaður Samfylkingarinnar að fundi loknum. Fyrst og síðast að tala um ráðuneytið Guðmundur Björgvin Helgason ríkiendurskoðandi segir skorta að nálgast heilbrigðismálin með skipulögðum hætti og heildarstefnu. „Fyrst og síðast finnst mér skýrslan vera að fjalla um veikleika varðandi yfirstjórn heilbrigðismála. Þá er ég kannski fyrst og síðast að tala um ráðuneytið. Þar þarf að vera styrkari sýn og styrkari hönd. Eftir höfðinu dansa limirnir er sagt.“ Að mati Guðmundar er skýrslan gömul saga og ný. Um sé að ræða þekkt vandamál sem hafi verið uppi í fjölmörg ár. Mikilvægt sé að setja skýrari markmið og aðgerðaráætlanir. „Það þarf mun meira afl í stjórnsýsluna okkar. Það vantar meiri dýpt og sérfræðiþekkingu. Fólk fær hérna á Íslandi er með alveg gríðarlega víðtæka reynslu en við sköpum ekki sama sérfræðigrunn fyrir fólkið okkar og aðrir. Vandamálin sem blasa við okkur í dag eru svo mikið á dýptina.“ Komið gott af starfshópum, verkefnastjónum og spretthópum Í skýrslunni er tekið fram að úrræðaleysi og kerfisleg lausatök hafi einkennt viðbrögð yfirstjórnar heilbrigðismála við áskorunum tengd mönnun og afkastagetu Landspítalans og heilbrigðisþjónustunnar í heild. „Þetta er gamall vandi og stjórnsýslan í kringum hann á það til að einkennast af krísustjórnun. Það eru settir á laggirnar, starfshópar, verkefnastjórnir og spretthópar. En það gerist kannski ekkert voðalega mikið við grunn vandamálsins.“ Svandís Svavarsdóttir úr Vinstri grænum (t.v.) og Willum Þór Þórsson úr Framsóknarflokknum (t.h.) voru heilbrigðisráðherrar á þeim árum sem úttekt Ríkisendurskoðunar nær til.vísir Landspítalinn Stjórnsýsla Heilbrigðismál Ríkisendurskoðun Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Mark Rutte heimsækir Ísland Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Sjá meira
Ríkisendurskoðandi kynnti ítarlega skýrslu undir nafninu, Landspítali - mönnun og flæði sjúklinga, fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun. Þar eru helstu vandamálin sem steðja að Landspítalanum og heilbrigðisþjónustu sundurliðuð og má þar helst nefna mönnunarvanda, skort á hjúkrunarheimilum og fráflæðisvanda. Mikilvægt að bretta upp ermar Skýrslunni var vel tekið af nefndarmönnum meirihlutans en nefndarmenn stjórnarandstöðunnar sóttu ekki fundinn. „Fyrir það fyrsta þá er þetta afar vönduð skýrsla. Og það er hægt að byggja á henni inn í framtíðina. Fráflæðisvandinn er dálítið sígildur í okkar viðfangsefni hvað heilbrigðisþjónustuna varðar og sömuleiðis þörfin á hjúkrunarheimilum. Það er hægt að leysa þetta og það er til peningur til að leysa þetta. Við þurfum bara að bretta upp ermar,“ sagði Sigmundur Ernir Rúnarsson, nefndarmaður Samfylkingarinnar að fundi loknum. Fyrst og síðast að tala um ráðuneytið Guðmundur Björgvin Helgason ríkiendurskoðandi segir skorta að nálgast heilbrigðismálin með skipulögðum hætti og heildarstefnu. „Fyrst og síðast finnst mér skýrslan vera að fjalla um veikleika varðandi yfirstjórn heilbrigðismála. Þá er ég kannski fyrst og síðast að tala um ráðuneytið. Þar þarf að vera styrkari sýn og styrkari hönd. Eftir höfðinu dansa limirnir er sagt.“ Að mati Guðmundar er skýrslan gömul saga og ný. Um sé að ræða þekkt vandamál sem hafi verið uppi í fjölmörg ár. Mikilvægt sé að setja skýrari markmið og aðgerðaráætlanir. „Það þarf mun meira afl í stjórnsýsluna okkar. Það vantar meiri dýpt og sérfræðiþekkingu. Fólk fær hérna á Íslandi er með alveg gríðarlega víðtæka reynslu en við sköpum ekki sama sérfræðigrunn fyrir fólkið okkar og aðrir. Vandamálin sem blasa við okkur í dag eru svo mikið á dýptina.“ Komið gott af starfshópum, verkefnastjónum og spretthópum Í skýrslunni er tekið fram að úrræðaleysi og kerfisleg lausatök hafi einkennt viðbrögð yfirstjórnar heilbrigðismála við áskorunum tengd mönnun og afkastagetu Landspítalans og heilbrigðisþjónustunnar í heild. „Þetta er gamall vandi og stjórnsýslan í kringum hann á það til að einkennast af krísustjórnun. Það eru settir á laggirnar, starfshópar, verkefnastjórnir og spretthópar. En það gerist kannski ekkert voðalega mikið við grunn vandamálsins.“ Svandís Svavarsdóttir úr Vinstri grænum (t.v.) og Willum Þór Þórsson úr Framsóknarflokknum (t.h.) voru heilbrigðisráðherrar á þeim árum sem úttekt Ríkisendurskoðunar nær til.vísir
Landspítalinn Stjórnsýsla Heilbrigðismál Ríkisendurskoðun Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Mark Rutte heimsækir Ísland Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Sjá meira