Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 2. júlí 2025 20:54 Dæmi eru um að miðar séu til sölu á rúmlega sexföldu söluverði. Vísir/Samsett Framkvæmdastjóri Tix segir miða á tónleika Kaleo í mánuðinum vera til endursölu á talsvert upphækkuðu verði og greinilegt að þeir hafi verið keyptir í því skyni. Hún segir það ekki sanngjarnt gagnvart listamönnunum og að fyrirtækið áskili sér rétt á að ógilda miðana. Almenn sala hófst á miðum á tónleika KALEO, Vor í Vaglaskógi, í dag en tónleikarnir fara fram 26. júlí næstkomandi. Ljóst er að eftirvæntingin er mikil eftir þessum fyrstu tónleikum stórsveitarinnar hérlendis í heilan áratug en auk Kaleo koma fram á tónleikunum Hjálmar, Júníus Meyvant, Jack Magnet, Bear the Ant, Soffía Bjõrg, Sigrún Stella, Svavar Knútur og fleiri. Þúsund miðar á innan við mínútu Forsala á miðum hófst á hádegi í gær og seldust tvö þúsund slíkir miðar á innan við mínútu. Því var ekki óvænt að hinir þrjú þúsund miðarnir sem fóru í sölu á hádegi í dag hafi rokið út á innan við klukkutíma að sögn Hrefnu Sifjar Jónsdóttur framkvæmdastjóra Tix. „Það er svolítið einstakt að Kaleo sé að spila hérna heima en þeir hafa ekki gert það lengi. Þess vegna var eftirspurnin svona mikil. Því miður fengu ekki allir miða sem vildu en það er bara eins og það er,“ segir hún. Mest var hægt að kaupa tíu miða en Hrefna segir einhvern fjölda hafa nýtt sér það til fulls. „Svo rákum við augun í það að einhverjir að selja miða á hærra verði en þeir kostuðu,“ segir Hrefna en skömmu eftir að miðarnir fóru í sölu hófu færslurnar að hrannast inn á Facebook-hópa landans þar sem miðar á tónleikana voru annað hvort seldir dýrum dómum eða dýrum dómum var lofað ætti einhver miða á móti. Endursölur verði skoðaðar Hrefna segir það skýrt í skilmálum Tix að slíkt er ekki leyfilegt enda ekki sanngjarnt að aðili úti í bæ hirði restina sem hafði ekkert með tónleikana að gera. Hrefna Sif Jónsdóttir er framkvæmdastjóri Tix.Tix „Við áskilum okkur alveg rétt til að ógilda slíka miða. Við höfum séð það í hópum á netinu að fólk hefur greinilega keypt sér og ætlað að græða á þessu,“ segir hún. „Þannig það er spurning hvort þurfi að skoða það, hvort það séu einhverjir aðilar sem keyptu miða og eru að selja þá strax til þess að græða á þeim. Það er ekki sanngjarnt fyrir listamennina.“ Tónlist Tónleikar á Íslandi Kaleo Þingeyjarsveit Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Vance á von á barni Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Halla T meðal sofandi risa Menning Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira
Almenn sala hófst á miðum á tónleika KALEO, Vor í Vaglaskógi, í dag en tónleikarnir fara fram 26. júlí næstkomandi. Ljóst er að eftirvæntingin er mikil eftir þessum fyrstu tónleikum stórsveitarinnar hérlendis í heilan áratug en auk Kaleo koma fram á tónleikunum Hjálmar, Júníus Meyvant, Jack Magnet, Bear the Ant, Soffía Bjõrg, Sigrún Stella, Svavar Knútur og fleiri. Þúsund miðar á innan við mínútu Forsala á miðum hófst á hádegi í gær og seldust tvö þúsund slíkir miðar á innan við mínútu. Því var ekki óvænt að hinir þrjú þúsund miðarnir sem fóru í sölu á hádegi í dag hafi rokið út á innan við klukkutíma að sögn Hrefnu Sifjar Jónsdóttur framkvæmdastjóra Tix. „Það er svolítið einstakt að Kaleo sé að spila hérna heima en þeir hafa ekki gert það lengi. Þess vegna var eftirspurnin svona mikil. Því miður fengu ekki allir miða sem vildu en það er bara eins og það er,“ segir hún. Mest var hægt að kaupa tíu miða en Hrefna segir einhvern fjölda hafa nýtt sér það til fulls. „Svo rákum við augun í það að einhverjir að selja miða á hærra verði en þeir kostuðu,“ segir Hrefna en skömmu eftir að miðarnir fóru í sölu hófu færslurnar að hrannast inn á Facebook-hópa landans þar sem miðar á tónleikana voru annað hvort seldir dýrum dómum eða dýrum dómum var lofað ætti einhver miða á móti. Endursölur verði skoðaðar Hrefna segir það skýrt í skilmálum Tix að slíkt er ekki leyfilegt enda ekki sanngjarnt að aðili úti í bæ hirði restina sem hafði ekkert með tónleikana að gera. Hrefna Sif Jónsdóttir er framkvæmdastjóri Tix.Tix „Við áskilum okkur alveg rétt til að ógilda slíka miða. Við höfum séð það í hópum á netinu að fólk hefur greinilega keypt sér og ætlað að græða á þessu,“ segir hún. „Þannig það er spurning hvort þurfi að skoða það, hvort það séu einhverjir aðilar sem keyptu miða og eru að selja þá strax til þess að græða á þeim. Það er ekki sanngjarnt fyrir listamennina.“
Tónlist Tónleikar á Íslandi Kaleo Þingeyjarsveit Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Vance á von á barni Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Halla T meðal sofandi risa Menning Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira