Fótbolti

Skrið­drekar á ferð við æfingasvæði Ís­lands

Aron Guðmundsson skrifar
Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ og Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, ræða saman á æfingu íslenska landsliðsins í morgun
Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ og Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, ræða saman á æfingu íslenska landsliðsins í morgun Vísir/Aron

Íslenska landsliðið í fótbolta mætti aftur til æfinga í dag á EM í Sviss eftir svekkjandi tap gegn Finnlandi í fyrstu umferð riðlakeppninnar í gær. Æfingasvæði liðsins er við herstöð og sjá mátti skriðdreka á ferð hjá í morgun. 

Ísland nýtir æfingasvæði svissneska félagsins FC Allmendingen í úthverfi Thun á meðan að þátttaka liðsins á Evrópumótinu stendur yfir. 

Þrátt fyrir að vera smátt í sniðum inniheldur æfingasvæðið allt sem íslenska landsliðið gæti þurft á að halda. 

En áberandi er að æfingasvæðið er í námunda við hersvæði svissneska herinn. Fyrir æfingu íslenska landsliðsins í morgun mátti sjá skriðdreka aka þar fram hjá. 

Klippa: Skriðdrekar við æfingasvæði Íslands

Þá heyrðust skothvellir í fjarska af æfingasvæði hersins og við brottför frá af æfingu íslenska landsliðsins mátti sjá hermann ganga þar um með leitarhund. Æfingasvæði Íslands gæti því líklegast talist það best varða á Evrópumótinu.

Frá æfingasvæði Íslands í SvissVísir/Aron



Fleiri fréttir

Sjá meira


×