„Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Sindri Sverrisson skrifar 3. júlí 2025 07:32 Katla Tryggvadóttir náði að leika sínar fyrstu mínútur á stórmóti í gær og má vera stolt. vísir/Anton „Eins og mamma segir: Við fáum fram að miðnætti til að svekkja okkur. Svo höldum við bara áfram, næsti leikur,“ sagði hin tvítuga Katla Tryggvadóttir í gærkvöld, eftir 1-0 tapið gegn Finnum í fyrsta leik á EM. Vonbrigðin yfir tapinu skyggðu á annars stóra stund fyrir hana í Thun í gær. Katla átti frísklega innkomu í lið Íslands á lokakaflanum í erfiðri stöðu liðsins, sem misst hafði Hildi Antonsdóttur af velli með rautt spjald í seinni hálfleik, og var einn af ljósu punktunum á annars myrku kvöldi. „Ég kom bara inná og ákvað að kýla á þetta. Ég er bara ánægð með það og ógeðslega flottar líka hinar sem komu inná,“ sagði Katla en íslenska liðið sýndi líklega sínar bestu hliðar eftir að það hafði misst mann af velli og fengið á sig mark. Þrátt fyrir ungan aldur er hún fyrirliði sænska Íslendingaliðsins Kristianstad og það sást hvers vegna í gær, þegar Katla byrjaði strax að hrópa á leikmenn í kringum sig í frumraun sinni á stórmóti: „Já, það er hluti af mínum leik að tala og peppa og stýra.“ Þrátt fyrir tapið var Katla meðvituð um tímamótin sem felast í því að spila í fyrsta sinn á stórmóti og það fyrir framan fullan leikvang og frábæra íslenska stuðningsmenn: „Þetta er eitthvað sem mann dreymir um þegar maður er lítill. Ógeðslega gaman og ég er þakklát fyrir að fá að taka þátt í þessari veislu. Fjölskyldan mín var uppi í stúkunni og það var rosalega gott að hitta þau eftir leik og knúsa þau. Sérstaklega þar sem ég bý erlendis og fæ ekki að sjá þau mjög oft. Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau uppi í stúkunni. Ég er ógeðslega glöð að þau komu öll út,“ sagði Katla. Katla Tryggvadóttir býr sig undir að spyrna í boltann en Katariina Kosola, markaskorari Finnlands, er til varnar.Getty/Noemi Llamas „Ég tek utan um hana“ Tvö stór atvik settu svip sinn á leikinn í gær. Rauða spjaldið sem Hildur fékk í seinni hálfleik og veikindi Glódísar Perlu Viggósdóttur sem varð á endanum að hætta leik í hálfleik. „Auðvitað er mjög erfitt að missa fyrirliðann okkar af velli en mér fannst líka aðrar stíga upp í staðinn. Þannig virkar þetta þegar maður er í liði. Vonandi nær hún bara að jafna sig sem fyrst. Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá sá ég ekki alveg hvað gerðist [þegar Hildur var rekin af velli]. Ég sá bara allt í einu rautt spjald fara á loft. Þetta er hluti af leiknum og svona gerist. Bara leiðinlegt fyrir hana. Ég tek utan um hana á eftir,“ sagði Katla líkt og sannur leiðtogi. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Sjá meira
Katla átti frísklega innkomu í lið Íslands á lokakaflanum í erfiðri stöðu liðsins, sem misst hafði Hildi Antonsdóttur af velli með rautt spjald í seinni hálfleik, og var einn af ljósu punktunum á annars myrku kvöldi. „Ég kom bara inná og ákvað að kýla á þetta. Ég er bara ánægð með það og ógeðslega flottar líka hinar sem komu inná,“ sagði Katla en íslenska liðið sýndi líklega sínar bestu hliðar eftir að það hafði misst mann af velli og fengið á sig mark. Þrátt fyrir ungan aldur er hún fyrirliði sænska Íslendingaliðsins Kristianstad og það sást hvers vegna í gær, þegar Katla byrjaði strax að hrópa á leikmenn í kringum sig í frumraun sinni á stórmóti: „Já, það er hluti af mínum leik að tala og peppa og stýra.“ Þrátt fyrir tapið var Katla meðvituð um tímamótin sem felast í því að spila í fyrsta sinn á stórmóti og það fyrir framan fullan leikvang og frábæra íslenska stuðningsmenn: „Þetta er eitthvað sem mann dreymir um þegar maður er lítill. Ógeðslega gaman og ég er þakklát fyrir að fá að taka þátt í þessari veislu. Fjölskyldan mín var uppi í stúkunni og það var rosalega gott að hitta þau eftir leik og knúsa þau. Sérstaklega þar sem ég bý erlendis og fæ ekki að sjá þau mjög oft. Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau uppi í stúkunni. Ég er ógeðslega glöð að þau komu öll út,“ sagði Katla. Katla Tryggvadóttir býr sig undir að spyrna í boltann en Katariina Kosola, markaskorari Finnlands, er til varnar.Getty/Noemi Llamas „Ég tek utan um hana“ Tvö stór atvik settu svip sinn á leikinn í gær. Rauða spjaldið sem Hildur fékk í seinni hálfleik og veikindi Glódísar Perlu Viggósdóttur sem varð á endanum að hætta leik í hálfleik. „Auðvitað er mjög erfitt að missa fyrirliðann okkar af velli en mér fannst líka aðrar stíga upp í staðinn. Þannig virkar þetta þegar maður er í liði. Vonandi nær hún bara að jafna sig sem fyrst. Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá sá ég ekki alveg hvað gerðist [þegar Hildur var rekin af velli]. Ég sá bara allt í einu rautt spjald fara á loft. Þetta er hluti af leiknum og svona gerist. Bara leiðinlegt fyrir hana. Ég tek utan um hana á eftir,“ sagði Katla líkt og sannur leiðtogi.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Sjá meira