„Það er samkeppni um starfsfólk“ Bjarki Sigurðsson skrifar 3. júlí 2025 11:52 Runólfur Pálsson er forstjóri Landspítalans. Vísir/Vilhelm Forstjóri Landspítalans fagnar svartri skýrslu Ríkisendurskoðenda. Mönnunarvandi hafi viðgengist á spítalanum allt of lengi. Það þurfi að hætta að tækla vandamálin með krísustjórnun og ráðast á rót vandans. Í gær kynnti Ríkisendurskoðun stóra úttekt sem málar upp ansi svarta mynd af stöðunni hvað varðar mönnun og flæði sjúklinga á Landspítalanum. Til að mynda vanti fimmtíu menntaða hjúkrunarfræðinga, fjórtán ljósmæður, þrjátíu lækna og tæplega fjögur hundruð sjúkraliða. Þá hafi viðbrögð yfirstjórnar einkennst af úrræðaleysi og kerfislegum lausatökum. Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, segist fagna skýrslunni. Yfirmenn þar hafi lengi bent á vandann. „Það eru of mörg verkefni og of fátt fagfólk. Það hefur verið okkar viðfangsefni síðustu ár að berjast við það að halda þjónustunni á floti við þessar aðstæður. Það hefur að mörgu leyti gengið ágætlega en auðvitað er þetta gríðarlega erfið staða. Það er okkar frábæra starfsfólki að þakka að okkur hefur þó auðnast að veita þessa þjónustu sem okkur ber en álagið er gríðarlegt. Það er ekki á vísan að róa með þetta til framtíðar. Það verður að finna lausn á þessum vanda,“ segir Runólfur. Til að takast á við hlutina hafi Landspítalinn ráðið fleira ófaglært fólk. Það komi hins vegar ekki í stað faglærðs fólks. „Það hafa skapast ný störf innan heilbrigðisþjónustunnar í gegnum árin, meðal annars inni í einkarekinni þjónustu. Það er líka mikilvæg þjónusta, en það er samkeppni um starfsfólk, við þurfum líka að hafa það í huga. Mestu skiptir að við getum varðveitt þá þjónustu sem er brýnust hverju sinni. Landspítali er augljóslega þar í forgrunni,“ segir Runólfur. Stjórnvöld þurfi að móta skýrari stefnu. „Það þarf að bregðast skjótt við. Það þarf átak því tíminn líður hratt og verkefnin aukast stöðugt. Við höfum verið að sjá það undanfarin ár og við sjáum það glögglega í skýrslunni,“ segir Runólfur. Landspítalinn Stjórnsýsla Heilbrigðismál Ríkisendurskoðun Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Erlent Fleiri fréttir Gripinn með ríflega þúsund pillur og reyndi að bíta tollvörð Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Sjá meira
Í gær kynnti Ríkisendurskoðun stóra úttekt sem málar upp ansi svarta mynd af stöðunni hvað varðar mönnun og flæði sjúklinga á Landspítalanum. Til að mynda vanti fimmtíu menntaða hjúkrunarfræðinga, fjórtán ljósmæður, þrjátíu lækna og tæplega fjögur hundruð sjúkraliða. Þá hafi viðbrögð yfirstjórnar einkennst af úrræðaleysi og kerfislegum lausatökum. Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, segist fagna skýrslunni. Yfirmenn þar hafi lengi bent á vandann. „Það eru of mörg verkefni og of fátt fagfólk. Það hefur verið okkar viðfangsefni síðustu ár að berjast við það að halda þjónustunni á floti við þessar aðstæður. Það hefur að mörgu leyti gengið ágætlega en auðvitað er þetta gríðarlega erfið staða. Það er okkar frábæra starfsfólki að þakka að okkur hefur þó auðnast að veita þessa þjónustu sem okkur ber en álagið er gríðarlegt. Það er ekki á vísan að róa með þetta til framtíðar. Það verður að finna lausn á þessum vanda,“ segir Runólfur. Til að takast á við hlutina hafi Landspítalinn ráðið fleira ófaglært fólk. Það komi hins vegar ekki í stað faglærðs fólks. „Það hafa skapast ný störf innan heilbrigðisþjónustunnar í gegnum árin, meðal annars inni í einkarekinni þjónustu. Það er líka mikilvæg þjónusta, en það er samkeppni um starfsfólk, við þurfum líka að hafa það í huga. Mestu skiptir að við getum varðveitt þá þjónustu sem er brýnust hverju sinni. Landspítali er augljóslega þar í forgrunni,“ segir Runólfur. Stjórnvöld þurfi að móta skýrari stefnu. „Það þarf að bregðast skjótt við. Það þarf átak því tíminn líður hratt og verkefnin aukast stöðugt. Við höfum verið að sjá það undanfarin ár og við sjáum það glögglega í skýrslunni,“ segir Runólfur.
Landspítalinn Stjórnsýsla Heilbrigðismál Ríkisendurskoðun Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Erlent Fleiri fréttir Gripinn með ríflega þúsund pillur og reyndi að bíta tollvörð Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Sjá meira