Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2025 21:12 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir faðmar Glódísi Perlu Viggósdóttur í svekkelsinu eftir leikinn. Vísir/Anton Brink Virkni íslensku landsliðsstelpnanna á samfélagsmiðlum var til umræðu á samfélagsmiðlum í kvöld eftir tap í fyrsta leik á Evrópumótinu í Sviss. Tvær landsliðsgoðsagnir tjáðu sig um málið í Besta sætinu. Stefán Árni Pálsson fékk systurnar og landsliðsgoðsagnirnar Þóru Björgu og Ásthildi Helgadætur til sín í Besta sætið, hlaðvarp Íþróttadeildar Sýnar, til að fara yfir fyrsta leik íslenska landsliðsins á EM í Sviss. Íslenska liðið tapaði leiknum 1-0 en stelpurnar okkar hafa verið mjög virkar á samfélagsmiðlum í aðdraganda Evrópumótsins. „Ég var að sjá TikTok frá stelpunum í aðdraganda mótsins og ég hugsaði: Ef þetta fer illa í fyrsta leik þá verður auðvelt að grípa í það að það sé verið að fíflast þarna úti,“ sagði Stefán Árni í upphafi umræðunnar um samfélagsmiðlaþátttöku stelpnanna. Blessunarlega ekki til þá „Þessi gagnrýni er strax byrjuð á samfélagsmiðlum núna. Að stelpurnar séu með hugann við þetta en ekki fótboltann. TikTok var ekki til þegar þið voruð í íslenska landsliðinu og Internetið var varla til,“ sagði Stefán „Blessunarlega,“ sagði Ásthildur en hvað finnst þeim um þetta? „Ég veit það ekki. Nú tala ég eins og miðaldra kona sem ég vissulega er. Ég skil þetta ekki alveg. Það þarf að vera viss agi og ég veit ekki hvernig reglur og annað eru varðandi þetta,“ sagði Ásthildur. Fyrst vinnum við leikinn og svo fíflumst við „Auðvitað er þetta partur af mörgu í dag en þú þarft að vera með ákveðinn fókus. Logi sagði nú alltaf: Fyrst vinnum við leikinn og svo fíflumst við,“ sagði Ásthildur og er þar að tala um Loga Ólafsson, fyrrum þjálfara íslenska kvennalandsliðsins. „Það þarf að vera fókus á verkefnið og það þarf að sýna það út á við að það séu allir í fókus og ekki að hugsa um neitt annað. Ég ætla ekki að leggja dóm á það en þetta er ekki alveg minn tebolli,“ sagði Ásthildur. Ekki miklar samfélagsmiðlastjörnur „Við erum ekki miklar samfélagsmiðlastjörnur systurnar og manni finnst þetta svolítið skrýtið. Svo hefði verið klókt að bíða. Klára fyrsta leikinn og gera það vel. Þá byrja kannski að blasta TikTok-ið,“ sagði Þóra. „Það er líka hægt að hafa aga þó að það sé gaman,“ sagði Ásthildur. Það er hægt að hlusta á allan þáttinn hér fyrir neðan. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Fleiri fréttir Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Sjá meira
Stefán Árni Pálsson fékk systurnar og landsliðsgoðsagnirnar Þóru Björgu og Ásthildi Helgadætur til sín í Besta sætið, hlaðvarp Íþróttadeildar Sýnar, til að fara yfir fyrsta leik íslenska landsliðsins á EM í Sviss. Íslenska liðið tapaði leiknum 1-0 en stelpurnar okkar hafa verið mjög virkar á samfélagsmiðlum í aðdraganda Evrópumótsins. „Ég var að sjá TikTok frá stelpunum í aðdraganda mótsins og ég hugsaði: Ef þetta fer illa í fyrsta leik þá verður auðvelt að grípa í það að það sé verið að fíflast þarna úti,“ sagði Stefán Árni í upphafi umræðunnar um samfélagsmiðlaþátttöku stelpnanna. Blessunarlega ekki til þá „Þessi gagnrýni er strax byrjuð á samfélagsmiðlum núna. Að stelpurnar séu með hugann við þetta en ekki fótboltann. TikTok var ekki til þegar þið voruð í íslenska landsliðinu og Internetið var varla til,“ sagði Stefán „Blessunarlega,“ sagði Ásthildur en hvað finnst þeim um þetta? „Ég veit það ekki. Nú tala ég eins og miðaldra kona sem ég vissulega er. Ég skil þetta ekki alveg. Það þarf að vera viss agi og ég veit ekki hvernig reglur og annað eru varðandi þetta,“ sagði Ásthildur. Fyrst vinnum við leikinn og svo fíflumst við „Auðvitað er þetta partur af mörgu í dag en þú þarft að vera með ákveðinn fókus. Logi sagði nú alltaf: Fyrst vinnum við leikinn og svo fíflumst við,“ sagði Ásthildur og er þar að tala um Loga Ólafsson, fyrrum þjálfara íslenska kvennalandsliðsins. „Það þarf að vera fókus á verkefnið og það þarf að sýna það út á við að það séu allir í fókus og ekki að hugsa um neitt annað. Ég ætla ekki að leggja dóm á það en þetta er ekki alveg minn tebolli,“ sagði Ásthildur. Ekki miklar samfélagsmiðlastjörnur „Við erum ekki miklar samfélagsmiðlastjörnur systurnar og manni finnst þetta svolítið skrýtið. Svo hefði verið klókt að bíða. Klára fyrsta leikinn og gera það vel. Þá byrja kannski að blasta TikTok-ið,“ sagði Þóra. „Það er líka hægt að hafa aga þó að það sé gaman,“ sagði Ásthildur. Það er hægt að hlusta á allan þáttinn hér fyrir neðan.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Fleiri fréttir Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti