Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Jón Þór Stefánsson skrifar 2. júlí 2025 15:50 Pilturinn er sautján ára og hefur því ekki verið nafngreindur. Vísir/Anton Brink Hvorki ákæruvaldið né sakborningur menningarnæturmálsins svokallaða áfrýjuðu niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur til Landsréttar. Í héraði var sakborningurinn, sautján ára piltur, dæmdur í átta ára fangelsi, en það er hæsta refsing sem hann gat mögulega fengið. Hann var sakfelldur fyrir að ráða hinni sautján ára Bryndísi Klöru Birgisdóttur bana á Menningarnótt í fyrra. Hann var jafnframt sakfelldur fyrir tvær tilraunir til manndráps, með því að stinga tvö önnur ungmenni sama kvöld. Guðmundur St. Ragnarsson, verjandi piltsins, staðfestir við fréttastofu að málinu hafi ekki verið áfrýjað. Mbl.is greindi fyrst frá því. Í ákærunni sagði að fimm ungmenni hefðu verið í bifreið í miðbæ Reykjavíkur þann 24. ágúst laust fyrir miðnætti á Menningarnótt þegar pilturinn réðst á þau. Pilturinn hefði brotið rúðu bílsins og stungið ítrekað með hníf í pilt sem sat í bílnum og stungið hann bæði í öxl og brjóstkassa. Ungmennin hefðu þá flúið bifreiðina en ein stúlka orðið eftir í honum. Pilturinn hefði þá ráðist á hana og stungið með hnífnum í öxl, handlegg og hendi. Að þessu loknu hefði hann ráðist á Bryndísi Klöru og stungið hana í gegnum hjartað. Hún lést nokkrum dögum síðar af sárum sínum á Landspítalanum. Fyrir dómi játaði pilturinn að hafa stungið ungmenninn þrjú. Hann sagði að um væru að ræða stærstu mistök lífs hans og hann myndi sjá eftir gjörðum sínum alla ævi. Líkt og áður segir var ekki hægt að veita honum þyngri fangelsisdóm. Það er vegna þess að í almennum hegningarlögum segir að ekki megi dæma mann í fangelsi lengur en í átta ár hafi hann framið brot sitt fyrir átján ára aldur. Í héraði var honum einnig gert að greiða samtals um þrettán milljónir í miskabætur og um 25 milljónir króna í málskostnað. Dómsmál Stunguárás við Skúlagötu Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Hann var sakfelldur fyrir að ráða hinni sautján ára Bryndísi Klöru Birgisdóttur bana á Menningarnótt í fyrra. Hann var jafnframt sakfelldur fyrir tvær tilraunir til manndráps, með því að stinga tvö önnur ungmenni sama kvöld. Guðmundur St. Ragnarsson, verjandi piltsins, staðfestir við fréttastofu að málinu hafi ekki verið áfrýjað. Mbl.is greindi fyrst frá því. Í ákærunni sagði að fimm ungmenni hefðu verið í bifreið í miðbæ Reykjavíkur þann 24. ágúst laust fyrir miðnætti á Menningarnótt þegar pilturinn réðst á þau. Pilturinn hefði brotið rúðu bílsins og stungið ítrekað með hníf í pilt sem sat í bílnum og stungið hann bæði í öxl og brjóstkassa. Ungmennin hefðu þá flúið bifreiðina en ein stúlka orðið eftir í honum. Pilturinn hefði þá ráðist á hana og stungið með hnífnum í öxl, handlegg og hendi. Að þessu loknu hefði hann ráðist á Bryndísi Klöru og stungið hana í gegnum hjartað. Hún lést nokkrum dögum síðar af sárum sínum á Landspítalanum. Fyrir dómi játaði pilturinn að hafa stungið ungmenninn þrjú. Hann sagði að um væru að ræða stærstu mistök lífs hans og hann myndi sjá eftir gjörðum sínum alla ævi. Líkt og áður segir var ekki hægt að veita honum þyngri fangelsisdóm. Það er vegna þess að í almennum hegningarlögum segir að ekki megi dæma mann í fangelsi lengur en í átta ár hafi hann framið brot sitt fyrir átján ára aldur. Í héraði var honum einnig gert að greiða samtals um þrettán milljónir í miskabætur og um 25 milljónir króna í málskostnað.
Dómsmál Stunguárás við Skúlagötu Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira